Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.02.2018, Síða 12

Víkurfréttir - 08.02.2018, Síða 12
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg. Þann 22. febrúar 2018 verða 50 ár liðin frá því að Kvennakór Suður- nesja var stofnaður og er hann elsti starfandi kvennakór landsins. Kór- inn hefur átt sinn þátt í blómlegu menningarlífi á Suðurnesjum og hefur stuðlað að þátttöku kvenna í tónlistarlífi á svæðinu, en mikill fjöldi söngkvenna hefur sungið með kórnum þessi 50 ár. Kórinn ætlar að halda veglega upp á stórafmælið með afmælistónleikum í Stapa, Hljómahöll á sjálfan afmælis- daginn, auk þess sem haldin verður sýning í tengslum við afmælið í sam- starfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar í Stofunni í Duus Safnahúsum. Einnig munu Víkurfréttir gefa út sérblað í tilefni afmælisins sem gefið verður út miðvikudaginn 14. febrúar og dreift í öll hús á Suðurnesjum, þar sem farið verður yfir sögu og starfsemi kórsins í máli og myndum. Á tónleikunum í Stapa verður flutt tónlist eftir Suðurnesjatónskáld og textahöfunda, má þar nefna Magnús Þór Sigmundsson, Of Monsters and Men, Gunnar Þórðarson, Valdimar, Rúnar Júlíusson, Hjálma, Þorstein Eggertsson, Magnús Kjartansson og fleiri. Kórinn fær til liðs við sig frábært tón- listarfólk af Suðurnesjum, en þau Valdimar Guðmundsson úr hljóm- sveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart koma fram á tónleikunum og um hljóðfæraleik sjá Geirþrúður Fanney Bogadóttir á píanó, Þor- valdur Halldórsson á trommur, Jón Árni Benediktsson á bassa, Ásgeir Aðalsteinsson á gítar og Valdimar Guðmundsson á básúnu. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir. Sýningin í Duus mun spanna 50 ára sögu kórsins í máli, myndum og hljóðdæmum. Sýningin verður opnuð föstudaginn 9. febrúar og mun kórinn syngja við opnunina kl. 18. Einnig heldur kórinn tónleika í Bíó- salnum í Duus við lok sýningarinnar sunnudaginn 11. mars, en þá helgi er safnahelgi á Suðurnesjum. Safnið er opið alla daga frá kl. 12 - 17. Kórkonur eru stoltar af því að konum hér á Suðurnesjum hafi tekist að halda starfseminni svo blómlegri allan þennan tíma. Þar eiga stofn- endur kórsins mikinn þátt því vel var staðið að uppbyggingu fyrstu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir kon- ur á þeim tíma að stunda og reka félagsstarfssemi. Fjölmargar kon- ur af Suðurnesjum hafa átt þátt í að syngja með kórnum og halda honum gangandi. Þessari starfssemi sem er hluti af okkar menningarlífi og sögu kvenna á Suðurnesjum verður gerð skil á sýningunni. Margir ættu þar að kannast við ömmu, mömmu, systur eða vinkonu í sögu kórsins. Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli Kvennakór Suðurnesja fagnar stórum áfanga á næstunni. Tvö stöðugildi til Lögregl- unnar á Suðurnesjum Sigríður Andersen, dómsmálaráð- herra tilkynnti á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu að Lögreglan á Suðurnesjum fengi tvö stöðugildi til viðbótar til embættisins vegna rann- sókna kynferðisbrotamála. Með því að fjölga stöðugildunum ættu lögreglu- menn að geta lagt enn meiri áherslu á rannsókn kynferðisbrota, hún segist jafnframt hafa þær væntingar að þetta muni skipta sköpum. Stal viftu úr bókasafni Karlmaður sem lagði leið sína á Bóka- safn Reykjanesbæjar um helgina stal þaðan viftu, lögreglan á Suðurnesjum hafði skömmu síðar upp á honum á veitingahúsi í umdæminu. Í fórum hans fannst viftan og einnig fartölva sem grunur lék á að hann hefði fengið með ólögmætum hætti. Skýringar mannsins á því hvernig hann hefði eignast þessa muni voru mjög óskýrar og lögregla komst fljótlega að því að hvoru tveggja væri stolið. Viftunni og tölvunni var komið í réttar hendur. Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað á humri úr frystigámi í um- dæminu, hengilás hafði verið klipptur sundur til að komast inn í gáminn. Ekki er ljóst hversu miklu magni var stolið en lögreglan rannsakar málið. Suðurnesjaþekking www.hæfni.is Þekking skapar hæfni. Hæfni skapar gæði. Reykjanes sækir á í ferðamennsku. Ferðaþjónustufyrirtæki og starfsfólk í greininni gera sér grein fyrir að þekkingin og hæfnin eru hluti af slíkri sókn. Kynntu þér fjölbreytt framboð á náms- og fræðslumöguleikum sem kynnt er á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Leiðrétt Í síðasta tölublaði Víkurfrétta sagði Hallur J. Gunnarsson hjá Minja- og sögufélagi Grindavíkur að það hefði sprungið hitavatns- rör í Flaggstangarhúsinu þar sem að ýmislegt hefði soðnað og skemmst. Hallur átti við Gesthús en ekki Flaggstangarhúsið. Þá var Kvennó byggt árið 1930. Þessum leiðréttingum er hér með komið á framfæri. FRÁ RITSTJÓRN FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.