Víkurfréttir - 06.04.2017, Side 18
18 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR
Íslenskir aðalverktakar óska eftir dugmiklu starfsfólki
í eftirfarandi störf :
· Rafvirkja
· Pípara
· Smiði
· Verkamenn
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf í þjónustu,
viðhalds og nýframkvæmdum á Suðurnesjum.
Upplýsingar veitir Einar Ragnarsson
í síma 414 4313 eða í tölvupósti
einar.ragnarsson@iav.is
ATVINNA
Þá ert þú búinn að kveðja kæri vinur,
leiðtogi og sannur KFK félagi.
Það er afar margs að minnast þegar
litið er yfir farinn veg en það sem alltaf
stendur hæst í minningu um þig kæri
vinur er öryggið sem við KFK krakk-
arnir höfðum í þá gömlu góðu þegar
þú varst alltaf til staðar. Við þurftum
ekki að hafa neinar áhyggjur því þú
gast leyst alla hluti fyrir okkur. Það
voru ekki nein vandamál, það voru
bara lausnir. Þú áttir alltaf tíma fyrir
okkur. Traustari vin en þig er ekki
hægt að finna.
Eins og áður segir er svo margs að
minnast og fór ég yfir marga þá hluti
í ræðu minni í stórafmælinu þínu sem
haldið var í Stapanum þar sem við
KFK fólkið þitt og fleira gott fólk var
samankomið til að fagna með þér deg-
inum þínum góða. Ég gleymi aldrei
innkomu þinni þar sem þú stóðst og
horfðir á hópinn þinn samankominn,
steigst svo í pontu og sagðir: „Ég hélt
ég væri gleymdur, samt ekki dauður
en hér eruð þið öll.“ Svo fylgdi glottið
góða í kjölfarið.
Það var svo margt brallað og hver man
ekki eftir Selfoss ferðunum á Föstu-
daginn langa. Þvílíkur dagur sem
við upplifðum árlega á þessum góðu
árum. Ég man að við Ingó og Jói Júl
tókum alltaf mjög ríflegan skammt af
nesti með okkur til að selja eldri strák-
unum sem þóttust of gamlir til að taka
með sér nesti. Það var mikið prúttað
og ávallt sátum við snauðir eftir og
þurfti Siggi oftar en ekki að skerast í
málið svo við tækjum gleði okkar fljótt
aftur. Það var aðeins einn leikmaður
sem ávallt komst upp með að snuða
okkur en þeim ljúfling var alltaf fyrir-
gefið enda uppáhaldið okkar allra.
Í minni fyrstu Selfoss ferð var um jafn-
an leik að ræða, 1-1 þegar skammt var
til leiksloka. Ég næ þá í vítaspyrnu en
þegar kom að framkvæmd þá var ég
eilítið stressaður enda ekki tekið víta-
spyrnu í kappleik áður. Í kjölfar víta-
spyrnunnar var leikurinn stoppaður
þar sem huga þurfti að einum leik-
manni Selfoss og notaðir þú tækifærið
og sagðir mér að skjóta bara uppi því
markvörðurinn var lágvaxinn. Þegar
hins vegar kom að spyrnunni þá fannst
mér öruggast að skjóta niðri og fórst
það vel úr hendi og sigurinn í höfn.
Eftir leikinn var ógurlegur fögnuður
hjá okkur og með þetta veganesti var
haldið út í rútu og nú yrðum við ekki
snuðaðir aftur slíkt var sjálfstraustið
sem við öðluðumst. En þá birtist Siggi.
„Jón Óli ég sagði þér að skjóta uppi,“
sagði karlinn í grimmum tón sem við
þekkjum öll. Ég leit hálf hræddur á
Sigga en þegar ég sá þetta góðlátlega
glott gerði ég mér grein fyrir því að
hann var í raun að hrósa mér.
Já, Siggi virkaði stundum grimmur
en það var bara hans húmor í góð-
mennskunni.
Ég fór bara í eina Siglufjarðar ferð og
er hún ávallt rædd í þau fáu skipti
þegar við KFK strákar hittumst.
Eins og ég sagði í ræðu minni í af-
mælinu góða þá kenndi Siggi manni
margt. Eitt af því var að vera hollur
sínu félagi. Ég datt aðeins af leið einn
daginn og ákvað að fara í Ungó. Þegar
ég kom heim úr skólanum biðu mín
skilaboð að ég ætti að hringja í Sigga
Steindórs í síma 2373. En slík var virð-
ing mín við Sigga að ég ákvað frekar
að hlaupa niður eftir til hans. Eftir
stuttan tíma og „þrumuræðu“ snérist
mér að sjálfsögðu hugur og bragðaðist
kakóið hennar Sigríðar á eftir einstak-
lega vel.
Ég og Krissi Geirs vinur minn rifj-
uðum upp á dánardegi þínum tímann
þegar við fengum að vera á vallar-
klukkunni á meistaraflokksleikjum.
