Fréttatíminn - 24.03.2017, Side 20
20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Ég er akkúrat að gefa hon-um að drekka,“ segir Sig-ríður Dögg Arnardótt-ir kynfræðingur glöð í bragði um leið og hún
opnar fyrir blaðamanni og býður
inn. Í fanginu er hún með hinn sjö
vikna Benjamín Leó sem kippir sér
lítið upp við gestinn og sýgur brjóst
móður sinnar af mikilli áfergju.
Fjölskyldan er nýflutt til Keflavík-
ur eftir að hafa gefist upp á húsnæð-
ismarkaðnum á höfuðborgarsvæð-
inu. Sigga Dögg er sjálf úr Keflavík og
þar fengu þau fína hæð sem rúmar
vel fimm manna fjölskyldu, ásamt
stórum bílskúr, í góðu hverfi, fyr-
ir svipað verð og tveggja herbergja
íbúð í Reykjavík. Hún viðurkennir
að þetta sé töluverð breyting og þau
eru enn að aðlagast, en fjölskyldunni
líður vel í nýju íbúðinni, það er stutt
í skóla og sundlaug, og foreldar
Siggu Daggar eru í næsta nágrenni.
Þessir þættir vega þungt á ánægju-
voginni.
Konur geta dáið af barnsförum
Hún leggur drenginn niður og tínir
til allskonar góðgæti úr eldhúsinu á
disk. Það er ekki að sjá á henni að
fyrir sjö vikum hafi hún verið við
dauðans dyr. Að henni hafi bókstaf-
lega blætt út í kjölfar þess að sonur-
inn var tekinn með keisaraskurði.
En þó að það sjáist ekki á henni er
hún mjög þreklítil og getur lítið ann-
að gert en að hugsa um Benjamín
litla á daginn.
„Ég legg mig á daginn en ég er
samt sofnuð klukkan átta á kvöldin.
Það er ótrúlega skrýtið. Ég missi
auðveldlega þráðinn og ég á ekkert
eftir þegar ég er búin að hugsa um
hann. Við erum svo miklar valkyrj-
ur hérna á Íslandi. Konur geta allt
og gera allt og ég er alveg með í því.
En við þrælum okkur stundum of
mikið út. Eins og þessi tilhneiging á
meðgöngu að vinna fram á síðasta
dag, svo uppteknar af því að vera
ekki með aumingjahátt því það er
ekki eins og óléttar konur séu veikar.
En það er staðreynd að konur geta
ennþá dáið af barnsförum. Og það
gerist. Þetta snýst alltof mikið um að
poppa krakkanum út klukkan fjög-
ur og að vera komin í gallabuxur
daginn eftir, en þetta eru heljarinn-
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
VILNÍUS Í LITHÁEN
Vilníus er eins og margar aðrar borgir í
Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir
því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins
1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco.
Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í
gamla bænum og gamli byggingastíllinn
blasir hvarvetna við.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
DÆMI UM BORGIR
Blæddi næstum út eftir keisaraskurð
Sigga Dögg eignaðist sitt þriðja barn á
dögunum, myndarlegan dreng sem var tekinn
með keisaraskurði. Hún hafði góða reynslu
af keisara og sá fyrir sér að vera komin á ról
strax sama dag. Það fór hins vegar ekki svo.
Erfiðleikar komu upp í aðgerðinni og bláæð
rofnaði. Illa gekk að stöðva blæðinguna og
missti hún í raun allt blóð úr líkamanum á
skurðarborðinu. Sjö vikum síðar hefur hún náð
ótrúlegum bata og drengurinn dafnar vel, en
það mun taka hana dágóðan tíma að jafna sig að
fullu. Hún lærir nú að taka því rólega og tekur
einn dag í einu með jákvæðnina að vopni.
ar átök og líkaminn þarf að jafna sig.
Bæði eftir meðgöngu og fæðingu,
hvernig sem hana ber að.”
Sigga Dögg gengur með Benja-
mín um gólf og klappar honum á
bakið. Hann á eftir að ropa og helst
kúka áður en hann leggur sig. Hún
býst við að það komi allt í gegn-
um bleyjuna enda er drengurinn á
sýklalyfjum sem fara ekki vel í mag-
ann. Hann greindist nýlega með
augnsýkingu og þurfti að liggja inni
á spítala. Siggu Dögg féllust eiginlega
alveg hendur þegar það kom upp.
Henni fannst nóg komið af veikind-
um og spítalalegu.
Missti fóstur tvisvar
Það hefur nefnilega mikið geng-
ið á síðasta rúma árið, eða allt frá
því hún og maðurinn hennar fóru
að hugsa um þriðja barnið. „Við
ákváðum að við vildum stækka fjöl-
skylduna, bæta við þriðja barninu.
