Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2018, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 08.02.2018, Qupperneq 10
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg. Sumarstörf við öryggisvörslu Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli leitar að þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum. Óskað er eftir starfsfólki í vaktavinnu Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 12 tíma næturvöktum, 5-5-4 vaktafyrirkomulag. STARFSSVIÐ: | Í starfinu felst meðal annars vopna- og öryggisleit eftirlit og önnur verkefni. HÆFNISKRÖFUR: | Aldurstakmark 20 ár | Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu. | Almenn tölvukunnátta Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 18. febrúar nk. Nánari upplýsinar veita: Sveina Berglind Jónsdóttir | netfang: sveinaj@icelandair.is Sævar Þorkell Jensson | netfang: saevars@its.is Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum fagnaði tuttugu ára af- mæli í húsakynnum MSS í Krossmóa sl. fimmtudag. Einnig var tíu ára afmæli Samvinnu starfsendurhæfingar fagnað. Fjöldi fólks mætti í afmælisfagnaðinn en tímamótanna verður einnig minnst á afmælisárinu með skemmtilegum viðburðum. Núverandi og fyrrverandi forstöðumenn MSS héldu ræður og minntust upp- hafsára stofnunarinnar en reksturinn hófst í bakherbergi í húsnæði Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar var fyrsti forstöðumaðurinn og hann sagði í ávarpi sínu að eitt það helsta sem Ólafur Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrautaskólans hefði sagt við sig að nú þyrfti hann að kynna sér internetið. Allir viti sögu þess núna. Guðjónína Sæmundsdóttir, núverandi forstöðumaður sagði að MSS hafi vaxið mikið og starfsemin væri orðið mjög fjölbreytt. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ sagði að verkefnið Samvinna endurhæfing hafi gengið mjög vel en hann fór yfir það í máli sínu. Hugmyndafræði Samvinnu gengur út á að vinna að heilstæðri úrlausn með hindranir þátttakenda á einstaklingsmiðaðan hátt. Samvinna býður upp á fjölbreytt úrræði sem aðstoðar þátttakendur við að bæta heilsu sína og líðan, halda virkni og rútínu, hitta aðra einstaklinga sem eru að vinna með eigin hindranir ásamt því að kynnast vinnumarkaðinum á svæðinu og fá tækifæri til að láta reyna á vinnugetu sína. Tveir einstaklingar sögðu frá reynslu sinni í afmælisfagnaðinum og lofuðu mjög hjálpina sem þau fengu í sínum erfiðleikum. Þau af- hjúpuðu listaverkið „Veruleikakass- ann“ sem var unnið af þátttakendum Samvinnu starfsendurhæfingar. Þá var annað listaverk afhjúpað en það var „Skrefin“, gert af listamanninum Eyþóri Eyjólfssyni eða Ethorio en verkið var unnið út frá upplifun nem- enda MSS. Sönghópurinn Vox Felix söng og Eyþór Ingi Gunnlaugsson skemmti gestum og starfsmönnum MSS. MERK TÍMAMÓT HJÁ MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM Starfsmenn MSS voru í góðum gír á tímamótunum. Guðjónía Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS með Skúla Thoroddsen, fyrrverandi forstöðumanni. Listaverkið „Skrefin“ var afhjúpað. Listamaðurinn Ethorio er hér fyrir framan verkið. Kristín María Birgisdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík og formaður stjórnar MSS var veislustjóri. „Veruleikakassinn“, listaverk sem var unnið af þáttakendum Samvinnu starfsendurhæfingar undir leiðsögn Tobbu listakonu, var afhjúpað á afmælinu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.