Fréttablaðið - 02.02.2018, Side 36

Fréttablaðið - 02.02.2018, Side 36
2. febrúar 2018 Tónlist Hvað? Bæjarlistamaður býður til tónleika á Safnanótt Hvenær? 21.00 Hvar? Salurinn, Kópavogi Bæjarlistamaður Kópavogs, Sig- tryggur Baldursson, lætur að sér kveða á Vetrarhátíð í Kópavogi. Á Safnanótt, bjóða þeir Jón Ólafs- son til tónleika í Salnum þar sem farið er yfir litríkan feril bæjarlista- mannsins. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og eru klukkustundar langir. Hvað? Sycamore Tree Hvenær? 21.00 Hvar? Skyrgerðin, Hveragerði Sycamore Tree heldur tónleika í Skyrgerðinni, Hveragerði í kvöld. Ásamt því að spila efni af plötu sinni Shelter mun hljómsveitin einnig spila nýtt efni. Viðburðir Hvað? Club Romantica Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Rithöfundurinn og sviðslistamaður- inn Friðgeir Einarsson hefur undir höndum nokkur myndaalbúm frá konu sem hann hefur aldrei hitt og hefur engin tengsl við. Í máli og myndum ætlar hann að segja sögu þessarar konu og hins fólksins á myndunum. „Club Romantica“ er listrænn fyrirlestur sem fjallar um söfnun og sköpun minninga. Sýningin er verk í vinnslu. Hvað? Gylfi Aðalsteinsson: Vestur- lönd þarfnast hugleiðslu segja vísindin Hvenær? 20.00 Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfsstræti Opið öllum áhugasömum. Hvað? Háskaleikar í Grófinni á Safnanótt Hvenær? 18.00 Hvar? Borgarbókasafnið í Grófinni Í Grófinni hafa kynjaverur og vættir fundið sér íverustað í öllum krókum og kimum safnsins. Á Safnanótt vakna þær til lífsins og fara á kreik þegar dimma tekur. Kjarkmiklum krökkum er boðið að koma og taka þátt í háskaleikunum, fara um húsið og takast á við voða- legar áskoranir. Í lokin fá öll börn verðlaun fyrir áræðni og kjark. Frá kl. 21-23 verður hægt að fara í kol- dimmt karókí þar sem hægt verður að velja úr 17 þúsund lögum. Hvað? Dagskrá á Kjarvalsstöðum í tilefni Safnanætur Hvenær? 18.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Meðal viðburða verða skemmtilegir fjölskylduleikir tengdir sýningunum Myrkraverk og Líðandin – la durée. Fræðslufulltrúi Listasafns Reykja- víkur segir sýningargestum frá ein- stökum verkum á sýningum safns- ins. Gestum boðið að skoða lista- verkageymslur í kjallara safnsins – skráning á staðnum, takmarkaður aðgangur. Spennandi leiðsögn með vasaljósum um sýninguna Myrkra- verk – fólk er hvatt til að koma með vasaljós, einnig hægt að fá að láni. Tónleikar með Tríói Reykjavíkur. Svartmálms hljómsveitin NYIÞ leikur fyrir gesti. Hljómsveitin er skipuð fjórum persónum sem koma fram nafnlausar og óþekkjanlegar í svörtum klæðum. Hvað? Dagskrá á Hafnarhúsi í tilefni Safnanætur Hvenær? 18.00 Hvar? Hafnarhúsið Í Hafnarhúsi verður fjölskyldu- leikur tengdur sýningunni Stór- Ísland, fræðslufulltrúi ræðir við gesti, leiðsögn um Stór-Ísland og fleiri sýningar. Gestum boðið að skoða listaverkageymslur safnsins, skráning á staðnum, takmarkaður aðgangur. Hvað? Safnanótt í Þjóðminjasafni Hvenær? 18.00 Hvar? Þjóðminjasafnið Sævar Helgi Bragason skoðar stjörnur og segir frá rötun. Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til. Í tilefni ljósmynda- sýningarinnar Langa blokkin í Efra-Breiðholtinu stýrir Lóa Hjálm- týsdóttir, rithöfundur og mynd- listarkona, upplestri í Myndasal. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Mag- dalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Hvað? Safnanótt í Safnahúsinu Hvenær? 