Víkurfréttir - 06.04.2017, Side 12
12 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR
Sólborg Guðbrandsdóttir
solborg@vf.is
Næstkomandi laugardag liggur leið
Ellerts til Berlínar í Þýskalandi þar
sem hann verður í skiptinámi í sumar.
Valið stóð á milli tveggja skóla, en Ell-
ert fékk inngöngu í þá báða. „Ég verð
í skóla í allt sumar og kem svo heim
í haust og byrja strax á þriðja árinu
mínu í arkitektúr hérna heima. Það er
engin pása,“ segir hann.
Í vetur vann Ellert hjá KRADS arki-
tektum, hjá strákum sem höfðu áður
kennt honum. Þar vann hann nokkur
verkefni í módelsmíðum og gerð á
þrívíddar teikningum. Í tengslum við
Hönnunarmars var Ellert svo beðinn
um að gera módel af einu verkefni,
sem endaði síðan með því að hann
gerði módel fyrir þrjú verkefni. En
verkefnin tengd Hönnunarmars eru
hluti sýningar, sem verður í Ráðhús-
inu í Reykjavík næstu tvö árin í það
minnsta og sýnir almenningi svolítið
hvað sé að gerast og hvað muni verða.
Sýningin inniheldur líkön af nýbygg-
ingum sem unnið er að í miðborg
Reykjavíkur.
Ellert segir verkefnið hafa verið um-
fangsmikið og tekið langan tíma en
að allt borgi þetta sig. „Maður skapar
sér tengslanet við arkitektúrstofur
og þetta er líka mjög gaman. Ég vissi
alveg að þetta yrði mikil vinna en
maður reddar þessu.“
Hann segir það klárlega hafa hjálpað
að læra húsasmíðina í grunninn.
„Þetta blandast allt saman hjá mér;
smíðin, arkitektúrinn og þessar list-
greinar. Ég tel það góðan grunn að
hafa byrjað á því að læra húsasmíði.
Það veitir mér forskot í mörgum verk-
efnum í náminu.“
Fyrir ári síðan vann Ellert, ásamt
þremur öðrum, að verkefni í Öskju-
hlíðinni. „Það heppnaðist það vel að
Reykjavíkurborg leyfði skúlptúrnum
að standa í heilt ár þó að hann hafi
upprunalega bara átt að standa í eina
viku,“ segir hann.
Annað slagið tekur Ellert að sér ýmis
önnur verkefni. Hann hannaði meðal
annars tvær sviðsmyndir frá grunni
fyrir Vox Arena, listaráð Nemenda-
félags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
„Það voru rosalega skemmtileg verk-
efni. Ég hef mjög gaman af því að vera
í kringum leik og söng. Svo hef ég
líka aðeins starfað fyrir ljósafyrirtæki,
við uppsetningu á árshátíðum og tón-
leikasviðum til dæmis.“
Frítímann notar Ellert svo í það að elta
öldur og hefur gert í nokkur ár. „Við
Vilhjálmur, vinur minn, byrjuðum í
þessu en vissum í raun ekkert út í hvað
við vorum að fara. Í dag erum við
búnir að fara í tvær utanlandsferðir
til að sörfa. Maður verður heltekinn
af þessu. Það er svo gott að komast frá
öllu þessu stressi, skilja símann eftir
og vera án allra tengsla í smá tíma.“
Aðspurður um framtíðina segist Ellert
stefna að því að ná sér í smá starfs-
reynslu og fara svo í mastersnám.
„Draumurinn er náttúrulega að opna
mína eigin stofu, líklegast á Íslandi og
að hanna og smíða mitt eigið hús. En
það getur svo sem breyst.“
HÚSASMÍÐIN
VEITIR MÉR
FORSKOT
●● Ellert●Björn●uppfyllir●draum●sinn●●
um●að●verða●arkitekt
Ellert Björn Ómarsson dreymdi um það frá tíu ára aldri að læra arki-
tektúr og lét drauminn rætast eftir að hafa lokið námi í húsasmíði frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.Hann er nú á öðru ári í námi í arkitektúr
við Listaháskóla Íslands. „Ég útskrifaðist með sveinspróf í húsasmíði
árið 2014 og bætti svo við mig stúdentsprófi. Ég valdi svo að taka áfanga
eins og myndlist sem myndu svo nýtast mér í umsókninni í Listaháskól-
anum,“ segir hann.
Ellert á Gran Canary.
Reykjavíkurborg leyfði skúlptúrnum að standa í heilt ár í Öskjuhlíðinni.
Hafnartorg. Laugavegur 4 - 6.
Vesturbugt.Mögulegt heimili.
„Þetta blandast allt saman hjá mér; smíðin,
arkitektúrinn og þessar listgreinar. Ég tel það góðan
grunn að hafa byrjað á því að læra húsasmíði“