Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 0 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 2 . M a r s 2 0 1 8
20–50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
K R I N G L U
K A S T
LOKADAGUR
Fréttablaðið í dag
skoðun Sigurður Ingi skrifar um
nýafstaðið flokksþing. 9
sport ÍBV heldur áfram að
sanka að sér bikartitlum. 10
lÍfið Raftónlistarmaðurinn
Bjarki Rúnar Sigurðarson spilar
á Sónar Reykjavík um næstu
helgi. 22
plús 2 sérblöð l fólk
l fasteignir
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
stjórnMál Björt framtíð mun ekki
bjóða fram lista í komandi borgar-
stjórnarkosningum. Þetta staðfestir
Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins.
Eins og greint hefur verið frá hafa
þreifingar verið milli Bjartrar fram-
tíðar og Viðreisnar um samstarf í
sveitarstjórnarkosningum, bæði í
borginni og í öðrum sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur
fyrir að ekki verður af slíku samstarfi
í Reykjavík og Björt framtíð mun
heldur ekki bjóða fram sér í borginni.
„Við sitjum bara hjá eina umferð,
segir Björt Ólafsdóttir, formaður
flokksins. Hún segir það ekkert
launungarmál að undanfarið ár hafi
verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti
innan flokksins. Þá ætli kjörnir full-
trúar flokksins í Reykjavík ekki að
gefa kost á sér aftur en Björt framtíð
á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn
Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman
og hafa þau starfað með meirihlut-
anum í Reykjavík á því kjörtímabili
sem er að ljúka.
„Þetta var samt hvorki auðveld né
léttvæg ákvörðun, enda erum við
ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu
breytingum sem hafa orðið á pólitík-
inni í Reykjavíkurborg. Besti flokkur-
inn kom og breytti þar algjörlega um
kúrs og bauð ekki bara upp á mann-
lega pólitík heldur líka stöðugleika í
stjórnun borgarinnar í stað þess róts
sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti
hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt
og nefnir að Björt framtíð hafi dyggi-
lega stutt við þessa stefnubreytingu
í allri stjórnun og meðferð fjármuna
útsvarsgreiðenda í Reykjavík undan-
farin fjögur ár.
Aðspurð segir hún mikið hafa
verið skorað á hana sjálfa að fara
fram. „Já, ég hef verið beðin um það
en ég hef ekki hug á því á þessum
tímapunkti, kannski og örugglega
seinna, það kemur bara í ljós en
þessi ákvörðun er fyrst og fremst per-
sónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo
margt annað að bjóða sem betur fer.
En þessi ákvörðun flokksins er líka
alveg í línu við það sem við höfum
áður sagt, við erum ekki að halda
honum úti til þess að koma fólki fyrir
einhvers staðar, það er auðvitað mjög
óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi
það ekki sem meginmarkmið að við-
halda sjálfum sér fyrst og fremst, en
þannig er það nú samt hjá okkur,“
segir Björt.
Björt framtíð undirbýr nú fram-
boð undir eigin merkjum og í sam-
starfi við aðra í nokkrum stærstu
sveitarfélögum landsins; Kópavogi,
Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og
ef til vill fleirum.
„Svo mun okkar fólk á Akureyri
starfa með L-listanum þaðan sem
margir komu reyndar yfir í lands-
málin með Bjartri framtíð til að
byrja með,“ segir Björt. Hún segir
flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir
komandi kosningum. „Björt framtíð
hefur verið í meirihluta og við stjórn-
völinn í öllum stærstu sveitarfélögum
landsins og við erum stolt af viðsnún-
ingi sem sést til að mynda í rekstri
Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og
gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo
eitthvað sé nefnt,“ segir formaður
flokksins. adalheidur@frettabladid.is
Björt framtíð býður
ekki fram í Reykjavík
Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgar-
stjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið
flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu.
Björt Ólafsdóttir,
formaður Bjartrar
framtíðar.
dýrahald Bréfdúfnafélag Íslands
hefur sent umhverfis- og skipulags-
ráði Reykjavíkurborgar erindi þar sem
félagið óskar eftir plássi undir dúfna-
kofa. Guðmundur Jónsson, formaður
félagsins, segir að borgin sé að leita að
heppilegum stað.
Guðmundur segir að um 20 félags-
menn keppi nánast um hverja helgi
yfir sumartímann. Skikinn þurfi ekki
að vera stór en nægur til að koma um
fjórum til fimm dúfnakofum fyrir.
Hver kofi ætti að geta rúmað 30-40
fugla. – bbh / sjá síðu 2
Leita að plássi
fyrir dúfur
Menntun „Eitt af helstu markmið-
um samræmdra prófa er að aðstoða
skóla, foreldra, menntakerfið og
samfélagið í heild við að bæta skóla-
starf og ef við höfum ekki aðgang að
mælitækjunum þá fellur það mark-
mið náttúrulega um sjálft sig,“ segir
Páll Hilmarsson sem kvartaði til
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál eftir að Menntamálastofnun
hafnaði beiðni hans um aðgang að
samræmdu prófi sem lagt var fyrir
son hans í fjórða bekk. – aá / sjá síðu 4
Vill fá að sjá
próf sonar síns
Þjóðbúningadagur var haldinn í Safnahúsinu í gær. Fólk var hvatt til að klæðast þjóðbúningum af öllu tagi og sýna sig og sjá aðra. Þjóðdansafélag
Reykjavíkur steig dans og var öllum viðstöddum boðið að taka þátt. Ungir sem aldnir tóku þátt og skemmtu sér vel. FréttaBlaðið/EyþÓr
30-40
fuglar þurfa að komast fyrir í
hverjum dúfnakofa
1
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
2
A
-5
A
9
8
1
F
2
A
-5
9
5
C
1
F
2
A
-5
8
2
0
1
F
2
A
-5
6
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K