19.00 Hvar? Safnahúsið Seyðfirska listahátíðin List í ljósi mun í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur varpa verkinu Ekkó (Echo) á Safnahúsið. Nemendur á framhaldsbraut klassíska listdans- skólans ferðast dansandi um rými Safnahússins með innblástur dreg- inn úr verkum Pinu Bausch sem þau hafa leikið með á ólíkan hátt og útfært fyrir rými Safnahússins. Sér- fræðingar frá söfnunum, sem eiga verk á sýningunni Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu eru við á sýningunni á milli kl. 20 og 21 og spjalla við gesti um valda sýningarhluta. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmunds- son koma fram. Sýningar Hvað? Sýningaropnun – Innrás I, Guðmundur Thoroddsen Hvenær? 17.00 Hvar? Ásmundarsafn Guðmundur hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramik og viði. Síðar um kvöldið, klukkan 20.00, segir Guðmundur frá innrás sinni í sýninguna List fyrir fólkið og svo mun Ólöf Kristín Sigurðardóttir sýningarstjóri vera með leiðsögn um þá sömu sýningu en hún spannar allan feril Ásmund- ar Sveinssonar. Hvað? Sýningaropnun - Korriró og dillidó Hvenær? 18.00 Hvar? Listasafn Íslands Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu með óljósum hætti í hugskoti þjóðarinnar í rökkri bað- stofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is Sigtryggur Baldursson, bæjarlistamaður Kópavogs, kemur fram í Salnum í tilefni Safnanætur. fréttaBlaðið/gva HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Groundhog Day......10:00, 12:00, 14:00, 16:00, 18:00, 20:00, 22:00 Þýskir dagar: Beuys ENG SUB 17:45 Þýskir dagar: In The Fade ENG SUB 17:45 The Sound Of Music singalong 20:00 Þýskir dagar: In Times Of Fading Light ENG SUB 20:00 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 4, 6 Sýnd kl. 3.50, 6 Sýnd kl. 10.15Sýnd kl. 8Sýnd kl. 9 Sýnd kl. 5 ÓDÝRT Í BÍÓ TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA. ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU. ÁLFABAKKA WINCHESTER KL. 5:50 - 8 - 10:10 WINCHESTER VIP KL. 5:50 - 8 - 10:10 DEN OF THIEVES KL. 5:40 - 8:30 - 10:30 THE POST KL. 8 ÆVINTÝRI Í UNDIRDJÚPUM ÍSL TAL KL. 5:50 DOWNSIZING KL. 10:30 FATHER FIGURES KL. 8 STAR WARS 2D KL. 5:20 - 8:30 WONDER KL. 5:40 WINCHESTER KL. 5:40 - 8 - 10:20 DARKEST HOUR KL. 5:20 - 8 - 10:40 MAZE RUNNER KL. 7:50 - 10:40 THE POST KL. 8 - 10:30 STAR WARS 2D KL. 5 THE GREATEST SHOWMAN KL. 5:30 EGILSHÖLL DARKEST HOUR KL. 5 - 7:40 - 10:20 DEN OF THIEVES KL. 7:30 - 10:20 THE POST KL. 5 - 6:30 - 9 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI WINCHESTER KL. 8 - 10:35 DARKEST HOUR KL. 8 DEN OF THIEVES KL. 10:10 THE POST KL. 5:30 ÆVINTÝRI Í UNDIRDJÚPUM ÍSL TAL KL. 5:50 AKUREYRI WINCHESTER KL. 8 - 10:30 MOLLY’S GAME KL. 7:40 LÓI KL. 5:40 MAZE RUNNER KL. 10:10 PADDINGTON 2 ÍSL TAL KL. 5:40 KEFLAVÍK Meryl Streep og Tom Hanks í nýrri stórmynd frá Steven Spielberg Sýnd með íslensku tali 2 BESTA MYNDIN BESTA LEIKKONAN -MERYL STREEP óskars- tilnefningar KAUPTU BÍÓMIÐANN Í SAMBÍÓ APPINU Gerard Butler O’Shea Jackson Jr. 50 Cent  THE WRAP Helen Mirren Jason Clarke Byggð á sannri sögu Hörkuspennandi spennuhrollvekja um eitt mesta draugahús Bandaríkjanna 6 Þ.Á.M. BESTA MYNDIN BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI óskars- tilnefningar  WASHINGTON POST  ROGEREBERT.COM Gary Oldman 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f Ö S T U D a G U r28 m e n n i n G ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 2 -2 9 8 8 1 E E 2 -2 8 4 C 1 E E 2 -2 7 1 0 1 E E 2 -2 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.