Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2017, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.04.2017, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur aug- lýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Málefni kísilvera í Helguvík hafa vissulega verið mál málanna í Reykjanesbæ að undanförnu og náði nýjum hæðum í vikunni þegar Alþingi boðaði til fundar um stöðu mála. Þar kom reyndar fátt nýtt fram en eftir fundinn sögðu tveir aðilar í viðtali við fréttamann VF (sjáið viðtal á vf.is) sem staðið hafa í framlínu þeirra sem mótmælt hafa starfsemi kísilvers United Silicon að þrýstingur íbúa hafi skilað sér og náð eyrum alþingismanna. „Það er jákvætt að Alþingi taki þetta mál upp. Það sýnir að lætin í okkur hafa skilað sér,“ segir Dagný Halla Ágústsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ en hún sat fundinn ásamt Þórólfi Júlían Dagssyni fyrir hönd íbúa. Þó svo það hafi verið mikill meirihluti sem var sammála stóriðju í Helguvík í skoðanakönnun sem gerð var fyrir um það bil ári síðan er ljóst að stuðningsmönnum stóriðju þar eða í bæjarfélaginu, hefur fækkað mikið. Og líka í bæjar- stjórninni því hún samþykkti í vikunni að það yrði ekki samþykkt frekari stóriðja í Helguvík á þeirra vakt. „Við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon. Annað sem hefur gerst er að þessi ógangur, ef svo má segja, í starfsemi United Silicon, hefur m.a. haft áhrif á fjárfesta og þá sér í lagi forráðamenn stórra lífeyrissjóða sem höfðu ákveðið í fyrra að setja verulega peninga í Thorsil kísilverið. Þeir hiksta núna og sagt er að fjármögnun verksmiðjunnar sé komin á byrjunarreit. Það gæti líklega þýtt að bygging hennar sé í hættu. Það hefur komið fram í umræðum um málefni í Helguvík að það sé erfitt að stoppa af mál sem hafa verið samþykkt í bæjarstjórn og íbúar hafi skellt skollaeyrum við í undirbúningnum, eins og gerðist greinilega í stóriðjumálum Helguvíkur. Þó seint sé, er þó ljóst að rödd íbúa hefur áhrif. Þetta ætti líka að vera lærdómur í því og bæjarbúar verða að vera á tánum þegar stærri mál koma upp og leitað er eftir áliti þeirra á þeim. En úr kísilþrasi í skemmtilegri mál. Fréttamenn Víkurfrétta eru stöð- ugt á þeysingi og í blaði vikunnar er skemmtilegt viðtal við ungan mann úr Njarðvík, Arnar Stefánsson, en hann gerði sér lítið fyrir og tók upp myndskeið á símann sinn allt árið 2016, reyndar ekki nema 2 sekúndur á dag af hinum og þessum viðburðum en úr varð magnað myndband. Þetta er skemmtilegt mál í mannlífinu á Suðurnesjum og við sýnum þetta líka í Suðurnesjamagasíni vikunnar. En hann er ekki eini ungi maðurinn í sviðsljósinu hjá okkur því við spjöllum líka við Ellert Björn Ómarsson, ungan Keflvíking, sem lærði húsasmíði en skellti sér svo í arkitektúr til viðbótar. Það ku vera ansi skemmtilegt kombó. Margt fleira áhugavert í miðlum VF í vikunni en við biðjum fólk endilega að benda okkur á hin margvíslegu mál sem eiga heima þar. RÖDD FÓLKSINS HEFUR ÁHRIF RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suður- nesja 14. mars síðastliðinn. Þátt- takendur voru 119 úr öllum grunn- skólum á Suðurnesjum. Nemendur mættu í FS klukkan 14:30 og fengu pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan klukkan 15:00 og stóð til 16:30. Ragnheiður Gunnarsdóttir stærð- fræðikennari sem hafði umsjón með keppninni eins og undanfarin ár. Verðlaunaafhendingin fór síðan fram fimmtudaginn 30. mars. Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt for- eldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viður- kenningarskjal. Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu verð- launin. Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 krónur, fyrir annað sætið 15.000 krónur og 10.000 krónur fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafiskan vasareikni frá Verk- fræðistofu Suðurnesja. Flensborgarskólinn hélt fyrst stærð- fræðikeppnir fyrir grunnskólanema vorið 1996 og síðan hafa fleiri fram- haldsskólar bæst við. Tveir háskóla- nemar í stærðfræði sömdu dæmin sem voru lögð voru fyrir í keppninni. Tilgangurinn með keppninni er að auka samstarf við grunnskólana og efla áhuga nemenda á stærðfræði. Verðlaunahafar í Stærðfræðikeppni grunnskólanna við verðlaunaafhendingu. Verðlaun veitt í Stærðfræðikeppni grunnskólanna ●● Tilgangur●keppninnar●meðal●annars●að●efla●áhuga●nemenda●á●stærðfræði Í 8. bekk voru eftirtaldir í þremur efstu sætum en þar voru þátttakendur 56. 1. sæti var Stefán Ingi Víðisson, Heiðarskóla 2. sæti var Eyþór Ingi Einarsson, Gerðaskóla 3. sæti var Alexander Viðar Garðarsson, Myllubakkaskóla Í 9. bekk voru eftirtaldir í þremur efstu sætum en þar voru þátttakendur 38. Jafnar í 1. til 2. sæti voru systurnar Guðbjörg Viðja Péturs- dóttir og Sigurbjörg Erla Péturs- dóttir úr Stóru-Vogaskóla 3. sæti var Birgitta Rós Ásgrímsdóttir, Heiðarskóla Í 10. bekk voru eftirtaldir í efstu sætum en þar voru þátttakendur 25. 1. sæti var Glóey Hannah, Holtaskóla. 2. sæti var Ólafur Þór Gunnarsson, Holtaskóla 3. sæti var Bergur Daði Ágústsson, Heiðarskóla Tíndu rusl á skólalóðinni ■ Þrír ungir drengir í 4.bekk Heiðarskóla tóku sig til og tíndu rusl á skólalóðinni í hádegisfrímínútum í síðustu viku. Þeim þótti ruslið á lóðinni vera orðið alltof mikið og vildu gera eitthvað í málinu. Þeir fengu ruslapoka, brettu upp ermar og gengu vaskir til verks. Verst þótti þeim hve mikið er af tyggjóklessum á stéttunum í kringum skólann. Þeir héldu ruslatínslunni áfram daginn eftir og þá bættust fleiri nemendur í hópinn. Eimskip eykur þjónustugetu sína í Helguvíkurhöfn ■ Eimskip hefur bætt þjónustugetu sína svo um munar í Helguvíkurhöfn. Með Lagarfossi kom á dögunum 132 tonna þjónustutæki sem er sérlega afkastamikið við að ferma og afferma vörur og farma við krefjandi aðstæður. Framleiðandi tækisins er Sennebogen í Þýskalandi og er þetta fyrsta tæki sinnar tegundar á Íslandi. Á meðfylgjandi mynd sést stærð tækisins vel.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.