Fréttatíminn - 24.03.2017, Page 16
16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017
volundarhus.is · Sími 864-2400
GARÐHÚS 14,5 m²
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
RÝMINGARSALA
20% aukaafsláttur af öllum
GARÐHÚSUM
á meðan byrgðir endast
V
H
/1
6-
05
GARÐHÚS 4,7m²
44 mm bjálki / Tvöföld nótun
GARÐHÚS 4,4m²
GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs
GARÐHÚS 9,7m²
50% afsláttur
af flutningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustu-
stöðvar Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
· Allt á að seljast
· Fyrstur kemur fyrstur fær
· Ekki missa af þessu
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu
okkar volundarhus.is
og í síma 864-2400.
Guð er svört kona
„Það er mikilvægt að
finna sig í sínu áhuga-
máli í nýju landi.“
INNFLYTJANDINN
Yara Polana
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Pabbi átti gítar þegar ég var tíu ára en einhverra hluta vegna mátti ég ekki spila á hann. Svo lánaði hann frænda
mínum gítarinn og hann braut
hann. Þá varð ég alveg ákveðin í
að kaupa mér einn daginn minn
eigin rafmagnsgítar, sem ég gerði
þegar ég var fjórtán ára,“ segir
tónlistarkonan og hönnuðurinn
Yara Polana sem hefur búið hér á
landi í næstum fimm ár. „Þegar ég
var búin að æfa mig dálítið á gít-
arinn stofnaði ég metalband með
vinum mínum, sem voru samt
dálítið efins af því að ég var stelpa.
En svo heyrðu þeir mig spila og
ákváðu að það væri í lagi.“
Yara ólst upp í hafnarborginni
Maputo í Mosambique en hefur
ferðast mikið um allan heim síðan
hún var barn. „Pabbi er flugmað-
ur og mamma er sálfræðingur og
fjölskyldan okkar býr út um allan
heim. Ég ferðaðist mikið með
þeim en líka ein eða með bandinu
mínu,“ segir Yara sem hafði þó
aldrei komið til Norður-Evrópu
þegar hún hitti Íslending í Mosam-
bique sem hvatti hana til að læra
hönnun í Noregi.
„Ég hitti arkitektinn Dóra Gísla-
son í Mosambique, en hann er
því miður fallinn frá. Hann hvatti
mig til að koma til Noregs í nám,
þar sem hann var þá að kenna.
Ég var búin að ákveða að flytja til
Noregs en þá kom Andreas Breivik
fram á sjónarsviðið og ég ákvað að
fara frekar til Íslands,“ segir Yara
sem flutti til landsins árið 2012 og
útskrifaðist úr Listaháskólanum
þremur árum síðar. Útskriftaverk-
efnið hennar var bók sem kallast
Guð er svört kona. „Bókin byggir
á reynslu minni af því að alast upp
í margra milljóna fjölmenningar-
samfélagi en sagan sjálf er innblás-
in af mósambíska mæðraveldinu
Macua, sem hefur ekki fengið
mikla athygli og alls ekkert verið
teiknað fyrr.“
Meðfram náminu í Listaháskól-
anum vann Yara á sushistað en lík-
aði það alls ekki vel. „Það var mjög
illa borgað og mórallinn var ekki
góður, mikið um illa framkomu og
einelti. Svo langaði mig auðvitað til
að vinna við það sem ég lærði og er
því mjög glöð í dag,“ segir Yara sem
vinnur nú sem hönnuður. Auk þess
hefur hún stofnað sex hljómsveit-
ir meðfram námi og starfi. Í dag
eru hún í þremur grúppum, einu
reggí-bandi, einu afró-bandi og
einu metal-bandi. „Það er mikil-
vægt að finna sig í sínu áhugamáli í
nýju landi. Flestir vinir mínir eru
úr tónlistinni og mér finnst auð-
veldara að tengjast fólki í listum
því það er oftast opnara. Stund-
um finnst mér erfitt að vera
hluti af heildinni út af tungu-
málinu. Ég skil íslensku vel en
er bara svo rosalega feimin við
að tala hana.“
„Ég sé fram á að vera
hérna áfram því það sem
ég er að gera í tónlistinni og
vinirnir sem ég ef eignast hér
eru þess virði að halda í, þó
að ég sakni auðvitað stund-
um Mosambique. Ég sakna
samt ekki góða veðursins, ég fíla
kuldann og myrkrið. En ég sakna
fólksins þar, það eru allir svo fé-
lagslyndir þar. Maður þarf að hafa
dálítið meira fyrir hlutunum sem
innflytjandi svo stundum sakna ég
þess hvað lífið heima var auðvelt.“
Yara Polana hefur stofnað sex hljómsveitir frá
því hún flutti til Íslands fyrir fimm árum og
gefið út eina bók; Guð er svört kona.
Auk þess að vinna sem hönnuður er
Yara í þremur mjög ólíkum hljóm-
sveitum. Mynd | Heiða Helgadóttir