Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 14
2 Ísumar verða 40 ár liðin frá þvíað Keflavík vann sinn fyrstameistaratitil í knattspyrnu og hyggjast Keflvíkingar minnast þeirra tímamóta þegar þeir taka á móti KR í fyrsta heimaleik sumars- ins. Á þessum tímamótum er rétt að líta um öxl og rifja upp atburði þessa sumars. Íþróttabandalag Keflavíkur, ÍBK, var sett á laggirnar árið 1956 að frum- kvæði ýmissa manna sem vildu gera íþróttum hærra undir höfði hér á Suð- urnesjum, en fram að því hafði verið lítið um skipulagða íþróttastarfsemi. Frá upphafi var áherslan á knattspyr- nuna og sérstaklega yngri flokka fél- agsins og var starfið byggt í kringum þá. Skýr stefna var mörkuð þar sem stefnt var á að Íslandsmeistaratitillinn yrði í höfn eftir 10 ár. Slík markmið þóttu mörgum bera vott um óhóflega bjartsýni, en eins og talnaglöggir les- endur hafa eflaust ályktað, gerðu þeir gott betur og skiluðu titlinum til Kefla- víkur eftir aðeins átta ár. Sumarið 1963 komst ÍBK upp í fyrstu deild í annað sinn, eftir heldur enda- sleppa viðkomu nokkrum árum áður, og voru nú komnir til að vera. Það sumar voru kornungir strákar úr yngri flokkum félagsins áberandi í liðinu og fóru vaxandi sem leikmenn og sem lið allt sumarið. Magnús Torfason, sem spilaði um árabil með liðinu, minnist þess að undir lok sumarsins 1963 hafi liðið verið orðið það sam- stillt og vel spi- landi að engan hafi þurft að undra afrek næsta sum- ars. Sumarið 1964 voru strákarnir sem höfðu verið aldir upp í yngri flokkum félagsins, þar á meðal menn eins og Rúnar Júlíusson, Karl Hermannsson, fyrrnefndur Magnús Torfason, Jón Jó- hannsson farnir leika á alls oddi. Þar léku þeir við hlið eldri og reyndari kappa eins og fyrirliðans Högna Gunn- laugssonar og Sigurðar Albertssonar, sem voru þó ekki orðnir þrítugir, og áttu eftir að gera garðinn frægan á knattspyrnuvöllum hér á landi og er- lendis á næsta áratug ásamt mörgum öðrum liðsfélögum sínum. Þetta ár höfðu Keflvíkingar einnig fengið til sín þjálfara í allra fremstu röð. Hann hét Óli B. Jónsson og hafði áður stjórnað bæði KR og Val til meistaratitla. Þegar fyrirliðinn Högni rifjar upp vel- gengni þessa árs leggur hann áherslu á þátt þjálfarans í meistaratitlinum. „Við vorum náttúrulega með besta þjálfara landsins og það hefur skipt sköpum, en fyrir utan það bar flestum saman um að við værum með besta mannskapinn í deildinni.” Magnús segist alltaf muna hve mikill meðbyr hafi verið með liðinu frá bæj- arbúum sem studdu sitt lið af bestu getu. „Þetta er nú yfirleitt þannig með lið sem eru að ná á toppinn í fyrsta skipti að allur bærinn flykkist að baki þeim. Þannig var ástatt með okkur þetta sumar, en þegar fram liðu stundir og framhald varð á velgengninni fór fólk að taka henni sem gefnum hlut og bjóst ekki við neinu nema sigri.” Keflvíkingar voru á góðri siglingu alla leiktíðina 1964, en úrslitin réðust í leik við KR á haustdögum. Leikurinn fór fram sunnudaginn 20. september á Njarðvíkurvelli í blíðskaparveðri og ríkti mikil spenna í bænum þar sem Keflvíkingum nægði jafntefli í leikn- um til að tryggja meistaratitilinn, en KR þurftu að vinna til að eygja von um titilinn. Allir sem vettlingi gátu valdið mættu á völlinn og var talið að áhorfendur hafi verið um fimm þús- und, enda flýtti sóknarpresturinn mess- unni þennan dag til að enginn missti af neinu og bátar lágu bundnir við bryg- gju. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti en varnarmenn KR voru vandanum vaxnir, enda reynsluboltar eins og Hörður og Bjarni Felixsynir kjölfestan þar. Allan fyrri hálfleikinn var mikil pressa að marki gestanna en ekki ætlaði bolt- inn inn. Í upphafi seinni hálfleiks dró þó til tíðinda og lýsir fréttamaður Morgunblaðsins atburðarásinni þann- ig: „Sigurður [Albertsson] lék upp með knöttinn, gaf út á vinstri kant til Karls Hermannssonar. Karl lék á varn- armann KR og gaf síðan inn á vítateig- inn, en þar kom Rúnar Júlíusson brun- andi eins og skeiðhestur með makkann flagsandi og afgreiddi knöttinn í net- ið.” Staðan var því orðin 1-0 og vænleg fyrir Keflvíkinga, en KR sóttu í sig veðrið. Ellert Schram jafnaði metin með löngu skoti eftir sannkallaða orrahríð að markinu sem hélt áfram allt til leiksloka, en allt kom fyrir ekki. ÍBK hafði tryggt sér Íslandsmeistara- titilinn í fyrsta sinn og markaði þar með upphaf „Gullaldarliðs” Keflavíkur sem vann fjóra meistaratitla, bikar- meistaratitil og var reglulegur þátttak- andi í Evrópukeppnum næsta áratug- inn eða svo. Rúnar brunaði eins og skeið- hestur með makkann flaksandi og skoraði markið sem færði Keflavík meistaratitilinn Íslandsmeistaratitillinn í fyrsta skipti til Keflavíkur eftir sigur Keflavíkur á KR: Myndir frá gamla tímanum í þessari „Leikskrá“ eru fengnar úr bókinni „Mörk og sætir sigrar“ eftir Sigmund O. Steinarsson, núverandi íþróttaritstjóra Morgunblaðsins. Einnig er stuðst við texta úr bókinni og „Meistarablaði Keflavíkur“ sem kom út 1984. Rúnar Júlíusson skorar hér mark Keflvíkinga. Hann sendi knöttinn fram hjá Heimi Guðjónssyni , markverði og í fjærhornið á grasvellinum í Njarðvík. KEF LEIKSKRA tilbuin 18.5.2004 14:50 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.