Víkurfréttir - 06.04.2017, Qupperneq 1
„Það er jákvætt að Alþingi skuli taka
þetta mál upp. Það sýnir að lætin í
okkur hafa skilað sér,“ sagði Dagný
Halla Ágústsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ
í gær, eftir fund Umhverfis- og sam-
göngunefndar Alþingis um mengun
frá United Silicon. Á fundinum voru
málefni kísilverksmiðjunnar rædd frá
ýmsum hliðum og sátu fyrir svörum
nefndarinnar þau Björt Ólafsdóttir,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
Helgi Þórhallsson, forstjóri United
Silicon, Sigrún Ágústsdóttir, sviðs-
stjóri hjá Umhverfisstofnun, Þórólfur
Júlían Dagsson, fulltrúi íbúa og Frið-
jón Einarsson, formaður bæjarráðs
Reykjanesbæjar.
Kísilverksmiðjan tók til starfa um
miðjan nóvember síðastliðinn og
síðan þá hafa íbúar í næsta nágrenni
sumir hverjir fundið fyrir óþægindum
í öndunarvegi vegna mengunar. Þór-
ólfur Júlían sagði á fundinum að ljóst
væri að svæðið henti engan veginn
undir stóriðju. Keflavíkurflugvöllur sé
í næsta nágrenni, fjöldinn allur af bíla-
leigum og gríðarleg bílaumferð um
Reykjanesbraut. „Við viljum að verk-
smiðjunni verði lokað. Mér heyrist
fólk hérna gera sér grein fyrir því að
hér hafa verið gert risastór mistök,“
sagði Þórólfur á fundinum.
Á næstunni mun óháður aðili gera
verkfræðilega úttekt á rekstri og
hönnun verksmiðjunnar. Að sögn
Helga Þórhallssonar, forstjóra United
Silicon, tekur um eitt til tvö ár fyrir
rekstur verksmiðju sem þessarar að
komast í réttan farveg. Nú er beðið
eftir nýrri síu sem minnka á lyktar-
mengun og vonast Helgi til að hún
komi innan tveggja til þriggja mánaða.
Verksmiðjan er staðsett rúmlega kíló-
metra frá íbúabyggð og var nálægðin
rædd á fundinum í gær. Í máli Sigrún-
ar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Um-
hverfisstofnun kom fram að í reglum
um hollustuvernd segir að íbúasvæði
skuli ekki vera innan þynningarsvæðis
en slíkt er ekki skilgreint í kringum
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
• fimmtudagurinn 6. apríl 2017 • 14. tölublað • 38. árgangur
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali
Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala
Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala
studlaberg@studlaberg.is studlaberg.is
Berjast næst í bókasafninu!
■ Keflvíkingar lögðu stjörnum prýtt lið Íslandsmeistara KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deildar-
innar í körfubolta karla. Hér sjást þrír af lykilmönnum Keflvíkinga í baráttunni í öðrum leik liðanna í TM höllinni
eða Sláturhúsinu í Keflavík sl. mánudag, Magnús Már Traustason reynir skot. Stuðningsmenn Keflvíkinga hafa látið
heyra í sér svo um munar og trommað og sungið allan leikinn og meira að segja eftir leiki í úrslitakeppninni. Það
hefur hjálpað bítlabæjarliðinu. Þeir munu þó þurfa að láta sönginn duga annað kvöld þegar þeir mæta í Vesturbæinn
í þriðja leikinn gegn KR. Íþróttahúsið þar hefur fengið viðurnefnið „Bókasafnið“ því þar má ekki tromma eða slá takt
í auglýsingaspjöld. Grindvíkingar eru í góðum málum gegn Stjörnunni og í gærkvöldi var þriðji leikur kvennaliðs
Keflavíkur gegn Skallagrími í undanúrslitum kvenna. Nánar á bls. 23. VF-mynd/pket.
Ekki meiri
stóriðja í
Helguvík
●● Bæjarstjórn●
Reykjanesbæjar●
bannar●frekari●
mengandi●starfsemi
■ Bæjarstjórn Reykjane sbæjar sam-
þykkti á fundi sínum í gær að banna
frekari mengandi stóriðnað í sveita-
félaginu. Samþykkt var nýtt aðal-
skipulag þar sem gerðar eru tals-
verðar breytingar á iðnaðarsvæðinu
við Helguvík.
„Við höfum stigið það skref að minnka
þetta verulega og læra kannski af
reynslunni, við hefðum kannski átt
að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón
Einarsson formaður bæjarráðs á fundi
Umhverfis- og samgöngunefndar Al-
þingis um málefni United Silicon í
morgun.
Nú þegar hafa þrjú fyrirtæki fengið
leyfi til stóriðju á svæðinu. Auk kísil-
verksmiðju United silicon þá er fyrir-
hugað að Thorsil reisi samskonar
verksmiðju í Helguvík. Norðurál
hefur svo leyfi fyrir álveri sem talið er
ólíklegt að muni taka til starfa.
Fjarlægja annan
hvern staur við
Reykjanesbraut
■ Vegagerðin vinnur nú að því að
fjarlægja annan hvern ljósastaur
við Reykjanesbraut en slökkt hefur
verið á þeim undanfarin ár. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Vegagerð-
inni verða ljósastaurar við gatna-
mót ekki fjarlægðir. Þá hefur verið
ákveðið byrja á því næsta sumar að
skipta út þeim staurum sem eftir
verða og setja upp aðra betri, vott-
aða staura.
Nálægð við íbúabyggð
umhugsunarefni
●● Umhverfisráðherra●segir●áhyggjuefni●að●mengun●í●Helguvík●muni●væntanlega●
aukast●með●fleiri●verksmiðjum● Umhverfis-●og●samgöngunefnd●Alþingis●
fundaði●um●mengun●frá●United●Silicon
kísilverksmiðjuna. Þynningarsvæði
þýðir að mengun má fara yfir mörk.
Sigrún sagði návígið við íbúabyggð
umhugsunarefni. „Þetta var áhyggju-
efni í ferlinu og það var bent á það.
Þetta er eitthvað fyrir okkur að hugsa
um,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir,
umhverfisráðherra, tók undir með
Sigrúnu og sagði fulla ástæðu til að
endurskoða reglur um fjarlægð á
milli stóriðjusvæða og íbúabyggða.
„Væntanlega mun íbúabyggðin stækka
og mengun aukast á svæðinu enda eru
uppi áform um fleiri verksmiðjur þar.
Þetta er því gríðarlegt áhyggjuefni,“
sagði umhverfisráðherra.
Frá fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær. Frá hægri á myndinni
má sjá Helga Þórhallsson, forstjóra United Silicon, Sigrúnu Ágústsdóttur, sviðs-
stjóra hjá Umhverfisstofnun, Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra,
Friðjón Einarsson, formann bæjarráðs Reykjanesbæjar og Þórólf Júlían Dagsson,
fulltrúa íbúa. VF-mynd/dagnyhulda