Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2018, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 08.02.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg. Tónlistarskólar landsins eru um níu- tíu talsins og standa fyrir gríðarlega fjölbreyttu og öflugu skólastarfi. Einn dagur á ári „Dagur tónlistar- skólanna“, er tileinkaður þeim og efna skólarnir þá til ýmis konar við- burða til að brjóta upp skólastarfið og vekja athygli á starfsemi sinni. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við nærsamfélagið. Dagur tónlistarskólanna er haldinn annan laugardag í febrúar ár hvert, sem að þessu sinni ber upp á þann 10. febrúar. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur Dag tónlistarskólanna hátíðlegan að venju með fjölbreyttri dagskrá í Tón- listarskólanum, Hjallavegi 2 sem hefst með opnun Kaffihúss Strengjadeildar kl.10.45 en ágóðinn rennur í ferðasjóð Strengjadeildar. Nemendur Forskóla 2 fá hljóðfærakynningu og prufu- tíma á hljóðfæri frá kl.11-12 og á sama tíma verða „Ör-tónleikar“ á þremur tónleikastöðvum í skólanum. Tón- fræðikeppnin Kontrapunktur hefst svo kl.12 í tónleikasalnum Bergi. Dagskráin í heild er á vefsíðu skól- ans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á Facebooksíðu hans. Einnig á vef Reykjanesbæjar og Facebooksíðu bæjarins. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að kynna sér dag- skrá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessum hátíðisdegi íslenskra tón- listarskóla, kíkja við og njóta þess sem í boði er. Það er hefð fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkra- flutningum að halda. Bangsinn hefur fengið nafnið Ævar og er hann til minn- ingar um Ævar Guðmundsson fyrrverandi Keilismann sem lést árið 2008. Fjölskylda Ævars styrkti verkefnið Kiwanisklukkan og hefur verið afhentur styrkur í nafni Ævars síðan þá. Það var Ingólfur Ingibergsson forseti Keilis ásamt Guðrúnu Eyjólfsdóttur ekkju Ævars heitins sem afhentu bangsana í þetta skiptið og tók Ármann Árnason varðstjóri við gjöfinni fyrir hönd Brunavarna Suðurnesja. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur gert samning við Ör- yggismiðstöðina um að öryggis- vörður verði á staðnum öll kvöld og um nætur. Hlutverk hans verður að vakta húsnæðið, gæta öryggis starfsfólks og skjólstæðinga og að hleypa skjólstæðingum HSS inn og afgreiða. Leita skal til vaktþjónustu lækna ef ekki er um að ræða alvarleg veikindi eða slys utan dagvinnutíma. Vakt- þjónusta lækna er á virkum dögum frá kl. 16 til 20, um helgar og helgidaga frá kl. 10 til 13 og aftur kl. 17 til 19. Vegna slysa- og bráðaveikinda skal líkt og áður hringja í síma 1770 um kvöld, nætur og helgar og helgidaga til þess að meta þjónustuþörf. Í neyðartilfellum á alltaf að hafa sam- band við 112. Þeir sem þurfa á slysa- og bráða- þjónustu að halda, fæðingarþjónustu sem og aðstandendur mikið veikra sjúklinga á legudeild um kvöld, nætur og helgar og helgidaga, eiga að ganga inn um aðalinngang HSS en ekki um sjúkrabílainngang. Við innganginn er bjalla sem fólk ýtir á til að gera öryggisverði viðvart sem hleypir svo viðkomandi inn í biðsal HSS. Er það von stjórnenda og starfsfólks HSS að þessar breytingar muni mæl- ast vel fyrir, enda er tilgangurinn sá að bæta bæði þjónustu og öryggi á stofnuninni. Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur KIWANISKLÚBBURINN KEILIR GEFUR ÆVAR BANGSA Gengið inn um aðalinngang HSS í Reykjanesbæ allan sólarhringinn Við sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis verður til nýr rúmlega 200 manna vinnustaður. Undirbúningsstjórn nýs sveitar- félags hefur sett starfsmannamál í forgang og fengið mannauðsráð- gjafa til aðstoðar. Hlutverk mann- auðsráðgjafanna er að stuðla að farsælli sameiningu vinnustaðanna og aðstoða við að innleiða vinnu- menningu nýs sveitarfélags. Meðal annars með því að sinna fræðslu til til starfsmanna og stjórn- enda og undirbúa starfsfólk beggja sveitarfélaga fyrir þær breytingar sem fylgja sameiningunni. Eitt fyrsta verkefnið verður „Þjóð- fundur“ þar sem allt starfsfólk hefur aðkomu að mótun framtíðar- stefnu vinnustaðarins í sameinuðu sveitarfélagi. Markmiðið er að ná fram væntingum starfsfólks til nýs vinnustaðar, móta gildi hans og hefja mótun mannauðsstefnu. STARFSMENN SAMEINAÐS GARÐS OG SANDGERÐIS HALDA „ÞJÓÐFUND“ Störf í boði hjá Reykjanesbæ Njarðvíkurskóli – Kennarar í hlutastörf Skrifstofa Umhverfissviðs – Fulltrúi Tónlistarskóli – Skólaritari, 50% staða Byggðasafn – Safnstjóri Vinnuskóli – Flokkstjórar sumarið 2018 Vinnuskóli – Yfirflokksstjóri sumarið 2018 Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús Verið velkomin á opnun nýrra sýninga föstudaginn 9. febrúar kl. 18:00. Hjartastaður - Þingvallamyndir úr einkasafni Sverris Kristinssonar í listasal og 50 ára afmælissýning Kvennakórs Suðurnesja í Stofu. Dagur tónlistarskólanna 10. febrúar Hátíðardagskrá verður í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kl. 10:45 - 13:15. Kaffihús Strengjadeildar opið. Sjá nánar á vefnum tonlistarskoli.reykjanesbaer.is Gjaldskrá félagsþjónustu Ný gjaldskrá félagsþjónustu hefur tekið gildi. Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar: Stjórnsýsla: Gjaldskrár 2018. Orlofshús VSFK - Páskar 2018 Ný orlofssíða VSFK orlof.is/vsfk er komin í loftið. Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 3 hús í Svignaskarði 2 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 28. mars til og með miðvikudeginum 4. apríl 2018. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að 3 valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 22. febrúar 2018. Úthlutað verður 26. febrúar samkvæmt punktakerfi. Orlofsstjórn VSFK Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.