Víkurfréttir - 06.04.2017, Síða 22
22 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR
Eyþór Sæmundsson
eythor@vf.is
Það eru sjálfsagt ekki margir malar-
vellir í notkun á Íslandi um þessar
mundir þar sem gervigras er alls
ráðandi í fótboltanum. Strákarnir í
3. flokki í Keflavík hafa þó fengið að
kynnast mölinni sálugu að undan-
förnu en þeir æfa nú á gamla malar-
vellinum við Hringbraut sem ekki
hefur verið notaður frá síðustu alda-
mótum.
Jóhann B. Guðmundsson þjálfari pilt-
anna segir þá hafa gott af því að reyna
fyrir sér á mölinni en þaðan á hann
sjálfur góðar minningar. Strákarnir
þurfa að aðlagast mölinni en þeir eru
vanir að spila á sléttu undirlagi þar
sem boltinn fer þangað sem honum
er ætlað. Á mölinni eru hins vegar alls
kyns hindranir sem breyta ferðalagi
boltans.
„Maður þarf að hugsa langt til baka til
þess að fá þessa tilfinningu aftur, það
er mjög gaman að þessu. Ég held að
þeir hafi ekki áttað sig á því að þetta
var einu sinni fótboltavöllur. Þetta eru
flottir peyjar en ég held að þeir hafi
ekki alveg áttað sig á því hvað þeir
voru að fara út í til að byrja með,“
segir þjálfarinn.
„Þetta er allt annað en að vera á gervi-
grasinu í hlýjunni. Þeir þurfa að leggja
harðar að sér á mölinni. Þeir sem eru
tæknilega góðir, það hverfur aðeins
hér. Við erum líka að leita eftir því
að fá þetta íslenska í okkur aftur, að
aðstæður séu ekki alltaf fullkomnar.
Ég hugsa að þeir eigi eftir að græða á
þessu,“ bætir Jóhann við.
Þó svo að iðkendur hafi sjálfsagt gott
af því að fara út og spila fótbolta á
þessu óvenjulega undirlagi þá er
staðan sú að ekki er hægt að hýsa alla
fótboltaiðkendur Keflavíkur og Njarð-
víkur í Reykjaneshöllinni. Fjöldi iðk-
enda hefur aukist mikið undanfarin
ár og því eru æfingatímar af skornum
skammti. Þessir strákar sem æfa á
mölinni eru til að mynda með æfingu
fyrir skóla einu sinni í viku og svo
klukkan 21:30 eitt kvöldið.
HAFA GOTT AF ÞVÍ AÐ
SPILA Á MÖLINNI
■ Grasið á Nettóvellinum hefur
sjaldan litið eins vel út og kemur
einstaklega vel undan vetri.
Jón G. Benediktsson, formaður
knattspyrnudeildar Keflavíkur,
segir að mikil vinna og fjármunir
hafi verið lögð í að gera völlinn
sem bestan. „Ég held að völlurinn
hafi aldrei verið betri og hann er
bara núna eins og hann er vana-
lega í júlí.“ Jón segir að deildin
verði að nýta þá aðstöðu sem til
er. Hann hefur mikla trú á því að
farið verði í að bæta aðstöðuna
innan tíðar.
Þeir Sebastian Freyr Karlsson og
Björn Aron Björnsson, leikmenn
3. flokks, sögðu í samtali við Víkur-
fréttir að þeir hefðu þurft smá tíma
til þess að venjast mölinni. Þeir
vissu sama og ekkert um svona
velli en höfðu heyrt sögur. Þjálfar-
inn sagði þeim að mæta í „drasl“
takkaskóm á fyrstu æfingu. Strák-
arnir voru ekki alveg sammála um
hvort það væri spennandi að fara í
tæklingar á mölinni, en Sebastian
var grjótharður á stuttbuxunum á
æfingu og sló ekkert af. Þeir segjast
græða mikið á því að spila á möl-
inni og spila allt öðruvísi fótbolta
en þeir eru vanir.
SJÁIÐ INNSLAGIÐ Í
Í KVÖLD KL. 20:00 OG 22:00
SUMARBRAGUR Á GRASVELLINUM