Ég hugsaði þetta samt ekki þannig
að það yrðu bara þrjú börn og svo
væri þetta búið. Það voru allavega
þrjú í mínum huga. Maðurinn minn
var kannski ekki alveg á sama máli,”
segir Sigga Dögg og hlær, en þau
sættust á skoða möguleikann á fleiri
börnum síðar.
„Áður en ég varð ólétt af Benja-
mín missti ég tvisvar. Þá höfðum
við ákveðið að kæla þetta í nokkra
mánuði því það er svo mikið álag
fyrir líkamann missa fóstur tvisvar
á svona skömmum tíma. En líkam-
inn minn var ekki sammála því og
ég varð ófrísk aftur.”
Í desember var Sigga Dögg orðin
mjög lág í járni og ljósmóðirin henn-
ar setti hana á sterkan járnkúr ásamt
fleiri vítamínum, sem varð líklega
til þess að bjarga lífi hennar síð-
ar meir. Mælingarnar voru þannig
að ljósmóðirin skildi ekki hvern-
ig hún gæti yfir höfuð gengið eða
setið upprétt, hvað þá annað. Sigga
Dögg hafði vissulega fundið fyrir
einhverri þreytu en hélt það tengd-
ist bara meðgöngunni með eðlileg-
um hætti. Vítamínskammtinn tók
hún samviskusamlega inn út með-
gönguna, þangað til hún mætti í
keisaraskurð á tilsettum degi.
Fylgdist með blæðingunni á skjá
„Hérna í Keflavík er konum boð-
ið upp á fimm daga sængurlegu,
en ég var svo hress eftir keisarann
með dóttur mína, komin á fætur
nokkrum tímum síðar, laus við þvag-
legginn og búin að pissa, þannig ég
gerði ráð fyrir að það yrði allt eins
með þetta barn. Ég yrði bara kom-
in heim til mín seinni partinn og
eldri krakkarnir gætu komið heim
um kvöldið. Ég sá fyrir mér að vera
bara í notalegu fríi.“
En það er ekki sjálfgefið að allt
fari eins og gert er ráð fyrir, og
það fékk Sigga Dögg að reyna eft-
ir keisaraskurðinn. „Það gekk allt
vel og eðlilega fyrir sig framan af,
en það tók frekar langan tíma að
finna drenginn. Eitthvað sem tek-
ur yfirleitt mjög skamman tíma. Það
var mikill bjúgur í leginu og hann í
skrýtinni stellingu. En loksins kom
hann upp og ég fékk hann til mín.
Maðurinn minn var hjá mér og við
horfðum á alla aðgerðina á stórum
HD sjónvarpsskjá. Ég hélt aðeins
fyrir augun en manninum mínum
fannst þetta geðveikt. Innyflin voru
bara hífð upp úr mér og sett á mag-
ann á meðan barnið var sótt. Ég sá
hann því alveg þegar hann var hífð-
ur upp. Skjárinn snéri ennþá að okk-
ur þegar þau fóru að ganga frá mér,
nema að ég sá að það var endalaust
verið að taka nýjar tuskur og henda
blóðugum á gólfið. Þá náðu þau ekki
að stoppa blæðinguna.“
Sigga Dögg fann að hana byrj-
aði að sundla þar sem hún lá með
drenginn í fanginu og hún bað
manninn sinn að taka hann því hún
treysti sér ekki til að halda á honum.
Á þeim tímapunkti var kallaður til
nýr læknir, feðgarnir sendir fram og
hún svæfð með hraði.
„Það kom í ljós að var með mjög
blóðríka bláæð sem pumpaði og
pumpaði blóði og það var ekki hægt
sauma hana saman. Mér blæddi því
og blæddi og misst svo til allt blóð
úr líkamanum. En þeir urðu bara
að sauma mig saman og vona að allt
færi vel. Á tímabili var spurning um
hvort það þyrfti að fjarlægja úr mér
legið, en það kom ekki til þess.“
„Krakkinn skyldi fá broddinn“
Eftir aðgerðina var Siggu Dögg
haldið sofandi fram á kvöld og þegar
hún vaknaði vissi hún í raun ekki
hvað hafði gerst. Hún skildi ekki af
hverju það var komið kvöld eða hvar
barnið var, en krafðist þess við ljós-
móðurina að hún legðist á brjóstin
á henni og handmjólkaði hana.
„Krakkinn skyldi fá broddinn. Það
voru allir að reyna að útskýra fyr-
ir mér hvað hafði gerst en ég gat
Sigga Dögg telur
það skipta miklu
máli í batarferlinu
að vera jákvæð og
halda í húmorinn.
Myndir | Rut