Fréttablaðið - 02.02.2018, Qupperneq 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 |
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 512 5439 ,
Sólveig ólst upp í Breið-holtinu, yngsta barn foreldra sinna Jóns Múla Árnasonar
og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur.
„Við bjuggum í verkamanna-
bústöðum í Breiðholti meðan það
kerfi var enn þá við lýði og fólk
hafði aðgang að tryggu húsnæði
þó það hefði ekki háar tekjur.“
Þegar Sólveig var ellefu ára flutti
fjölskyldan í Fossvoginn. „Þar
datt ég inn í frábæran vinahóp,
eignaðist fimmtán vinkonur sem
fóru saman í Réttó og halda enn
þá mjög nánum tengslum, erum
með saumaklúbb og stöndum þétt
saman.“ Sólveig viðurkennir að
hafa ekki verið þægasta barnið
í hverfinu. „Mamma segir að ég
hafi verið óráðþægið barn, sem er
falleg aðferð til að segja að ég hafi
verið óþekk. Eða, ég var kannski
ekki óþekk heldur vildi ég bara
gera það sem ég vildi gera. Það
var til dæmis reynt að setja mig
í tónlistarnám en ég var alveg
harðákveðin í því að ég vildi ekki
æfa mig svo þau gáfust bara upp.
En auðvitað var mikil tónlist alltaf
heima, pabbi náttúrlega þessi
mikli djassunnandi og heimili
okkar alþýðumenningarheimili.
Foreldrar mínir unnu bæði á
ríkisútvarpinu og þótti mjög vænt
um vinnustaðinn sinn og svo voru
þau líka bæði mjög pólitísk. Oft
var ekkert annað rætt heima en
pólitík.“ Á heimilinu var ekki bara
rætt um innanlandspólitík heldur
voru alþjóðamálin líka ofarlega á
baugi og þessar umræður skiluðu
sér í lítil eyru. „Ég var útsjónar-
samur krakki sem lærði snemma
að lesa og gekk um með bók því
ef ég var alltaf með bók þá var
ég ekki beðin að gera neitt. Mér
fannst leiðinlegt í skólanum sem
skilaði sér í einkunnum en það
má segja að ég sé „heimaskóluð“
því ég tók inn það sem var rætt á
heimilinu.“
Sólveig segist hafa átt mjög
hamingjuríka bernsku. „En
unglingsárin reyndust mér
erfið. Ég þjáðist af þunglyndi og
miklum kvíða og flosnaði upp
úr námi og fór að vinna í ýmsum
láglaunastörfum. Ég varð þeirrar
miklu gæfu aðnjótandi að eignast
son minn, Jón Múla, þegar ég var
tuttugu og eins árs og þá loksins
upplifði ég frið og ró og fann
að ég var komin á réttan stað.
Stuttu seinna eignaðist ég svo
dóttur mína, Guðnýju Margréti,
og þegar ég var 25 ára fluttum
við fjölskyldan til Minnesota í
Bandaríkjunum þar sem maður-
inn minn fór í nám. Þar vorum
við í átta ár og ég var heima
með börnin bróðurpartinn af
þeim tíma en fór svo að vinna
í kjörbúð og kynntist fólki sem
í Bandaríkjunum kallast „the
working poor“, sárafátækt fólk
sem stritar myrkranna á milli en
hefur samt ekki efni á því að hita
húsin sín í vetrarhörkunum.“
Kynntust kreppunni
á eigin skinni
Fjölskyldan flutti heim sum-
arið 2008 og beint inn í hrunið.
„Maðurinn minn missti vinnuna
fljótlega eftir að við komum heim
og við tók mjög erfiður tími.
Hann reyndi að snapa sér einhver
verkefni, ég vann á leikskóla og
tekjurnar voru mjög rýrar. Eina
ástæðan fyrir því að við flúðum
ekki land eins og svo margir í
okkar stöðu var sú að við tókum
að okkur að passa hús fyrir ætt-
ingja og það bjargaði okkur í
nokkur ár meðan ástandið var
svona slæmt. Þannig að við kynnt-
umst kreppunni á eigin skinni.
