Víkurfréttir - 06.04.2017, Page 23
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Ætla KR-ingar að lesa
yfir dómurunum á
bókasafninu sínu?
Vorboðinn ljúfi
Fyrir ansi marga Suðurnesjamenn er
úrslitakeppnin í körfubolta fyrsti vor-
boðinn. Nú er 4-liða úrslit í fullum
gangi og þar standa karlalið Grinda-
víkur og kvenna- og karlalið Kefla-
víkur í ströngu. Það sem vakið hefur
hvað mesta athygli við úrslitakeppn-
ina þetta árið, fyrir utan það að Amin
Stevens, besti leikmaður Domino´s
deilarinnar, er tengdasonur Sveins
Andra Sveinssonar, er sú staðreynd að
Sláturhúsið er aftur orðið það íþrótta-
hús á Íslandi þar sem stemmningin er
mest. Leik eftir leik halda „pepups-
quadbois“, eins og hópurinn kallar sig,
uppi slíkri stemmningu að þakka má
almættinu fyrir að hið hripleka þak
TM-hallarinnar haldi. Það besta við
þennan öfluga hóp stuðningsmanna
er að þó einstaka pillum sé skotið á
stuðningsmenn og leikmenn and-
stæðinganna er krafturinn, sem nota
mætti til að knýja öll 370 stóriðjuverin
í Helguvík, aðallega nýttur á jákvæðan
og uppbyggilegan hátt til stuðnings
Keflavíkurliðunum.
Auðvitað vonumst við eftir því að
þessi veisla haldi áfram og öll ofan-
greind lið komist í úrslit. Þar á karla-
liðið Keflavíkur auðvitað erfiðasta
verkið fyrir höndum. Þeir þurfa að
leggja eitt best mannaða lið allra tíma
af velli á þeirra sterka heimavelli. Allt
er þó hægt og með þessum stuðningi
og þeirri baráttu sem liðið hefur sýnt
undanfarið getur allt gerst. Til að auka
þann möguleika hef ég auk þess farið
þess á leit við Erlu Guðmundsdóttur,
sóknarprest í Keflavíkurkirkju að hún
biðli til sóknarbarna sinna að enda
faðirvorið með neðangreindum hætti,
en þetta kemur úr smiðju Atla Fann-
ars Bjarkasonar, ritstjóra Nútímans:
„Því að þitt er ríkið, mátturinn og
dýrðin að eilífu, AMIN“.
LOKAORÐ
Sævars Sævarssonar
Skemmtilegar
fermingargjafir
Macbook Air
Örgjörvi: Intel i5 1,6/2,7GHz
Skjástærð: 13,3’’ LED skjár
Skjákort: Intel HD Graphics 6000
Vinnsluminni: 8GB RAM, 128GB Flash geymsla
kr. 149.990
HP Probook 455 A8-7410 8GB
Skjástærð: 15,6” LED HD SVA Anti-glare
Örgjörvi: AMD Quad Core A8-7410 2.2 GHz, Turbo
Speed: 2.5 GHz
Vinnsluminni: 8GB (1x8GB) 1600MHz (Max 16GB)
Geymslumiðlar: 500GB 7200RPM harður diskur
Skjákort: Radeon R6 með 2GB minni
Lyklaborð: Í fullri stærð með talnaborði, vökvavarið.
Íslenskir innbrenndir stafir
kr. 109.900
HP Notebook 15 AMD A8-7410
Skjástærð: 15,6` HD LED BrightView skjár
Upplausn á skjá: 1366 x 768
Örgjörvi: AMD A8 7410 / 2.2 GHz
Vinnsluminni: 8GB 1600 MHz
Geymslumiðlar: 1TB HDD + 8GB SSD Hybrid diskur
Skjákort: AMD Radeon R5 M430 2GB
kr. 89.900
IDP 110 15” N3710
Örgjörvi: Intel Pentium N3710 1,6-2,56GHz Quad Core 2MB
Minni: 4GB 1600MHz DDR3L (4GB mest, á mb.)
Skjár: 15,6” HD LED TN m. myndavél
Diskur: 1TB 5400sn. 2,5” SATA
kr. 69.900
Dell Inspiron 15 (5567)
Intel Core i5-7200U 7Gen
8GB DDR4 vinnsluminni
15.6” FHD (1920x1080) Anti-Glare skjár
1TB 5400rpm harður diskur
kr. 129.900
IDP Y520
IDEAPAD Y520 ER NÝJASTA LEIKJAVÉLIN
FRÁ LENOVO
Örgjörvi: Intel Core i5 7300HQ 2,5-3,5GHz Qcore 64bit
Minni: 1 x 16GB 2133MHz DDR4 minni
Skjár: 15,6” FHD LED m. innbyggðri myndavél
Upplausn: 1920x1080 punkta
Skjákort: Optimus tækni: NVIDIA GeForce GTX1050M
(4GB) og Intel HD630
Diskar: 256GB SSD M.2 PCIe og 1TB HDD 2,5” SATA
Margmiðlun: hágæða JBL Dolby hljóðkerfi 2 x 2W
kr. 169.900
IdeaPad Yoga 3
EINSTÖK HÖNNUN SAMEINAR
FARTÖLVU OG SPJALDTÖLVU
Örgjörvi: Intel Core i3 5005u
Minni: 8GB 1600MHz DDR3L
Skjár: 14” IPS LED 10 punkta snertiskjár m. myndavél
og Gorilla glass vörn
Upplausn: FHD IPS 1920x1080 punkta
Diskur: 256GB SSD
kr. 99.900
HAFNARGÖTU 40 - SÍMI 422 2200
Bluetooth
hátalarar og
heyrnartól
Fartölvutaska
fylgir með öllum
15“ fartölvum
í apríl
PÁLMASUNNUDAGUR
SUNNUDAGUR 9. APRÍL KL. 11:00
Verið velkomin í fjölskyldumessu á Pálma-
sunnudag! Eva, Arnór, Systa, Helga og Jón Árni
leiða stundina. Við heyrum söguna um það
hvað gerðist á Pálmasunnudag og hvers vegna
hann heitir þetta. Það varður líf og fjör, söngur
og gleði.
SKÍRDAGUR
FIMMTUDAGURINN 13. APRÍL KL. 20:00
Taize messa að kvöldi skírdags, hugljúf stund
þar sem við sækjum kyrrð og frið að kvöldi dags,
í gegnum bæn, tilbeiðslu og altarissakramenti.
Lifandi ljós í rökkvaðri kirkjunni býður fólk
velkomið og fallegir taize sálmar leiða inn í
íhugun. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju leiða
sönginn undir stjórn Arnórs organista og séra
Erla þjónar fyrir altari.
FÖSTUDAGURINN LANGI
FÖSTUDAGURINN 14. APRÍL KL. 14:00
Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var
krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum
í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í
messunni verða sálmar föstudagsins langa
sungnir og píslarsagan lesin. Félagar úr kór
Keflavíkurkirkju leiða sönginn undir stjórn
Arnórs organista og séra Eva Björk þjónar.