Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2017, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 06.04.2017, Blaðsíða 19
19fimmtudagur 6. apríl 2017 VÍKURFRÉTTIR SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Sviðslistaverk um lífsgæði og lífsgildi Skírdag 13. apríl KEFLAVÍK Miðasölusíminn er 421-2540 Opið frá sólarupprás til sólarlags Enginn aðgangseyrir@sidastakvoldmaltid Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.SMÁAUGLÝSINGAR WWW.VF.IS Óskast Vantar herbergi til leigu, er reglusamur og 100% greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 691 1989, Valur Til sölu Dekk til sölu. Sumardekk lítið notuð á felgum, undan Kía Sport Sorento. Upplýsingar í síma 848-3422.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja- nesbær - laus störf. AKURSKÓLI VINNUSKÓLI HÁALEITISSKÓLI UMHVERFISSVIÐ HEIÐARSKÓLI HEIMILI FATLAÐS FÓLKS VINNUSKÓLI NJARÐVÍKURSKÓLI AKURSKÓLI HÁALEITISSKÓLI AKURSKÓLI FJÁRMÁLASVIÐ SUNDMIÐSTÖÐ LYNGMÓI Deildarstjóri yfir starfsstöð Störf í garðyrkjuhópi Textílmennt- hlutastarf Skipulagsfulltrúi Kennarar Umönnunarstörf Sumarstörf, 9. og 10. bekkur Kennarar Umsjónarmaður Frístundaskóla Kennarar Starfsmaður í mötuneyti Sérfræðingur í launadeild Starfsmaður á vaktir Sumarstarf VIÐBURÐIR FARSÆL EFRI ÁR Í REYKJANESBÆ Framtíðarþing um farsæl efri ár í Reykjanesbæ verður haldið á Nesvöllum í dag, 6. apríl kl. 15-18 með fyrirkomulagi þjóð- fundar. Umræður um öldrunarmál; væntingar, viðhorf og hug- myndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á veitingar. STORY TIME IN ENGLISH On Saturday, April the 8th, the Reykjanesbær library will be hosting Story Time in English. At 11:30 Ko-Lee will be reading a short shildren´s story; Frog and Toad are friends. Special offer for children at Ráðhúskaffi. Everyone is welcome. LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á NESVÖLLUM Spilabingó og tónlist á Léttum föstudegi á Nesvöllum 7. apríl kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir. Leikritin Partýland og Vinsæld voru frumsýnd á árshátíð elsta stigs Grunn- skóla Grindavíkur síðastliðinn þriðju- dag. Nemendur í 7.- 8. bekkjum sýndu leikritið Partýland í leikstjórn Aldísar Davíðsdóttur og nemendur í 9.-10. bekk sýndu leikritið Vinsæld eftir Pálmar Guðmundsson í leikstjórn höfundar. Víkurfréttir fengu að fylgj- ast með generalprufum leikritanna. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að taka svona verkefni að mér. Rauði þráðurinn í leikritinu er vinátta og það að vera vinsæll og hvort það sé eitthvað sem skipti máli. Krökkunum finnst þetta fyndið og hafa verið mjög áhugasöm og dugleg,“ segir Pálmar, leikstjóri og höfundur Vinsældar. Aldís, leikstjóri og höfundur Partý- lands, segir boðskap verksins vera þann að sama hvaða höft séu sett á mann, þá vilji maður samt hafa frelsi til þess að velja sjálfur. „Þetta er búið að vera merkilega stutt æfingaferli. Einhverjar þrjár vikur og örfáir tímar fyrir það. Þau eru búin að vera alveg á haus. En krakkarnir eru svo skapandi og gefandi. Þetta er búið að vera mjög góð samvinna.“ Sýning fyrir almenning var í gær, miðvikudag og í dag fimmtudaginn klukkan 20:00, þar sem bæjarbúum gefst tækifæri á að sjá sýningarnar. Fjallað er um málið í Suðurnesjama- gasíni Sjónvarps Víkurfrétta í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Síðasta kvöldmáltíðin er sviðslista- verk í formi gönguferðar undir list- rænni stjórn Steinunnar Knútsdóttur, Rebekku Ingimundardóttur og Halls Ingólfssonar. Verkið leiðir áhorfandann, einn í einu, til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að sam- félagslegum álitamálum. Það er eins konar ratleikur hugleiðinga eða upp- lifunarganga sem býður gestum að sjá sína eigin sögu og eiga fund við sjálfa sig í gegnum áleitnar spurningar og frásagnir annarra. Gestir bóka sig á tíma og mæta einir í gönguferð þar sem á vegi þeirra verða spurningar, vangaveltur, hugvekjur og brot úr frá- sögnum af lífi og gildum annarra. Verkið verður flutt á fjórum stöðum á Íslandi á Skírdag, 13. apríl 2017: Á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og í Keflavík. Opið öllum endurgjaldslaust frá sólar- upprás til sólarlags. Hver ganga er kortlögð í kringum sögu og andrúmsloft hvers staðar fyrir sig og unnin upp úr viðtölum við íbúa. Þá er framkvæmdin í nánu sam- starfi við íbúa í hverju byggðarlagi þar sem hún er flutt. Í Keflavík er Síðasta kvöldmáltíðin í nánu samstarfi við Leikfélag Keflavíkur sem sér um fram- kvæmd verksins. Markmið verkefnisins er að kafa ofan í lífsgildi fólks á svæðum þar sem er atgervisflótti eða aðrar sviptingar, já- kvæðar sem og neikvæðar - eftir því hvernig á það er litið. Verkinu er ætlað að skoða og draga fram hugmyndir íbúa þessara svæða um gott líf, hvað skipti mestu máli. Eru þær hugmyndir sameiginlegar öllum manneskjum? Verkið beinir umfram allt sjónum að hinu almenna og sammannlega og miðar að því að spegla líf og gildi hvers áhorfanda fyrir sig. Óskað eftir tilboðum í tímabundið húsnæði fyrir grunnskóla ■ Reykjanesbær hefur auglýst eftir tilboðum í uppsetningu og fulln- aðarfrágang á tímabundnu húsnæði fyrir nýjan grunnskóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Húsnæðið verður á einni hæð og er flatarmál þess um 600 fm. Í húsnæðinu verða þrjár kennslustofur, matsalur og eldhús, kennarastofa og önnur stoðrými. Miða skal við að auðvelt sé að fjar- lægja húsnæðið og setja upp á öðrum stað þegar fyrirhugaðri notkun þess lýkur. Bjóðendur geta boðið mis- munandi byggingaraðferðir. Hús- næðið skal standast þær sömu kröfur og almennt gilda um húsbyggingar á Íslandi. Verklok miðast við 15. ágúst 2017. Nánar má kynna sér útboðið á vef Reykjanesbæjar. SÍÐASTA KVÖLDMÁL- TÍÐIN Í KEFLAVÍK Efnilegir leikarar í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.