Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2017, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 06.04.2017, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR Á næstunni mun fara af stað verk- efni sem stuðlar að bættri heilsu eldri borgara á Suðurnesjum. Verkefnið er í samstarfi við dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing og lektor við Háskóla Íslands. „Stjórnendur Reykjanesbæjar voru hrifnir af þessari hugmynd og köll- uðu eftir frekari útfærslu sem nú er að verða að veruleika. Fjölgun í eldri aldurshópum kallar á nýjar útfærslur sem leysa geta ákveðinn vanda í ört fjölgandi samfélagi hinna eldri. Verk- efnið er fyrirbyggjandi heilsuefling,“ segir Janus, en verkefnið er fyrir fólk 65 ára og eldri. Markmið þess snýr að skipulagðri heilsurækt svo eldri einstaklingar geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu, geti komið í veg fyrir eða seinkað innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili og eigi möguleika á því að starfa lengur á vinnumarkaði. Janus segir ávinninginn geta orðið gríðarlegan. „Það sem sérstaklega vantar í tenglum við líkamlega virkni hinna eldri er aukin styrktarþjálfun, en hún kemur í veg fyrir hægfara vöðvarýrnun. Hún hittir okkur öll þegar við eldumst og ansi kröftug- lega, ef við spyrnum ekki við fótum. Markmiðið er að kenna fólkinu ýmsar aðferðir til að það geti séð um sig sjálft samhliða því að finna æfingar sem henta hverjum og einum til að byggja upp eða viðhalda sinni heilsu.“ Þátttakendum verður boðið að taka þátt í verkefninu endurgjaldslaust. „Verkefnið fékk styrk frá Uppbygg- ingarsjóði Suðurnesja auk þess sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur sýnt því áhuga að vera okkur innan handar með mælingar og ráðgjöf. Þá er það einnig mikilvægt að vita hvernig æskilegt sé að næra sig sam- hliða þjálfun, því styrktaræfingar skila sér ekki nægilega vel ef æskileg nær- ing er ekki til staðar. Við munum fá næringarfræðing með fyrirlestur og öldrunarlækni til að skoða lyf og lyfja- notkun en margir hinna eldri eru á blóðþrýstings- og hjartalyfjum og slík lyf gefa haft áhrif á hjartsláttinn við þjálfun,“ segir hann. Mælt er með 30 mínútna hreyfingu alla daga vikunnar og styrktarþjálfun að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku. Þá er hvatt til hóflegrar notk- unar á salti, sykri, gosdrykkjum og sætindum og mælt með fjölbreyttri næringu. Þátttakendum verður boðið upp á ýmsar mælingar í upphafi og síðan á 6 mánaða fresti. Þetta eru meðal ann- ars afkastagetumælingar, hreyfifærni- mælingar og mælingar á líkamssam- setningu. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Velferðarsvið Reykjanesbæjar og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og yf- irumsjón með þjálfunni, í samstarfi við Janus, hefur Ingvi Guðmundsson, BS-íþróttafræðingur og meistaranemi við Háskóla Íslands. Janus hvetur fólk til þess að mæta á kynningarfund á Nesvöllum í Reykja- nesbæ þriðjudaginn 18. apríl næst- komandi kl. 20 og fá frekari upplýs- ingar um verkefnið. „Þetta er fram- tíðin að bættri heilsu hinna eldri, þetta er það sem koma skal innan sveitar- félaga,“ segir Janus. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðstjóri Vel- ferðarsviðs Reykjanesbæjar, er bjart- sýn fyrir verkefninu. „Við viljum öll halda heilsu út ævina og geta verið sjálfbjarga þegar við eldumst. Til að geta það þurfum við meðal annars að huga að hreyfingu og næringu og það er aldrei of seint að byrja. Það er von okkar, sem stöndum að verkefninu, að við séum að mæta eftirspurn þeirra aldurshópa sem eru að komast á þriðja æviskeiðið. Markmið þeirra sem að verkefninu koma er að aðstoða þátt- takendur við að gera æviskeiðið að tíma til þess að njóta, við góða heilsu, virkir og hamingjusamir. Til þess er leikurinn gerður.“ Heilsueflingarátak fyrir eldri borgara ●● Styrktarþjálfun●nauðsynleg●til●þess●að●koma●í●veg●fyrir●hægfara●vöðvarýrnun DEILISKIPULAG AUGLÝSING um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. mars 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipu- lagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir  iðnaðarsvæði við Vogabraut þar sem lóðirnar við Heiðar- holt 2, 2a og 4 eru sameinaðar í eina lóð, Heiðarholt 2. Stærð sameinaðar lóðar er 6.728 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsinga. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með fimtudeginum 6. apríl 2017 til og með fimtudeginum 18. maí 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga,  www.vogar.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@ vogar.is fyrir 18. maí 2017 fh. Bæjarstjórnar Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri AÐALFUNDUR Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, mánudaginn 10. apríl nk. kl. 20:00. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja. ATVINNA SBK ehf óskar eftir að ráða til sumarafleysinga bifreiðastjóra við akstur á hópferðabílum fyrirtækisins sem og aksturs strætó milli Keflavíkur og Reykjavíkur Hæfniskröfur: Rútupróf Dugnaður og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Áhugasamir sendi umsókn á sbk@sbk.is og til að fá frekari upplýsingar. SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009 sbk@sbk.is · sbk.is Hefst með samkomu Skírdag 13. apríl kl. 20.00 Föstudaginn langa kl. 20.00. Samkoma Páskadag kl. 11.00. Samkoma Að þessu sinni fáum við syngjandi fjölskyldu frá Færeyjum í heimsókn. Þannig að það verður mikill og góður söngur. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Páskamót Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík Janus Guðalaugsson og Hera Ósk Einarsdóttir frá Reykjanesbæ. VF-mynd/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.