Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Side 16

Víkurfréttir - 11.05.2017, Side 16
16 fimmtudagur 11. maí 2017VÍKURFRÉTTIR Sungið út í vornóttina ■ Karlakór Keflavíkur söng inn vorið á tónleikum sínum sem fram fóru í Ytri Njarðvíkurkirkju dag- ana 2. og 4. maí en þar mátti heyra afrakstur þeirrar vinnu sam söng- félagar hafa lagt á sig á liðnum vetri. Nýr kórstjóri hefur tekið við kórnum en það er Suðurnesjamaðurinn og bassinn Jóhann Smári Sævarsson sem verður að teljast mikill happa- fengur fyrir Karlakór Keflavíkur. Jó- hann kemur úr mikilli tónlistarfjöl- skyldu og því kom það ekki á óvart að undirleikur var í höndum sonar hans Sævars Helga, flutt var lag eftir bróðir hans Sigurð og eiginkona hans Jelena Rasche söng einsöng með kórnum, sem og stjórnandinn sjálfur. Aðrir einsöngvarar voru Ingólfur Ólafsson, Haraldur Arnbjörnsson og Þorvarður Guðmundsson, sem jafn- framt var kynnir. Á söngskránni voru hefðbundin karlakóralög, ný íslensk dægurlög sem útsett voru sérstaklega fyrir kór- inn og lög úr söngleikjum og óperum en að venju er mikill metnaður lagður í tónleika karlakórsins. Kórinn sýndi létta spretti í söngleikja- syrpu með einsöng og glettnum til- þrifum og það verður að segjast eins og er að lag Sigurðar Sævarssonar, „Upp skal á kjöl klífa“, við texta Þóris Jökuls Steinfinnssonar er óhemju- fallegt og var að vel flutt af kórnum. Það sýnir metnað að færa dægurlög í nýjan búning og þar naut kórinn aðstoðar Arnórs B. Vilbergssonar sem útsetti. Má þar nefna lag Ásgeirs Trausta „Dýrð í dauðaþögn“. Það verður þó að segjast eins og er að þótt fjölbreytni sé góð þá finnst mér karlakór bestur í hefðbundnum karla- kóralögum eins og í „Þú álfu vorrar yngsta land“ sem flutt var í lokin en kórinn kvaddi tónleikagesti fallega með því að syngja þá út í vornóttina. Fjör í heimsreisu Kvennakórs Suðurnesja ■Kvennakór Suðurnesja hélt vor- tónleika 26. og 27. apríl síðast- liðinn í Hljómahöllinni. Á næsta ári fagnar kórinn síðan 50 ára afmæli en kórinn er elsti starf- andi kvennakór á Íslandi. Undir- búningur fyrir afmælisfagnaðinn er hafinn en ætlunin er að halda veglvega tónleika á afmælisdag- inn, 22. febrúar 2018, auk þess sem ýmislegt fleira er í bígerð í tilefni stórafmælisins. Á vortónleikunum var farið með gesti í „heimsreisu“ tónlistarferðalag þar sem byrjað var á Íslandi en farið til Austurlanda og N-Ameríku og víðar. Tónleikarnir voru skemmtilegir og gestir nutu ferðalagsins en stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og um hljóðfæraleik sá Geirþrúður Fanney Bogadóttir sem leikur á píanó, Birna Rúnarsdóttir á þverflautu og Þor- valdur Halldórsson á slagverk. ■ Listnámsnemendur Fjölbrauta- skóla Suðurnesja bættust við sem þátttakendur í Listahátíð barna, en þeir búa allir að því veganesti sem þeir hlutu í leik- og grunnskólum. Í Stofunni í Duus safnahúsum gefur að líta verk útskriftarnemenda af listnámsbraut sem unnin eru á ýmsan hátt, til dæmis með bleki, ak- rýl, vatnslitum, þrykki og blandaðri tækni. Listamennirnir eru: Fanný Elísabet Arnarsdóttir, Guðrún Pálína Karls- dóttir, Hinrik Örn Sölvason, Lovísa Ýr Andradóttir, Smári Snær Laine og Sæmundur Ingi Margeirsson. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, opnaði sýninguna. Á opnuninni fluttu einnig tveir af listamönnunum tónlistaratriði, en það voru þær Lovísa Ýr, sem lék lag á saxafón, og Guðrún Pálína söng. Jóhanna Pálsdóttir Sólveig Þórðardóttir Guðmundur R.J. Guðmundsson Jóna Þórðardóttir Ólafur Árni Halldórsson Páll Þórðarsson Sigríður Hanna Sigurðardóttir Ásgeir Þórðarsson Unnur Guðmundsdóttir Þórhanna Þórðardóttir Logi H. Halldórsson Lilja Þórðardóttir Barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Þórður Ásgeirsson Lyngholti 12, Keflavík verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. maí klukkan 13. Karlakór Keflavíkur hélt tvenna vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þeir komu fram undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar, við undirleik Sævars Helga, sonar Jóhanns. SUNNUDAGINN 14. MAÍ KL.17 OG 20  Queen-messa verður flutt tvisvar sinnum þennan dag í Keflavíkurkirkju.  Fjallræðan verður umfjöllunarefni íslenskra, trúarlegra texta sömdum af sr. Davíð Þór Jónssyni og Sigurði Ingólfssyni. Jón Jósep Snæbjörnsson er forsöngvari ásamt Kór Keflavíkurkirkju og hljómsveit. Arnór Vilbergsson organisti er útsetjari og stjórnandi messunnar. Sr. Erla Guðmundsdóttir mun leggja stuttlega út frá stefum fjallræðunnar á milli laga.  FIMMTUDAGINN 18. MAÍ KL. 20  Vortónleikar Eldeyjar, kórs eldri borgara á Suðurnesjum, fara fram í Kirkjulundi. Stjórnandi þeirra er Arnór Vilbergsson, organisti. Þessi fríði og fjörugi hópur lofar góðri kvöldstund í söng og gleði. Aðgangseyrir er 1000 kr.  Frá tónleikum Kvennakórs Suðurnesja í Hljómahöll. Stútfullur Stapi af hæfileikum Það var mikið um dýrðir þegar úrval árshátíðaratriða úr öllum grunnskólum bæjarins, Tónlistarskólanum, Bryn Ballett Akademíunni og Danskompaní voru sýnd í Stapa síðastliðinn föstudag, í tilefni Listahá- tíðar barna. Þar fengu nemendur tækifæri til að sýna í alvöru sýningarhúsi með lýsingu og hljóði eins og best verður á kosið. Áhorfendur voru nemendur 5. og 6. bekkja grunnskólanna, en allir voru velkomnir á meðan húsrúm leyfði og var Stapinn þétt setinn. Listrænir FS-ingar sýna í Duus Fimmtudagskvöld kl. 20:00

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.