Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2017, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 30.11.2017, Qupperneq 14
14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 30. nóvember 2017 // 47. tbl. // 38. árg. SUNNUDAGURINN 3. DESEMBER KL. 11 Ljósamessa í Keflavíkurkirkju. Sr. Fritz Már þjónar ásamt fermingarbörnum og messu- þjónum. Arnór og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og eftir stundina fáum við dásemdarsúpu í boði sóknarnefndar og fermingarforeldra. Jón okkar Ísleifsson færir okkur brauð sem Sigurjónsbakarí gefur að venju. SUNNUDAGURINN 3. DESEMBER KL. 20 Englakór frá himnahöll. Aðventukvöld með Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum. Njótum saman yndislegrar stundar með söng, hugleiðingu og góðum félagsskap. Díana Ósk Óskarsdóttir guðfræðingur flytur okkur hug- leiðingu, Arnór stýrir tónlistinni og sr. Fritz Már leiðir stundina. MIÐVIKUDAGURINN 6. DESEMBER KL. 12 Síðasta kyrrðarstund fyrir áramót í kapellu vonarinnar í umsjón presta og Arnórs organista. Við eigum saman gæðastund í kapellunni og njótum síðan góðra veitinga að venju eftir stundina. Verið alltaf öll velkominÁ dagskrá verða vönduð og skemmtileg jólalög og viðeigandi efni í léttum dúr í anda hópsins. Undirleikarar eru Ingólfur Magnússon á bassa, Þorvaldur Halldórsson á trommur og Agnar Már Magnússon á píanó. Einsöngvarar eru Jana María Guðmundsdóttir, Guðmundur Hreinsson, Guðmundur Hermannsson og Sólmundur Friðriksson. Miðar eru seldir í Hljómahöll og á vefnum hljomaholl.is Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja verða í Stapa, Hljómahöll 7. desember kl. 20. Stjórnandi Magnús Kjartansson. Nemendur Grunnskóla Grindavíkur tóku þátt í Nordens dage - Tala dönsku, sænsku og norsku við jafn- aldra sína á Norðurlöndunum á netinu Níundi bekkur Grunnskóla Grindavíkur tók þátt, einn af þremur skólum á landinu, í Norræna verkefninu Nordens dage dagana 22.-24. nóvember. Verkefnið er styrkt og stjórnað af Nord-plus, Norræna ráðinu og fleiri aðilum. Verkefnið gengur út á að nemendur frá öllum Norðurlöndunum hafa samskipti sín á milli, búa til kynningarmyndbönd, vinna verkefni og tala saman á samskiptaforritinu Hangout á netinu þar sem hver hópur er með aðgang í gegnum Google +. Nemendur kynnast jafnöldrum sínum á hinum Norðurlöndunum og nota til tjáskiptanna skandinavísku málin dönsku, sænsku og norsku. Á þremur dögum eru nemendur einungis í þessum verkefnum á skólatíma og á lokadeginum spila þeir samtímis með hinum skólunum spurninga- leikinn Kahoot og vakti sú keppni mikla lukku hjá bekkjunum tveimur. Þessir sömu nemendur tóku þátt í sambærilegu verkefni í fyrra og vegna þess hve vel tókst til var ákveðið að taka þátt aftur í ár. Gaman er að geta þess að Marianne Scöttel, sem nú er gestakennari í dönsku í skólum Reykjanesbæjar, fékk áhuga á Íslandi vegna þátttöku og samstarfs hennar í verkefninu í fyrra. Dönskukennararnir Arna Guðmunds- dóttir og Valdís Kristinsdóttir sóttu undirbúningsnámsskeið í Danmörku í haust og stýrðu verkefninu í samstarfi við kennara á hinum Norðurlönd- unum. Þær voru ánægðar með hversu ánægðir, glaðir, virkir og áhugasamir nemendur voru þessa daga. Meðfylgjandi myndir eru frá því að nemendur spiluðu spurningaleikinn Kahoot og hringdu í aðra samnem- endur á Norðurlöndunum í gegnum forritið Hangout. Helgihald og viðburðir í Njarðvíkurprestakalli Ytri-Njarðvíkurkirkja. Messa. Altarisganga 3. desemb- er kl.11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar. Kór kirkjunnar leiðir söng við undirleik Stefáns organista. Fyrsta aðventukertið tendrað. Kaffi, djús og kex að samveru lokinni. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir velkomnir að fagna upphafi nýs kirkjuárs. Kóræfing 5. desember kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir 29.11. og 6.12. kl.10:30-13:30. Fermingarfræðsla 6. desember kl.14 og kl. 16. