Víkurfréttir - 08.02.2018, Page 16
16 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg.
PMTO foreldranámskeið
PMTO námskeið er fyrir foreldra sem vilja læra aðferðir til að
draga úr hættu á hegðunarerfiðleikum barns og stuðla að góðri
aðlögun með því að:
▪ nota skýr fyrirmæli
▪ hvetja börn til jákvæðrar hegðunar
▪ nota jákvæða samveru og afskipti
▪ rjúfa vítahring í samskiptum
▪ vinna með tilfinningar og samskipti
▪ hafa markvisst eftirlit
▪ leysa ágreining
▪ auka markviss tengsl heimilis og skóla
-fyrir foreldra 4-8 ára barna sem vilja efla uppeldisfærni sína
Námskeiðið er haldið í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 og hefst
þriðjudaginn 20. febrúar 2018. Námskeiðið er í 8 skipti og
stendur frá kl. 19:00 til 21:00. Námskeiðslok eru 11.apríl.
Leiðbeinendur eru Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræð-
ingur og PMTO meðferðaraðili og Thelma Björk Guðbjörnsdóttir
félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili.
Þátttökugjald er 10.000 kr. fyrir báða foreldra, 8.000 kr. fyrir
einstakling. Hámarksfjöldi þátttakanda 20.
Nánari upplýsinga og skráning á netfangið PMTO@reykjanes-
baer.is.
Velferðarsvið Reykjanesbæjar
Flugakademía Keilis hefur tekið í
notkun nýjan og fullkominn flug-
hermi sem líkir eftir tveggja hreyfla
Diamond DA42 kennsluflugvél
skólans. Flughermirinn er sá full-
komnasti á landinu sem notaður
er við kennslu í atvinnuflugmanns-
námi og sá næst fullkomnasti á eftir
þjálfunarhermi Icelandair á Flug-
völlunum í Hafnarfirði.
Hermirinn mun veita flugnemum
kost á enn ítarlegri þjálfun en áður
og verður meðal annars hægt að æfa
aðstæður og viðbrögð sem almennt
er ekki hægt að æfa í kennsluflugi.
Stjórnklefinn í flugherminum er ná-
kvæm eftirlíking af DA42 kennslu-
vélinni og finnur nemandi því nánast
engan mun á umhverfinu sem gerir
þjálfunina mun raunverulegri. Á
endanum munu þessir þættir skila
sér í betri þjálfun nemenda Flugaka-
demíunnar.
Hægt að æfa viðbrögð við
aðstæðum sem ekki er hægt
að æfa á flugi
Vegna aukinnar ásóknar í flugnám
hefur Flugakademía Keilis bætt við sig
fjórum kennsluflugvélum. Áætlað er
að vélarnar komi til landsins á næstu
mánuðum og verður skólinn þá með
samtals fjórtán kennsluvélar á Kefla-
víkurflugvelli. Auk þess á skólinn fyrir
hreyfanlegan flughermi sem hefur
reynst afar vel og boðið flugnemum
upp á góða möguleika í grunnþjálfun,
þjálfun á stjórntækjum og þjálfunar-
tæki í blindflugi.
Snorri Páll Snorrason, skólastjóri
Flugakademíunnar, segir að ákvörðun
hafi verið tekin um að bæta við öðrum
flughermi sem veiti nemendum enn
betri árangur, en með honum verður
hægt að þjálfa nemendur á tveggja
hreyfla vél í sama umhverfi og þeir
eiga að venjast í flugvélum og líkja
eftir aðstæðum með mun raunveru-
legri hætti en áður.
Snorri bendir á að í flugkennslu er
yfirleitt eingöngu verið að æfa við-
brögð við mótormissi sem hluta af
neyðarviðbrögðum, en með nýja
herminum megi fara í ítarleg atriði og
líkja eftir ýmsum aðstæðum sem geta
komið upp og þjálfa ákvörðunartöku
flugmannsins við þeim. Í flugherm-
inum, sem kemur nýr frá austurríska
Diamond framleiðandanum, þeim
sama og framleiðir allar kennsluvélar
skólans, má kalla fram allar tegundir
af veðri og vindum, velja alla helstu
flugvelli heims og kalla fram marg-
víslegar bilanir.
Það er því um mikla breytingu að
ræða þegar kemur að gæðum kennslu
og möguleikum sem atvinnuflug-
nemum í Flugakademíu Keili bjóðast.
„Við erum komin með flugnámsbraut
Icelandair (cadet nám) og hafa fleiri
flugfélög áhuga á sambærilegu sam-
starfi vegna mikillar eftirspurnar eftir
flugmönnum. Til þess þurfum við
að fara alla leið og bjóða upp á enn
betri kennsluaðstöðu og búnað, svo
við getum boðið flugfélögum upp á
það sem þau eru að leita eftir“, segir
Snorri.
Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heima hafn ar í Grinda-
vík í síðustu viku. Skipið er í eigu Stakkavíkur en Óli á Stað
GK er með króka afla mark. Báturinn var sjósettur á síðasta
ári og hefur undanfarna mánuði verið að veiðum en lagt upp
í öðrum höfnum en heimahöfninni, Grindavík. Báturinn
var smíðaður hjá skipa smíðastöðinni Seigi. Hann er 13,17
metr ar á lengd og er tæp 30 brútt ót onn. Hann er sagður
gott sjóskip.
Í bátnum eru fjórir tveggja manna klefar, borðsalur og setu-
stofa, ásamt fullkomnu og góðu eldhúsi. Það er mikið lagt upp
úr góðri aðstöðu fyrir áhöfnina. Báturinn er nær samskonar og
annar bátur sem Stakkavík fékk á haustmánuðum 2014 og hét
Óli á Stað GK. Sá bátur var seldur austur á firði árið 2016 þegar
fyrirtækið þurfti að gera breytingar í krókaaflamarkskerfinu.
Óli á Stað GK er búinn til línuveiða en sl. fimmtudag, þegar
báturinn kom fyrst til heimahafnar í Grindavík, var línan
dregin skammt undan landi suður af Grindavík og veiðin var
með ágætum.
Kominn í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík
Mán inn reyndi að fela sig á bak við fjallið þegar Óli á Stað GK kom til hafn ar, en í bak sýn má einnig sjá fisk vinnslu Stakka vík ur. VF-myndir: Hilm ar Bragi
AUKIN GÆÐI Í FLUGKENNSLU MEÐ NÝJUM FLUGHERMI
Myndir frá Marie-Laure Parsy, nemanda í atvinnuflugnámi Keilis. Á myndunum eru Ingþór
Ingólfsson, ritstjóri Allt um flug og Snorri Páll Snorrason, skólastjóri Flugakademíu Keilis