Fréttatíminn - 24.03.2017, Page 24

Fréttatíminn - 24.03.2017, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Horfast í augu við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sál- fræðingur hjá Kvíðameðferðarstöð- inni, segir flesta sem leita sér hjálp- ar geta sigrast á kvíðanum. Hún telur hugræna atferlismeðferð ár- angursríkustu leiðina til langs tíma. „Mér finnst hugræn atferlismeðferð vera besta leiðin til að kveða niður kvíða. Þá lærir þú leiðir til að tækla kvíðann sjálfur og það er aðferð sem þú getur alltaf gripið til og verður ekki frá þér tekin aftur. Þá lærir þú hvernig kvíðinn virkar og hvernig hægt er að rjúfa vítahringinn sem honum fylgir.“ Sóley Dröfn segir kvíðnu fólki alls ekki að örvænta því líkur á að ná ár- angri í vinnu með kvíða, séu miklar. „Næstum allir sem leita sér hjálpar og gera eitthvað í málunum, ná að sigr- ast á sínum kvíða.“ Hjá Kvíðameðferðarstöðinni teikni þau upp með skjólstæðingum sín- um hvernig vítahringurinn liggur og kenni svo fólki að rjúfa hann svo kvíð- inn minnki. „Við mælum með því að fólk horf- ist í augu við það sem það óttast og mæti því sem gerir það kvíðið, í stað þess að víkja sér undan því. Sá sem er hræddur við hunda, forðast hunda. Sá sem er hræddur við að koma við borðfleti af ótta við sýkla, getur veigrað sér við því að koma við borð. Slík viðbrögð viðhalda kvíðanum. Þegar fólk er orðið of kvíðið, þá er það með hugmyndir um að hlutirnir séu hættulegri en þeir eru í raun og veru. Ef þú óttast sýkla svo mikið að þú forðast að koma við borðfleti, þá kemstu heldur ekki að því að þú lifir alveg af þó þú komir við þá. Við mælum með því að fólk geri sem mest af því sem veldur því kvíða. Ef þú ert kvíðinn fyrir því að halda fyrirlestur, þá er gott að þjálfa sig upp með því að halda nokkra fyrir- lestra og þannig yfirvinna kvíðann. Ef það veldur þér kvíða að vera í Kringlunni, þá mælum við með því að þú farir þangað og sért þar í dágóðan tíma, eða þar til kvíðinn hefur minnk- að um það bil helming. Ef þú hræðist lyftur skaltu reyna að komast í lyftu og fara upp og niður margoft, og fara ekki úr aðstæðunum fyrr en kvíð- inn hefur minnkað. Fólk getur þurft aðstoð við þetta. Til dæmis sá sem kvíðir því að halda fyrirlestur, hann þarf ekkert að demba sér í halda fyr- irlestur í beinni útsendingu fyrir mörg hundruð manns. Hann getur hins- vegar fikrað sig áfram, byrjað smátt og æft sig fyrir framan minni hóp þar til kvíðinn hefur minnkað. Það er ekki endilega málið að trylla sig úr kvíða eða búast við lækningu við það að hoppa út í djúpu laugina. Með hugrænni atferlismeðferð fær fólk aðstoð við að gera þetta í hæfilegum skrefum.“ Sóley segir að um það bil þriðji hver einstaklingur fái kvíðaröskun einhverntíma á ævinni. „Kvíðarask- anir geta verið ótrúlega þrálátar ef ekkert er að gert.“ Áttu önnur ráð til að ná bata? „Ef kvíðinn er vægur og ekki orðinn að verulegu vandamáli, þá hjálpa nokkrir sjálfsagðir hlutir eins og regluleg hreyfing, hollt matarræði, slökun og hugleiðsla. Virða 8-8 regluna, átta tíma svefn, átta tíma vinna, átta tíma frístund. Sumir verða kvíðnir því þeir eru einfaldlega að fást við alltof margt. Þeim ráðleggjum við að draga úr álagi, leggja frá sér farsíma og skjátæki og minnka áreiti. Einnig er gott að velta fyrir sér hvað það er sem þeir óttast. Oftast er gott að gera þveröfugt við það sem kvíð- inn kallar á.“ Hafdís Hauksdóttir gerði sér ný- lega grein fyrir því að hún hefur verið kvíðin í mörg ár. Nú er hún að vinna í að ráða niðurlögum kvíðans og segir það hjálpa sér að fara út úr húsi, mæta þangað sem hún á að mæta og ráðast í verkin. Hreyfing og slökun sé líka góð. „Ég hef unnið mikið í kvíðanum og finnst það mjög gott. Ég er ný- búin að átta mig á því að ég hafi verið kvíðin í mörg ár. Hann hefur verið eins og stanslaus ólga inni í mér sem lýsir sér eins og óeirð eða fiðrildi í öllum líkamanum. Þessu fylgir hraður hjartsláttur líka þó að ég sé ekkert að reyna á mig. Þetta er óöryggi sem getur hellst yfir mig af ýmsum ástæðum.“ Hafdís segir að það sé ekkert eitt sem geri hana kvíðna en ófyrirsjá- anlegir hlutir ýti undir vanlíðan. „Ef mér er skyndilega boðið í mat, Kvíði er vaxandi samfélagsvandamál. Þriðji hver Íslendingur fær kvíðaröskun einhvern tímann á ævinni. Þeir sem hafa upplifað kvíða segja bestu leiðina til að ná stjórn á honum vera hugræna atferlismeðferð og að ganga inn í þær aðstæður sem vekja mestan ótta. Fréttatíminn spurði þrjá kvíðna einstaklinga hvað þeim þykir árangursríkast í að vinna gegn kvíða. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sóley Dröfn Stefánsdóttir segir mik- ilvægt að gera þveröfugt við það sem kvíðinn kallar á. Mynd | Hari Vaða í hlutina og hreyfa sig. Gerðu öfugt við það sem kvíðinn segir þér þá kemur upp í mér einhverskonar óöryggi, þó að mig langi alveg til að fara. Allskonar ófyrirsjáanleiki getur komið mér úr jafnvægi. Ef yfirmaður minn kallar mig inn til sín og vill ræða við mig, þá býst ég alltaf við því versta. Ég efast mikið um sjálfa mig og mér líður betur ef ég fæ fyrirvara á hlutina. Ef ég vakna á morgnana og það er allt í óreiðu, til dæmis í eldhúsinu, þá get ég ekki sest niður og borð- að morgunmat nema allt sé orðið fínt. Allskonar óreiða getur valdið mér kvíða. Þar með er ég ekki að segja að allt sé í toppstandi heima en ég er sífellt að leita að einhverju öryggi.“ Hún segist hafa leitað með kvíð- ann til heimilislæknis sem hafi lagt það til að hún færi á lyf. „Ég hef alltaf verið tortryggin á lyf en ákvað samt að prófa þau og hef verið á þeim í eitt og hálft ár. Ég hef það viðhorf að ég geti þá alltaf hætt á þeim. Ég finn að ólgan hef- ur aðeins minnkað en samt hellist óöryggið yfir mig við óvæntar að- stæður.“ Hvað hefur þér þótt árangursríkast gegn kvíða? „Í mínu tilviki hefur það verið að hafa nóg að gera. Að fara út fyrir dyrnar, það hjálpar hell- ing. Ég er mjög virk og tek að mér mörg verk- efni og mér f innst það h a f a gó ð áhrif á kvíð- ann að mæta þangað sem ég á að mæta. Vaða í h lut ina. Mér hættir stundum til að loka mig af. Þess vegna hefur það hjálpað mér, eftir að ég byrj- aði að vinna hjá Össurri, að vera í Hafdís Hauksdóttir segir það hafa góð áhrif á kvíðann að fara út úr húsi og vaða í verkin. Hreyfing skipti líka miklu máli. miklum samskiptum við fólk. Ég er alveg sannfærð um að það að vera teymisvinnu hafi gert helling fyr- ir mig. Auðvitað hafa lyfin hjálpað til, en það er ekki nóg að taka bara pillur, það þarf líka að takast á við vandann.“ Hafdís segir að hreyfing hafi mjög góð áhrif á líðan hennar. „Ég reyni að fara reglulega í jóga og það er ótrúlegt hvað það hjálp- ar mikið. Ég gleymi aldrei fyrsta jógatímanum og hvað mér leið vel í slökuninni í lok tímans. Svo stakk heimilislæknirinn minn uppá að ég færi í hugræna atferlismeðferð sem boðið er uppá á heilsugæslunni í Efstaleiti. Ég hélt að það væri rán- dýr meðferð en það er ekki þannig. Þarna er hægt að fara í sex skipti og það kostar 1200 krónur í hvert sinn. Sem er ekki mikið miðað við hver ávinningurinn er.“ „Allskonar óreiða getur valdið mér kvíða. Þar með er ég ekki að segja að allt sé í toppstandi heima en ég er sífellt að leita að einhverju öryggi.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.