Fréttatíminn - 24.03.2017, Page 22
22 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017
bara hugsað um mjólkina. „Mjólk
ið mig núna, ég vil sjá broddinn,“
sagði ég alveg brjáluð. Hún hamaðist
því á mér á meðan skurðlæknirinn
útskýrði fyrir mér hvað hafði gerst.“
Sigga Dögg krafðist þess líka að fá
að vita hvort hún gæti átt fleiri börn
en læknirinn var tregur til að svara
því á þeirri stundu. Þegar ljóst var
að frekari barneignir væru ekki ráð
lagðar kom sjokkið. „Ég var ekkert
að spá í að ég væri við dauðans dyr.
Það var sjokk að átta sig á stöðunni.
Að það væri búið að ákveða þetta
fyrir mig.“
Meðan hún var að melta fréttirn
ar hrakaði henni stöðugt og ljóst
var að hún næði ekki að jafna sig án
frekar inngripa. „Ég varð bjúgaðri og
bjúgaðri og mamma og pabbi fengu
sjokk þegar þau sáu mig. Ég var af
mynduð. Mér var ekkert að batna, ég
var ótrúlega verkjuð og fékk meira
morfín. Þegar ég var skoðuð frekar
kom í ljós meiri innvortis blæðing
þannig ég var send í sjúkrabíl með
hraði upp í Fossvog þar sem ég fór
í aðgerð til að brenna fyrir æðina.“
Fannst hún verða að kveðja alla
Sigga Dögg gerði sér enga grein fyrir
því alvarlegt ástandið var og skildi
ekki æsinginn, að drífa hana í að
gerð um kvöld, í stað þess að bíða til
morguns. „Þegar þetta var útskýrt
betur fyrir mér þá fékk ég hysteríu
kast. Fannst ég vera að deyja og að
ég yrði að kveðja alla. Ég hafði auð
vitað ekkert verið með son minn og
ég hugsaði að hann fengi ekkert að
borða, sem var auðvitað algjör vit
leysa.“
En að þeim orðum sögðum heyr
ist ánægjustuna frá syninum. Hann
er búinn að kúka í gegnum bleyj
una og gallann og mamman þarf að
skipta á öllu. Hún er reyndar bara
ánægð með það líka, enda reglulegar
hægðir alltaf gleðiefni í umönnun
ungbarna.
Sigga Dögg heldur áfram eftir
að hafa fært drenginn í ný föt. „Ég
reyndi að vera ógeðslega fyndin
við strákana í sjúkrabílnum og þeir
skrifuðu það eflaust á að ég væri svo
lyfjuð. En ég varð bara að halda í
húmorinn. Þetta var of dramatískt
og ég meikaði ekki að gráta.“
Eftir aðgerðina var hún ennþá
með það á heilanum að hún þyrfti
að mjólka sig svo sonurinn fengi
nú almennilega næringu og sendi
lækna og hjúkrunarfræðinga hlaup
andi út um allan spítala í leið að
brjóstapumpu. „Svo bað ég mömmu
um að keyra með mjólkina til hans
niður á Hringbraut. En daginn eftir
fékk ég að svo að setja hann aðeins
á brjóst. Ég missti auðvitað rosa
lega mikið blóð og var ennþá að fá
blóðgjöf, með blóðpokann hang
andi utan á mér, og það var búið
að segja við mig að ég ætti ekki að
búast við að mjólkin kæmi. Ég yrði
fyrst og fremst að einblína á sjálfa
mig, að ná mér eftir að hafa verið við
dauðans dyr. En ég hlustaði ekki. Á
brjóstið skyldi barnið fara. Ég stillti
vekjaraklukkuna í símanum mínum
á tveggja tíma fresti og lét hann á
brjóst. Það héldu allir að ég væri eitt
hvað klikkuð. En mér var alveg sama
hvernig aðrir gerðu hlutina, ég vildi
gera þetta svona. Ég var ekkert með
drenginn fyrsta sólarhringinn, ég
hafði enga stjórn á neinu, ekki einu
sinni mínum eigin líkama. Þetta var
það eina sem ég gat stjórnað og ég
fékk það gjörsamlega á heilann.“
Bjúguð með heftaða útstæða vömb
Næstu dagar á eftir fóru í hæga
endurhæfingu, en bara það að stíga
í fæturna í fyrsta skipti var ótrúlega
sársaukafullt. Þá var það stórt skref
þegar hún gat lyft fótunum sjálf.