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Messa og sunnudagaskóli verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju 3. desember kl. 11. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Innri-Njarðvíkurkirkju 30. nóvem- ber kl. 19.30.-20.30. . Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 5. desember kl.10.30. Fermingarfræðsla 6. desember kl.15. Minnum á heimasíðu Njarðvíkur- prestakalls, njardvikurkirkja.is Dína María Margeirsdóttir býr í Kaliforníu þar sem hún starfar sem verkefnastjóri. Hún segir tækifærin á atvinnumarkaðnum úti mun betri en á Íslandi en saknar þó vina og fjölskyldu. Henni finnst loftslagið í Kali- forníu mjög gott og eru ferðalög stór hluti af hennar vinnu. Við spjölluðum aðeins við Dínu Maríu og fengum hana til að svara nokkrum spurningum um lífið í Kaliforníu. Hvað ert þú að gera úti í Kaliforníu? Ég vinn fyrir Charles River Develop- ment sem býður uppá fjárfestinga- stjórnunarkerfi. Ég er verkefnastjóri og hjálpa viðskiptavinum að uppfæra kerfið eða setja það upp í fyrsta sinn. Í því felst vinna með öllum deildum viðskiptavinarins sem koma að þessu, eins og sjóðsstjórum, verðbréfasölum, fjármálaráðgjöfum, tæknideildum o.s.frv. Hvað hefurðu búið lengi í Kaliforníu? Ég hef búið hérna í sjö ár. Hvað heillar mest úti? Tækifærin á atvinnumarkaðnum. Hér er að finna margs konar störf hjá mjög mismunandi fyrirtækjum í stærð og geira. Á þessu svæði er einnig hægt að sækja margbreytilega afþreyingu. Ég get farið á skíði í Tahoe sem er þriggja tíma keyrsla, smakkað rauðvín í Napa sem er klukkutíma í burtu, skellt mér til stórborgarinnar San Francisco á þrjátíu mínútum og farið á ströndina í Santa Cruz eða sunnar á níutíu mínútum. Saknar þú einhvers á Íslandi? Ég sakna vina og fjölskyldu mest og kannski þess hversu auðvelt aðgengið er að fólkinu sem er mér næst. Hérna þarf að skipuleggja heimsóknir mun meira en maður gerir á Íslandi. Það væri líka rosalega gott ef ég gæti fengið pulsu aðeins oftar. Hver er helsti munurinn á Íslandi og Kaliforníu að þínu mati? Þægilegra loftslag er ekki hægt að biðja um. Það er hvorki of heitt né kalt. Getur þú lýst vikunni þinni? Ég vinn annars vegar að heiman eða hjá viðskiptavininum. Þegar ég er að vinna að heiman er ég yfirleitt vöknuð mjög snemma þar sem að ég er mætt á fundi klukkan fimm á morgnana því ég vinn á austurstrandartíma. Ég byrja á því að búa mér til kaffi og sest svo fyrir framan tölvuna. Allir fundirnir fara fram á netinu og ég er mest megnis í símanum og tölvunni allan daginn. Ég reyni eins og ég get að komast í ræktina og svo þegar eigin- maðurinn kemur heim úr vinnunni borðum við saman kvöldmat. Ef ég er að ferðast þá fer ég upp á flugvöll á mánudagsmorgni. Undanfarið hef ég verið að fljúga til St. Louis til að sinna kúnna þar og er ég mætt þangað um kvöldmatarleytið. Svo flýg ég yfirleitt heim á fimmtudögum eftir vinnu- daginn. Um helgar reyni ég að fara í hjólatúr með vinkonum mínum og svo finnst okkur hjónunum mjög gaman að fara í bíó og hitta vini. Mælir þú með því að fólk búi erlendis? Já, ég mæli með því. Þetta hefur verið frábær reynsla og rosalega skemmti- leg upplifun. Held að það sé gott að upplifa aðra menningu og stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Að vera í enskumælandi landi er mjög þægilegt og einfaldar hlutina verulega. Ég bjó á Spáni í hálft ár og átti í algjöru basli með tungumálið en ég myndi ekki hika við að gera það aftur. Nýtur lífsins í Kaliforníu Gott að upplifa aðra menningu og stíga út fyrir þægindarammann - Dína María segir það skemmtilega upplifun að búa erlendis Valdís og Arna umsjónarkennarar 9. bekkja. Dína María með systur sinni Stefaníu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.