En þó þetta hafi verið erfiður tími
var hann líka skemmtilegur og
lærdómsríkur því þarna dembdi
ég mér út í aktívisma og var á fullu
í mörg ár að berjast á ýmsum víg-
stöðvum fyrir betra samfélagi.“
Kvíðin í greiðslumat
Sólveig hefur lengi verið hugsi
yfir hlutskipti láglaunafólks á
Íslandi. „Árið 2013 fattaði ég að
ég tilheyrði hópi sem enginn var
að berjast fyrir. Ég hef alltaf verið
sósíalisti og femínisti og trúi því
að efnahagslegt réttlæti fyrir
konur sé mjög mikilvægt. Ég hef
verið inni á kvennavinnustað með
konum sem prjónuðu lopapeysur
í öllum pásum til að selja svo þær
gætu rekið heimili, konum sem
unnu fulla vinnu í umönnunar-
störfum, skúruðu svo og tóku
síðan strætó heim til sín til að
vinna vinnuna sem bíður þar. Og
mér fannst að einhver þyrfti að
fara að benda á þetta. Sérstaklega
þar sem ég upplifi að ástandið
versnar þrátt fyrir góðæri, það
verða til meiri og stærri samfélags-
leg vandamál og það er ekki mark-
visst farið í að leysa þau heldur er
ástandinu leyft að versna.“
Hún nefnir sem dæmi stöðuna
á húsnæðismarkaðinum. „Fyrir
nokkrum árum keyptum við
okkur íbúð í gömlu húsi með
aðstoð frá foreldrum okkar
og gríðarlega mikilli vinnu og
fórnum. Ég hef aldrei verið jafn
stressuð á ævinni og þegar við
vorum að bíða eftir greiðslumat-
inu því ég var farin að hafa á til-
finningunni að það væri bara ekki
pláss fyrir okkur í íslensku sam-
félagi. En við stóðumst greiðslu-
matið og í kjölfar þess fékk ég mér
aðra vinnu og maðurinn minn
vinnur sjö daga vikunnar. Sem
betur fer eru börnin okkar orðin
stór því ég get ekki ímyndað mér
að það sé hægt að reka fjölskyldu
með svona mikilli vinnu. Dvölin í
Bandaríkjunum sýndi mér hvernig
ástandið getur orðið ef ekki er
tekið í taumana og mér finnst við
stefna hratt þangað.“
Rödd láglaunafólks
Sólveig leiðir nú framboðslista til
forystu í stéttarfélaginu Eflingu.
„Ég var mjög lengi að taka þessa
ákvörðun og fór vel yfir hvað í
henni fólst. En rödd láglaunafólks
hefur verið þögul allt of lengi
og það er kominn tími til að við
látum í okkur heyra.“ Og stuðn-
ingurinn hefur ekki látið á sér
standa. „Við á listanum upplifum
svo fáránlega mikinn stuðning
að það er ótrúlegt. Það rignir yfir
okkur stuðningskveðjum frá fólki
sem bindur vonir við að þetta geti
borið árangur. Það er greinilegt
að láglaunafólk vill ekki lengur
axla ábyrgðina á því að allt sé
með kyrrum kjörum án þess að
fá réttlátan skerf af kökunni. Með
því að virkja baráttuandann er allt
hægt!“
Sólveig Anna lærði snemma að lesa og gekk alltaf um með bók og heimili hennar ber þess merki. MYND/EYÞÓR
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Framhald af forsíðu ➛
Sólveig ásamt foreldrum sínum, Jóni Múla Árnasyni og Ragnheiði Ástu
Pétursdóttur, á baráttufundi á áttunda áratugnum.
Lágmark 10 manns.
Nánari upplýsingar á sjavarbarinn.is
fyrir hópa
Frábærar veislur
Grandagarði 9 - Sími 517 3131 - sjavarbarinn.is
Lambalæri bernaise og lambakótelettur 3.600 kr.
Þorramatur og heit og köld sviðaveisla 3.600 kr.
Siginn fiskur og saltfiskur með hömsum 2.900 kr.
Sjávarréttasúpa, smáréttir, salatbar og viðeigandi
meðlæti, kaffi og hjónbandssæla innifalið
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . F E B R ÚA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
0
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
2
-3
D
4
8
1
E
E
2
-3
C
0
C
1
E
E
2
-3
A
D
0
1
E
E
2
-3
9
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K