„Svo var ég með sérstaka flautu
sem ég þurfti að flauta í á klukku
tíma fresti svo ég fengi ekki lungna
bólgu. Ég var alveg þar. Það kom
mér alltaf jafn mikið á óvart þegar
eitthvað var sagt við mig sem gaf til
kynna hversu veik ég var. Mér fannst
ég ekki vera svona veik. Þegar ég
mátti svo fara í fyrstu sturtuna þá
var búið að plasta mig alla svo hitt og
þetta blotnaði ekki. Það var risastór
Siggu Dögg finnst erfitt að hugsa til þess að hún geti ekki átt fleiri börn, en ætlar
að gera gott úr stöðunni og skipuleggja skemmtileg fjölskylduferðalög.
spegill inni á baði og þegar ég leit í
hann þá fannst mér eins og ég hefði
ekki fætt barnið. Í fyrsta lagi var
ég mjög bjúguð og í öðru lagi með
ógeðslega stóra og útstæða vömb
sem var öll saumuð og heftuð þvert
yfir,“ segir Sigga Dögg hlæjandi þar
sem hún situr með drenginn sinn
í fanginu og rifjar þetta upp. Hún
horfir aðdáunaraugum á hann og
kyssir hann létt á ennið.
„Maðurinn minn og ljósmóðirin
hjálpuðu mér í sturtunni, að þvo á
mér hárið og svona, þegar ljósmóð
irin fór fram þá sagði ég við hann:
„Spáðu í ef við værum bara á fullu
þegar hún kæmi aftur. Allt að ger
ast. Ég verð að halda uppi ákveðnu
orðspori og þau verða að halda þetta
um mig. Það yrði svo fyndið og þau
yrðu svo vandræðaleg.“ Þetta var
líka mín leið til að gera erfiðar að
stæður auðveldari. Að sjá sjálfa mig
svona í speglinum og að geta ekki
einu sinni staðið í sturtu.“
Járngjöfin bjargaði
Öll fjölskylda Siggu Daggar og vinir
lögðust á eitt að við að aðstoða hana
og passa upp á að hún færi sér ekki
of geyst. „En það kom öllum á óvart
hvað ég hresstist fljótt og þegar ég
sagði læknunum frá ofur vítamín
skammtinum sem ég tók síðustu
mánuði meðgöngunnar, þá töldu
þeir það hafa átt stóran þátt í því að
líkaminn brást svona vel við þess
um mikla blóðmissi. Það var eins og
ég hefði ómeðvitað verið að undir
búa undir að lenda í einhverjum
herlegheitum. Ég get ekki ímyndað
mér hvernig þetta hefði farið ef ljós
móðirin mín ekki fylgst svona með
járninu. Þá hefði ég farið inn í þetta
ótrúlega járn og þreklítil.”
Hún telur að jákvæðni og húmor
hafi líka átt sinn þátt í því hve fljótt
hún komst á ról eftir aðgerðina. „Ég
hefði alveg getað snúið mér á hina
hliðina, farið að gráta og þótt allt
ómögulegt. Verið sannfærð um að
ég gæti ekki gefið brjóst og að allt
væri ónýtt því hann hefði fengið
þurrmjólk. Það að vera svona fók
useruð á brjóstagjöfina bjargaði mér
líka. Ég hafði eitthvert verkefni.”
