Fréttatíminn - 24.03.2017, Page 8

Fréttatíminn - 24.03.2017, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017 Tvöfalt heilbrigðiskerfi hefur orðið til í Svíþjóð samhliða aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem fólk er annars vegar tryggt í gegnum almannatryggingakerfið og svo hins vegar í gegnum einka­ rekin tryggingafyrirtæki. Sex pró­ sent Svía, um 640 þúsund manns, eru með heilbrigðistryggingu í gegnum einkafyrirtæki og hefur fjöldi þeirra nærri sjöfaldast frá ár­ inu 2000. Stór hluti þeirra sem eru Óttarr Proppé mun á næstu dögum tilkynna hvort hann samþykkir fyrsta einkarekna sjúkrahús Íslands sem fjármagn­ að verður af Sjúkratryggingum. Ísland horfir mikið til Svíþjóðar eftir fyrirmyndum um rekstur heilbrigðiskerfisins. Síðastliðin 20 ár hefur heilbrigðiskerfið þar þróast í átt að meiri einkarekstri í rekstri sjúkrahúsa, heilsugæslu­ stöðva og eins í sjúkratrygging­ um. Nú er svo komið að vinstri­ stjórn Stefans Löfvens vill draga úr þessari þróun þar sem hún feli í sér mismunun á grundvelli efnahags. Spurningin er hvernig heilbrigðiskerfi Ísland vill? Kerfi eins og er í Svíþjóð að kerfi þar sem ríkisrekstur er enn meiri? Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Tvöfalt heilbrigðiskerfi í Svíþjóð fyrir þá efnameiri og efnaminni sjúkratryggingu hjá einkaðilum en árið 2014, þegar stjórn hans fór frá, var þessi tala komin upp í tæplega 622 þúsund. Aukningin á sjúkra­ tryggingum í gegnum einkafyrir­ tæki hafði hafist í ríkisstjórnartíð Görans Perssons, formanns Sós­ íaldemókrata og forsætisráðherra á árunum 1996 til 2006, en aukn­ ingin á slíkum tryggingum varð enn meiri eftir að Reinfeldt tók við. Strax árið 2007 gerði ríkisstjórn Reinfeldts auk þess lagabreytingu sem gerði einkafyrirtækjum í heil­ brigðiskerfinu mögulegt að taka einstaklinga með sjúkratryggingu hjá einkafyrirtæki fram yfir þá sem voru með opinbera sjúkra­ tryggingu. Stefan Löfven beitti sér svo gegn þessari gerð sjúkratrygginga þegar hann var verkalýðsforkólfur hjá stéttarfélagi stáliðnaðarmanna IF Metall og sagði hann þá meðal annars að Reinfeldt vildi ýta undir að iðnaðarmenn keyptu sér sjúkra­ tryggingu hjá einkafyrirtækjum. Í kosningabaráttunni fyrir þing­ kosningarnar árið 2014 var eitt af loforðum Löfvens að hann myndi beita sér gegn einkavæðingu í heil­ brigðiskerfinu. „Það verða ekki fleiri einkasjúkrahús. Heilbrigð­ iskerfið er ekki markaður eins og hver annar og við verðum að sjá til þess að allir séu jafnir þegar heilbrigðisþjónusta er veitt og þeir sem mest þurfa á henni að halda fái hana. Við skulum ekki búa til þannig kerfi vegna þess að þegar við horfum til þess hvað kemur út úr því: ólíkir verðlistar, einka­ sjúkrahús og sjúkratryggingar hjá einkafyrirtækjum þá verður kom­ in upp staða þar sem heilbrigðis­ þjónusta verður ekki lengur veitt á grundvelli þess hver þarf á henni halda heldur eftir efnahag fólks.“ Klíníkin í Ármúla vill meðal annars fá að gera mjaðma­ skiptaaðgerðir, eins og verið er að gera á þessari mynd. Slíkar aðgerðir hafa um árabil verið gerðar í einkarekstri í Svíþjóð. Mynd | Shutterstock Einkarekstrarvæðing heilbrigðiskerfisins í Svíþjóð: 2006 2015 Sjúkratrygging hjá einkafyrirtæki 218.064 649.000 Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva 25 % 41,9 % Kaup þjónustu af einkareknum lækningafyrirtækjum 18 milljarðar SEK 39 milljarðar SEK EINKAVÆÐING HEILBRIGÐISKERFISINS „Heilbrigðiskerfið er ekki markaður eins og hver annar og við verðum að sjá til þess að allir séu jafnir þegar heilbrigðisþjónusta er veitt og þeir sem mest þurfa á henni að halda fái hana.“ Ákvörðunin sem Óttar Próppé heilbrigðisráðherra stendur nú frammi fyrir hefur mikið fordæmisgildi þar sem um er að ræða fyrsta einkarekna sjúkrahús Íslands. SVEFNSÓFAR Glæsilegir og vandaðir svefnsófar frá Ítalíu Áttu von á gestum? Suðurlandsbraut 24 554 6969 lur.is Calia Svefnsófi Natalie Calia Horn-Svefnsófi Calia Tungu-svefnsófiCalia Svefnstóll VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN með sjúkratryggingu hjá einkafyr­ irtæki er fólk úr hærri tekjuhópum samfélagsins þar sem um 72 pró­ sent þeirra fá sjúkratrygginguna í gegnum vinnuveitanda sinn. Mest hefur aukningin verið síðastliðin fimm ár eða 33 prósent á ári. Þrátt fyrir þetta er hins vegar einung­ is eitt prósent af kostnaðinum við sænska heilbrigðiskerfið greiddur af þessum sjúkratryggingum við einkafyrirtæki. Þetta kerfi hefur verið mjög umdeilt í Svíþjóð og skrifaði hag­ fræðingurinn John Lapidus, sem starfar við háskólann í Gautaborg, meðal annars síðla árs í fyrra að sjúkratryggingar frá einkafyrir­ tækjum myndu „hola“ sænska heilbrigðiskerfið að innan. Starfs­ maður hagsmunasamtaka í sænsku atvinnulífi, Svensk näringsliv sem líkja má við Viðskiptaráð á Íslandi, hefur svo meðal annars mótmælt þessari túlkun og sagt að sjúkra­ tryggingar hjá einkafyrirtækjum stytti biðtíma fólks með opinbera sjúkratryggingu. Sænska ríkistjórnin, sem er vinstri/miðju stjórn Sósíal demó­ krata og Græningja, vill reyna að breyta þessu fyrirkomulagi og vill tryggja jafnt aðgengi allra að heil­ brigðisþjónustu og ætlar að seta ný lög um heilbrigðiskerfið næsta sumar. Breytingar með hægri stjórn Eitt af því sem vekur athygli við þessa þróun í átt að tvöföldu heil­ brigðiskerfi í Svíþjóð er að stærstur hluti þeirra kerfisbreytinga sem ríkisstjórn Stefans Löfvens for­ sætisráðherra er nú að bregðast við átti sér stað í ríkisstjórnartíð hægri stjórnar Frederich Rein­ feldts úr flokki Moderaterna á ár­ unum 2006 til 2014. Ríkisstjórn Reinfeldts var nokk­ uð hægrisinnuð og gerði marg­ víslegar breytingar á sænsku samfélagi, meðal annars að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og selja ýmsar ríkiseignir, eins og fasteignafélög og apótek, til einka­ aðila. Þegar ríkisstjórn Reinfeldts tók við völdum árið 2006 voru rúmlega 218 þúsund manns með

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.