Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 2
Veður
Norðaustlæg átt í dag og skýjað á
köflum, en hvasst með SA-strönd-
inni og dálítil snjókoma eða slydda
þar. Frost 0 til 9 stig, en frostlaust
syðst. sjá síðu 16
Rafvirkjar
LED rakaþétt ljós
www.olafsson.is
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
Sólveig fundaði með félagsmönnum
DýrahalD Bréfdúfnafélag Íslands
hefur sent umhverfis- og skipu-
l a g s rá ð i Reyk javí ku r b o r g a r
erindi þar sem félagið óskar eftir
skika undir starfsemi sína þar
sem reistir yrðu dúfnakofar. Guð-
mundur Jónsson, formaður félags-
ins, segir að borgin sé að leita að
heppilegum stað. Félagið hafði
augastað á skika í Elliðaárdal, en
fékk hann ekki.
Guðmundur segir að um 20
félagsmenn séu mjög virkir og
keppi nánast um hverja helgi yfir
sumartímann. Skikinn þurfi ekki
að vera stór en nægur til að koma
um fjórum til fimm dúfnakofum
fyrir, en hver kofi er um 12 fer-
metrar og rúmast um 30-40 fuglar
í hverjum kofa.
„Við fengum svona svæði í Hafn-
arfirði og nú leitum við að svæði í
Reykjavík. Það eru nokkrir mjög
virkir í félaginu og við erum um
20 sem keppum nánast um hverja
he gi,“ segir hann.
Alls eru níu keppnir í sumar
en fyrsta æfingamótið fer fram í
maí. Þá fljúga dúfurnar 104 kíló-
metra en lengsta keppnin er um
400 kílómetrar. Sá fugl sem skilar
sér fyrstur heim vinnur. „Hver
fugl er með rafrænan hring um
fótinn. Öllum fuglum er ekið á
keppnisstað og er öllum sleppt
nánast á sömu sekúndu. Þegar
þeir koma heim til sín þá stíga
þeir á platta um leið og þeir ganga
inn og skannast inn. Eigendurnir
fylgjast svo með í símanum hvaða
fugl nær fyrstur heim. Við sjáum
samstundis í hvaða sæti þeir eru
og fleira.“
Hann segir að dúfurnar rati
nú alltaf heim til sín, það sé lítið
vandamál. „Við verðum samt
alltaf fyrir einhverjum skakka-
föllum vegna veðurs og fálkans
sem reynir að ná í dúfurnar. Í fyrra
til dæmis lentum við í miklu verra
veðri en við áætluðum og það var
mjög hvasst. Þá voru dúfurnar að
skila sér heim á nokkrum dögum.
Fálkinn nær líka einni og einni
dúfu,“ segir hann. Guðmundur
bíður spenntur eftir sumrinu og
hvort borgin finni skika handa
félaginu sem flýgur hátt þessa
stundina. benediktboas@365.is
Vilja koma upp nýrri
aðstöðu fyrir bréfdúfur
Bréfdúfnafélags Íslands hefur óskað eftir skika í Reykjavík undir starfsemi sína.
Vilja að fjórir til fimm dúfnakofar komist fyrir á skikanum. Borgin leitar að
heppilegum stað. Um 20 félagsmenn keppa um hverja helgi yfir sumartímann.
Keppnirnar í sumar
20/5 104km Hjálparfoss
27/5 130km Hrauneyjafoss
3/6 200km Botnar National
10/6 250km Freysnes
17/6 260km Freysnes
24/6 330km Höfn
1/7 330km Höfn
8/7 400km Seyðisfjarðarheiði
15/7 330km Grímsstaðir
22/7 400km Langanes
29/7 400km Langanes
Guðmundur í dúfnakofanum sínum. Hann segir að vorverkin séu skemmtileg
enda undirbúningur hafinn fyrir fuglana. „Þetta snýst um meira en að vera með
dúfur í kofa,“ segir hann spenntur fyrir komandi sumri. Fréttablaðið/EyÞór
Tilvonandi formaður í Eflingu, Sólveig Anna Jónsdóttir, fundaði með félagsmönnum Eflingar í gær. „Þetta var óformlegur fundur sem við í B-listan-
um ákváðum að halda til þess að hitta fólk og sjáum fyrir okkur að þetta verði sá fyrsti af mörgum,“ segir Sólveig. Hún segist ekki vilja bíða með að
kynnast félagsmönnum. „Við vorum með köku þannig að þetta var líka pínulítið eins og fermingarveisla,“ segir Sólveig. Fréttablaðið/EyÞór
DÓMsMál Kona á fertugsaldri var
í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í
16 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt,
skilasvik og brot gegn bókhalds-
lögum. Konan hafði dregið sér rúm-
lega 59 milljónir króna í starfi sínu
sem framkvæmdastjóri félagsins
Gæi ehf.
Brotin hófust árið 2007 og stóðu
til ársins 2014. Meðal annars voru
rúmlega níu milljónir millifærðar
af reikningi félagsins eftir að árang-
urslaust fjárnám hafði verið reynt
í því.
Í niðurstöðu dómsins segir að
konan hafi játað brot sitt og verið
samvinnufús við rannsókn málsins.
Þá hefur hún ekki gerst brotleg við
lög áður. Þó þótti ekki unnt að skil-
orðsbinda refsinguna að fullu þar
sem upphæðin var svo há og brotin
stóðu yfir langt tímabil. Fjórtán
mánuðir hennar voru skilorðs-
bundnir með vísan til fyrrgreindra
atriða og sökum þess að konan er
þunguð af sínu fjórða barni. – jóe
Dæmd fyrir
59 milljóna
fjárdrátt
sTjÓrNMál Framboðsfrestur í próf-
kjörum Pírata fyrir komandi sveit-
arstjórnarkosningar rennur út í
dag klukkan 15.00. Sem stendur
hefur verið ákveðið að halda próf-
kjör fyrir lista í Reykjavík, Kópa-
vogi og Hafnarfirði.
Í Reykjavík hafa sautján ein-
staklingar lýst yfir framboði en
í þeim hópi eru meðal annars
varaborgarfulltrúinn Þórgnýr
Thoroddsen og Dóra Björt Guð-
jónsdóttir, fyrrverandi formaður
Ungra Pírata. Þá er einnig í fram-
boði Alexandra Briem, nái hún
kjöri verður hún fyrsti trans borg-
arfulltrúinn.
Í Hafnarfirði hafa sjö lýst yfir
framboði en í Kópavogi fimm.
Hægt er að fræðast um frambjóð-
endur og málefni þeirra á kosn-
ingavef Pírata. Prófkjörið sjálft
hefst síðan þann 19. mars næst-
komandi. – jóe
Framboðsfrestur
Pírata rennur út
slys Harður árekstur tveggja bif-
reiða varð síðdegis í gær, austan við
þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri.
Í öðrum bílnum var ökumaður-
inn einn, en tveir voru í hinum
bílnum. Allir voru fluttir til Reykja-
víkur með þyrlu. Veginum var lokað
á meðan rannsókn stóð yfir og öku-
tækin fjarlægð af veginum. – jhh
Harður árekstur
við Klaustur
3
voru fluttir með þyrlu til
Reykjavíkur eftir slysið
1 2 . M a r s 2 0 1 8 M á N u D a G u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
1
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
A
-5
F
8
8
1
F
2
A
-5
E
4
C
1
F
2
A
-5
D
1
0
1
F
2
A
-5
B
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K