Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 36
Margeir Gunnar Sigurðsson
margeir@frettatiminn.is
Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á fjölda af-markaðra námskeiða, sem sniðin eru með þarfir íslenskra sæfar-
enda í huga. Hilmar Snorrason
er skólastjóri og skipstjóri. Þegar
hann er spurður hverjar séu að-
aláherslurnar um þessar mundir
segir Hilmar:
„Okkar starf er að þjálfa
sjómenn í öryggismálum. Í
slysavörnum um borð og í
eldvörnum, sjóbjörgun og skyndi-
hjálp. Auðvitað eru öryggiskröf-
urnar fyrst og fremst stóri þáttur-
inn. Slys á sjó hafa verið æði tíð
í gegnum tíðina. Það er alveg
ljóst að síðan við hófum okkar
starf fyrir núna rúmum 30 árum
hefur orðið veruleg breyting til
batnaðar. Dregið hefur úr tíðni
banaslysa og öðrum slysum hefur
farið fækkandi. Það er auðvitað
margt sem kemur til, þættir eins
og betri skip, betri veðurspár en
ég ætla ekki að gera lítið úr því að
öryggismenning sjómanna hefur
aukist til mikilla muna. Sérstak-
lega þegar horft er á vinnuör-
yggið og áhersluna á að sjómenn
tileinki sér örugg vinnubrögð í
störfum til sjós. Hér áður fyrr var
alltaf talað um það að sjómennska
væri hættulegasta starf sem hægt
var að velja sér en það er ekki
raunin lengur,“ segir Hilmar.
Hvar getum við gert betur í þessum
efnum?
„Það er í raun ekkert hægt að tala
um einhvern einn flokk og segja
að hann sé verri heldur en annar.
Þetta snýst í grunninn allt um
það að sjómenn tileinki sér örugg
vinnubrögð um borð í skipum og
er það alveg óháð stærð skipsins.
Það sem mönnum ber að gera,
það er að gera áhættumat og þar
er skortur á. Við höfum rekið
mikinn áróður fyrir því sem og
að sjómenn komi á atvikaskrán-
ingum um borð í skipum sínum.
Horfa þá gagnrýnum augum á
vinnustaðinn sinn og hvar má
gera betur og bæta hlutina. Við
getum því sagt að þar séu ákveðn-
ir landvinningar sem við gerum
gert betur. Takmarkið mitt er það
að sjá engin slys til sjós og þeim
Öryggismenning
sjómanna hefur
stórbatnað
Slysavarnaskóli sjómanna er í eigu
Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en hann var
stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu
fyrir sjómenn. Námskeið skólans eru öllum
opin, en á námskrá er að finna námskeið sem
henta þeim sem vinna á sjó, við hafnir eða
dvelja við leik og störf við ár eða vötn.
árangri geta sjómenn náð. Um
leið og þeir gera sér grein fyrir
hvað áhættumat og atvikaskrán-
ingar skipta miklu máli í forvörn-
um munum við sjá breytingarn-
ar,“ segir Hilmar.
Er það skylda fyrir alla sjómenn að
fara í skólann?
„Já, það ber öllum sjómönnum
skylda til að taka námskeið, svo-
kallað grunnnámskeið. Svo er
endurmenntun hjá öllum á fimm
ára fresti. Auk þess erum við með
sérhæfðari námskeið fyrir sjó-
menn sem þeir þurfa að taka hjá
okkur en það fer eftir því hvaða
hlutverki þeir gegna um borð og
hverskonar skipum þeir sigla á.
Við kennum eftir alþjóðlegum
stöðlum og gefum út skírteini sem
sjómenn geta notað á skipum um
allan heim,“ segir Hilmar.
Eru það helst minni bátar sem
lenda í vandræðum og sjóslysum nú
til dags?
„Það var eitthvað sem menn
óttuðust þegar strandveiðikerf-
ið var sett á að við myndum sjá
mikla aukningu hjá minni bátum.
Það var ekki alveg raunin, það
hafa auðvitað komið upp atvik
og meira að segja mjög alvarlega
atvik þar sem menn hafa meðal
annars verið að missa bátana nið-
ur, en þau eru sem betur fer ekki
mörg. Aftur vil ég leggja áherslu
á það að menn láti vinna áhættu-
Takmarkið mitt er það að sjá engin
slys til sjós og þeim árangri geta
sjómenn náð. Um leið og þeir gera sér
grein fyrir hvað áhættumat og atvika-
skráningar skipta miklu máli í forvörn-
um munum við sjá breytingarnar.
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnarskóla sjómanna, segir að
þegar vorið sé á næsta leiti sé mikilvægt
að slaka ekki á öryggismálum og gleyma
sér ekki í góða veðrinu.
Sjómenn verða að kunna að bregðast við því ef eldur kemur upp um borð í skipi
Reynt er að hafa
björgunaræf-
ingar sem raun-
verulegastar.
mat og sjái hvar sér hægt að gera
betur hjá sér og fara vel yfir allan
búnað og sannreyna að hann sé í
lagi. Skipið er og verður alltaf ör-
uggasta björgunartækið sem sjó-
maðurinn hefur en vélarvana skip
er ekki sérstaklega öruggt skip
lengur vegna þess að þá ráða sjó-
mennirnir ekki lengur för og það
er auðvitað enginn sem vill lenda
í þeirri aðstöðu,“ segir Hilmar.
Nú þegar vora tekur er eitthvað
sérstakt sem menn þurfa að huga
að þá?
„Við megum ekki gleyma unn-
um sigrum í öryggi sjómanna og
menn mega ekki verða værukærir
í þessum efnum. Heldur verðum
við stöðugt að halda áfram með
þessa vinnu og efla öryggi um
borð í skipunum hjá sér. Nóg er af
hættunum um borð í skipum og
við megum ekki sofna á verðin-
um. Nú þegar vorið er að koma
og sumarið er framundan verða
menn að passa sig að slaka ekki
á í öryggismálunum og gleyma
sér ekki í góða veðrinu,“ segir
Hilmar.
VIÐHALD
HÚSA
ÞANN 8. APRÍL
Gauti Skúlason | gauti@frettatiminn.is | 531 3300
4 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017ÖRYGGIÁVINNUSTÖÐUM