Það er þó ljóst að það mun taka
Siggu Dögg dágóðan tíma að jafna
sig og ná upp þreki. „Mér var sagt
að ég yrði þreytt og þreklítil og að
legið í mér þyrfti að fá hvíld. Mér
var sagt að ég yrði að taka því ró
lega. Ég hef aldrei tekið því rólega
og hef þurft að læra það. Það er
mjög skrýtið.“
Jákvæð Pollýanna
Sigga Dögg veit í raun varla hvort
hún er búin að átta sig á því hve
hætt hún var komin. Enda finnst
henni það ekki skipta öllu máli. Hún
er hvorki búin að lesa fæðingar né
sjúkraskýrsluna sína en gerir það
kannski síðar. „Við erum svolítið
þannig að það sem er búið er bara
búið. Við höldum áfram og veltum
okkur ekki of mikið upp einhverju
sem gagnast ekki. En það er við
kvæmur blettur að ég megi ekki eiga
fleiri börn, samkvæmt læknisráði.
Að sama skapi er ágætt að vita að
barneignarferlinu sé lokið og þá get
um við skipulagt okkur í samræmi
við það. Okkur langar að fara í svo
mörg stór fjölskylduferðalög og við
höfum alltaf verið dugleg að ferðast
með börnin. Þau hanga bara utan
á okkur eða eru í kerru. Þannig við
ætlum bara að taka þetta á jákvæðn
inni frekar en að syrgja eitthvað sem
yrði kannski eða kannski ekki.“
Sigga Dögg er vön að taka lífinu
ekki of alvarlega og ætlar sér að
halda því áfram. „Ég er ótrúlega
mikil Pollýanna og reyni alltaf að
líta á björtu hliðarnar á hlutunum.
Við Pollýönnurnar skautum vissu
lega svolítið um yfir hlutina og fegr
um þá, en fyrir vikið verður lífið oft
bærilegra þegar eitthvað kemur upp
á. Ég sé engan tilgang með því að
hugsa of mikið um að ég hafi næst
um því dáið. Ég á yndislegan dreng
sem tekur brjóst. Ég veit reyndar
ekki hvernig ég væri ef brjóstagjöfin
hefði ekki gengið upp. Þá væri ég ef
laust að drekka rauðvín núna,“ seg
ir hún og skellir uppúr. „En þegar
svona gerist þá verður maður ótrú
lega þakklátur fyrir það sem maður
á. Lífið er í raun mjög hverfult og ég
hef reynt að temja mér þá hugsun.
Ég hugsa oft um hvað ég er hepp
in, sérstaklega þegar ég heyri um
það sem aðrir glíma við. Ég er mik
ill skemmtanastjóri og þarf alltaf að
hafa eitthvað í gangi. Mér finnst svo
gaman að vera til. En veikindi trufla
mig svolítið í þessu. Að vera föst
heima vegna veikinda er eitthvað
sem ég kann ekki alveg,“ segir hún
og huggar Benjamín sem er orðinn
órólegur. Hann þarf að fara að fá að
drekka.
„Mér finnst þetta allt pínu óraun
verulegt, eins og ég sé að segja sögu
einhvers annars. Ég man samt alveg
eftir spítaladvölinni. En að hafa ver
ið á þessum stað er mjög óraunveru
legt og ég upplifi alvarleikann miklu
meira í gegnum aðra.“ Bæjarhraun 14, sími 560 2000 / gaman.is / gaman@gaman.is
Gaman ferðir bjóða upp á borgarferðir allan ársins hring
til allra áfangastaða WOW air. Gríðarlegt úrval hótela frá
þremur upp í fimm stjörnu lúxushótel. Þú velur þína borg,
flugdaga og hótel og við pökkum þessu saman fyrir þig.
Þetta verður Gaman!
GAMAN Í
BORGARFERÐ!
LYON
Radison Blu Lyon ****
42.900 kr.
16.-19. júní ‘17
BRIGHTON
Jury’s inn Brighton ***
45.900 kr.
27.-30. apríl ‘17
14.-17. apríl ‘17
6.-9. apríl ‘17
66.900 kr.
66.900 kr.
Frá
Frá
Frá
Frá
EDINBORG
Mercure Edinborg Haymarket ****
27.-30. apríl ‘17
69.900 kr.Frá
BERLÍN
Holiday Inn Alexanderplatz ****
PARÍS
Pullmann Montparnasse ****