Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2017, Síða 24

Víkurfréttir - 11.05.2017, Síða 24
23fimmtudagur 11. maí 2017 VÍKURFRÉTTIR Fitjabakka 2-4 • 260 Reykjanesbær • Sími 420 1000 • olis.is Samferða síðan 1927 Verið velkomin á vörukynningu fimmtudaginn 18. maí, í útibúi Olís, kl. 15–18. Skráning á jk@olis.is VÖRUKYNNING Nilfisk og Kimberly-Clark PIPA R\TBW A • SÍA • 171909 ■ Landsliðsþjálfari Englands með æfingabúðir á Keflavík Open Keflavík Open taekwondo mótið var haldið í annað sinn um helgina. Landsliðs- þjálfari Englands, Martin Stamper, kom í heimsókn og stóð fyrir æfingabúðum samhliða mótinu. Í tilkynningu frá taekwondo-deild Keflavíkur segir að helgin hafi heppnast einkar vel en iðkendur komu frá fjölda félögum. Keppendur voru á öllum aldri og þeir yngstu tveggja ára gamlir. ■ Aron Snær valinn í landsliðið Aron Snær Arnarsson, júdómaður hjá UMFG, var á dögunum valinn í landslið Íslands í júdó. Aron er 16 ára gamall og er Íslandsmeistari í -90 kg flokki, 18 ára og yngri. Aron Snær mun um næstu helgi keppa með landsliðinu á Norður- landamóti í Svíþjóð. Þar mun hann keppa í sínum flokki og í -90 kg flokki, yngri en 21 árs. Keflvíkingar hirtu marga einstaklings titla þegar Domino’s deildin í körfubolta var gerð upp í lok vikunnar. Thelma Dís Ágústsdóttir var kjörinn besti leikmaður kvenna og þá voru þau Arianna Moorer og Amin Stevens valin bestu erlendu leikmennirnir. Keflvíkingar áttu einnig bestu varnarmennina en Salbjörg R. Sævarsdóttir og Hörður Axel Vilhjálmsson fengu þá nafnbót. Birna Valgerður Benónýssdóttir var kjörin besti ungi leik- maður kvenna. Suðurnesjamenn áttu einnig bestu þjálfarana. Grindvík- ingurinn Jóhann Þór Ólafsson hjá körlum og Sverrir Þór Sverrisson var valinn besti þjálfari í Domino’s deild kvenna. Þá voru þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir valdar í úrvalslið kvenna. Logi Gunnarsson úr Njarðvík og Ólafur Ólafsson voru Suðurnesjamennirnir í úrvalsliði karla. Thelma Dís Ágústsdóttir var valin besti leikmaður kvenna í Domino’s deild- inni í körfu. VF-mynd/ pket. ●● ●í●uppgjöri●Domino’s●deildarinnar●í●körfubolta Suðurnesjamenn með marga titla Jóhann Ólafsson var besti þjálfari karla. Sverrir Þór Sverrisson og Ari- anna Moore var valin besti útlend- ingurinn. VF-mynd/pket og Sólborg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.