Þetta fannst okkur á sínum tíma vera
þvílíkur heiður því margir vildu kom-
ast að. Þetta var einstaklega gefandi
starf, færa stóra vísi á 5 mínútna fresti
og þegar mark kom í leikinn færðum
við það inn. Ég hef ávallt verið mikið
fyrir að fíflast í fólki en þarna passaði
maður sig á því að halda einbeitingu
allan tímann enda undir vökulum
augum þínum. Fyrir frammistöðuna
fengum við að sjálfsögðu nokkrar
Freyju karamellur fyrir vel unnin störf.
Fyrir leik mættum við strákarnir allt-
af snemma til að sjá þig meðhöndla
menn undir „rauða lampanum“, þetta
þótti okkur mikil vísindi og hlakkaði
okkur einhver ósköp til að komast í
meistaraflokk til að fá að fara undir
„rauða lampann“.
Þá rifjast einnig upp víðavangshlaupin
góðu þar sem maður keyrði sig algjör-
lega út til að vinna fyrir KFK. Einu
hlaupinu man ég sérstaklega eftir en
þá var ég í fjórða sæti, skammt í næsta
mann og lítið eftir af hlaupinu er Malli
kom æðandi á móti mér og kallaði á
mig að Jói Magg væri að vinna og ég
yrði að ná 3. sæti til að við myndum
vinna bikarinn. Góður Guð, það tókst
en ég hélt að ég myndi ekki lifa það af.
Ef ekki hefði verið fyrir ævintýralegan
svip Malla þegar hann kallaði á mig
hefði þetta ekki tekist.
Já, félagshollustan var mikil í þessa
daga og held ég að ég megi mæla fyrir
munn okkar allra að KFK verður alltaf
í hávegum haft hjá okkur.
Kæri vinur, nú fetar þú nýjar slóðir
og gerir allt klárt fyrir okkur hina. Þú
kannski færð Ragga Margeirs með þér
að merkja malarvöllinn svo hægt verði
að setja upp leik.
Og kannski eitt enn, þú mátt líka
minna Ragga á það að hann skuldar
okkur Ingó og Jóa Júl nokkrar sam-
lokur og kótilettur síðan úr Selfoss
ferðunum.
Elsku Siggi þakka þér allt það sem þú
gafst af þér til okkar.
Sigurður Steindórsson, þín verður
ávallt minnst sem stórmennis.
Hvíl í friði,
Jón Óli,
Vestmannaeyjum
Minningarorð um Sigurð Steindórsson
Við erum að leita eftir Matráð, matsveini eða miklum reynslubolta
í eldhúsið hjá okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Vaktakerfi 2 2 3, vaktirnar eru frá kl. 09:00 -21:00
Einnig erum við að leita eftir góðu aðstoðar fólki í eldhús og sal
12 tíma vaktir frá kl. 09:00 -21:00 aðra hverja helgi.
Upplýsingar um störfin gefur Elín Bogga gsm 660 9350
Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá
á netfangið elinbogga@iss.is.
Umsóknarfrestur er til 19. apríl.
ATVINNA
MAT
ASKUR
MAT
ASKUR
MAT
ASKUR
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi
Hólahverfis - suður í Sandgerðisbæ samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að við götuna Fagurhól verða byggð lítil raðhús í stað parhúsa. Rað-
húsalengjurnar verða 4 með 3 íbúðum og 4 með 4 íbúðum þannig að heildar íbúðarmagn
við götuna fer úr 16 íbúðum í 28. Ekki er gert ráð fyrir bílgeymslum í raðhúsunum. Áfram
er gert ráð fyrir 12 einbýlishúsalóðum við Þinghól. Heildar íbúðarmagn í Hólahverfi – suður
verður því 40 íbúðir. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar,
Vörðunni, Miðnestorgi 3 frá og með fimmtudeginum 6. apríl til og með fimmtudeginum
18. maí 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is. Þeim
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 18. maí 2017. Skila skal
inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3.
Sandgerðisbæ 5. apríl 2017
Skipulagsfulltrúi Sandgerðisbæjar
TILLAGA AÐ BREYTINGU Á
DEILISKIPULAGI HÓLAHVERFIS-SUÐUR
Í SANDGERÐISBÆ
DEILISKIPULAG
AUGLÝSING
um deiliskipulag íbúðabyggðar
fyrir Aragerði 4 í Sveitarfélaginu Vogum
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29.
mars 2017, skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
lýsingu fyrir fyrirhugaða vinnu við deiliskipulags fyrir
Aragerði 4 vegna áforma um byggingu lítils fjölbýlishúss.
Lýsingin er sett fram í greinargerð og má nálgast hana á
heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is.
Hún liggur einnig frammi á skrifstofu sveitarfélagsins
að Iðndal 2, 190 Vogum.
Skriflegum ábendingum við efni lýsingarinnar má skila til
skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2,
190 Vogum, eða á netfangið skrifstofa@vogar.is
fyrir 24. apríl 2017
fh. Bæjarstjórnar
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri