Ljósið - 13.03.1908, Síða 3
LJÓSIÐ
51
náð og miskunsemi hins eilifa, trúfasta föður við oss
synduga orma.
En hafðu nú opin eyrun, Hallgrímur biskup, og
bannaðu ekki þjónum þínum, prestunum, að ransaka
N)rja testamentið, ekki síður en það gamla.
Hver og hvernig er sá gleðiboðskapur, erþiðþjón-
ar kirkjunnai: viljið að menn og konur trúi, sem eilíf-
um sannleika, sér til huggunar og lífernisbetrunar fyrir
sig og börn sín?
Af því að þér, Hallgrímur biskup, og prestum þín-
um, er svo tamt að þegja — já, steinþegja, þegar al-
varleg spursmál eru borin upp fyrir ykkur, sem al-
þýðan á íslandi befði gott af að heyra skynsamleg svör
frá, guðfróðu vitringunum, þá hlýt eg að gera ykkur
öllum þann greiða, að sína blessuðu fólkinu, sem þið
hafið blekt með kenningarbulli ykkar, hvað gleðiboð-
skapurinn er fagur og vel með hann farið af ykkur
lærðu mönnunum, sem mest gumið af kærleika og for-
sjón föðursins á himnum.
Taki allir lesendur »Ljóssins« vel eftir miskunn og
kærleika löðursins við sinn eingetna son.
Innihald og aðalkjarni gleðiboðskaparins ef þessi
— eftir kenningu presta vorra —, að góður faðir á
himnum hafi sent öllum heimi, n. 1. öllum þjóðum,
sem á jörðunni hafa búið og munu á henni búa, —
góðan, réttlátan son, þann eina er faðirinn átti og hann
sem góður íaðir gat haft á velþókun. — Þennan rjett-
láta góða son lætur réttláti faðirinn á himnum grimma
og óréttláta menn kvelja til dauða — fyrir augum sér
á sinni fótskör —. Því jörðin segja fróðir prestar sé
fótskör þess almáttuga, kærleiksríka föðurs.
Eg leyfi mér að hrópa upp og dæma að slík
kenning um föður allrar miskunar sé alls ekki kristi-
leg, miklu fremur Ijót, röng og djöulleg, — ómögulegt
að blóðfórnar kenningin sé nokkuð annað en argasta
villumannakenning.
Blóðfórnarkennigin er líka í algerðri mótsögn við
lögmál það, er Gyðingar áttu á steintöíluro sínum.