Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 30
Elsku pabbi okkar, sonur og bróðir,
Björgúlfur Ólafsson
rithöfundur og leiðsögumaður
lést á Landspítalanum 9. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Birta Björgúlfsdóttir
Ólafur Björgúlfsson
Teitur Björgúlfsson
Ólafur Björgúlfsson
Kristín Ólafsdóttir Örn Svavarsson
Bergljót Ólafsdóttir Arnar Stefánsson
Ástkær systir okkar,
Ingibjörg Sverrisdóttir
sjúkraliði,
frá Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
5. mars sl. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu þriðjudaginn
13. mars kl. 11.00.
Ólöf Sverrisdóttir
Sveinbjörn Sverrisson
Svava Sverrisdóttir
Elskuleg móðir, amma, langamma og
langalangamma
Ragna Hólmfríður Pálsdóttir
lést miðvikudaginn 7. mars á dvalarheimili
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á
Sauðárkróki. Útför fer fram frá
Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 14. mars
kl. 14. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem
önnuðust hana í veikindum hennar.
Elín Hólmfríður Haraldsdóttir
Þórður Gunnar Haraldsson Joseph Piskura
Guðrún Elín Hilmarsdóttir
Ragna Rós Bjarkadóttir Gunnar Valsson
Jón William Bjarkason Guðríður Þórarinsdóttir
langömmubörn og langalangömmubörn
1554 - Klausturhald var formlega aflagt á Íslandi.
1894 - Coca Cola var selt á flöskum í fyrsta sinn.
1916 - Alþýðusamband Íslands og Alþýðuflokkurinn voru
stofnuð. Fyrsti formaður var Jón Baldvinsson.
1921 - Eldur varð laus í vitanum á Stórhöfða í Vestmanna-
eyjum eftir að eldingu laust niður í hann.
1965 - Hljómsveitin Hljómar gaf út sína fyrstu plötu með-
lögunum „Bláu augun þín“ og „Fyrsti kossinn“, bæði eftir
Gunnar Þórðarson en textana samdi Ólafur Gaukur.
1965 - Hljómleikar voru haldnir í Austurbæjarbíói. Þar kom
fram breska hljómsveitin The Searchers ásamt íslensku
hljómsveitunum Tónum og Sóló.
1967 - Indira Gandhi var kjörin formaður Kongressflokksins
og forsætisráðherra Indlands.
1967 - Sukarno, forseta Indónesíu, var steypt af stóli.
1974 - Háskóli Íslands sæmdi Gunnar Gunnarsson og
Þórberg Þórðarson titlinum doctor litterarum islandicum
honoris causa.
1977 - Íslenska kvikmyndin Morðsaga var frumsýnd.
2003 - Alþjóða heilbrigðisstofnunin lýsti yfir neyðarástandi
vegna bráðalungnabólgu.
Merkisatburðir
Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán
Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði
að hljóma á útvarpsstöðum landsins
fyrir helgi.
Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu
sem hann ætlar að gefa út með vorinu.
Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og
ætlar að safna fyrir plötunni á Karolina-
fund. Stefán er söngvari hljómsveitarinn-
ar Dimmu og þar hefur hann róið öllum
árum að því að skapa sér stórt nafn.
„Dimma er búin að vera á fullu síðan
2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt
í tónleikum og fleiru með Bubba Mort-
hens og ýmislegt fleira þannig að núna
er skipið á floti og siglir áfram þöndum
seglum. Það eru fullt af verkefnum með
Dimmu fram undan en mér fannst
stundin vera núna að gera þessa plötu.“
Hann segir að sér finnist betra að gera
plötu með öðrum og líti á sig frekar sem
verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það
koma margir að því að móta músíkina.
Biggi trommari hefur sitt að segja með
trommurnar og sama gildir um Hálfdán
með bassann. Þetta eru reynslumiklir
menn úr bransanum sem hafa snert á
miklu og hafa grunn í að vera skapandi
í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín
því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu
betri en mínar,“ bendir hann á.
Fleiri lög eru væntanleg af komandi
plötu í spilun en Stefán hefur samið flest
sitt í samstarfi með Halldór Á. Björns-
son. Birgir Jónsson slær á trommur,
Hálfdán Árnason plokkar bassann og
Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er
gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að
hafa plötuna á ensku en það var algjör
vitleysa að syngja á útlensku.“
Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir
með því að spila á sem flestum stöðum
í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir
HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er
ævintýragjörn, blaut og köld en samt
svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem
eru klár og þau hafa öll sín einkenni.
Planið er að fylgja plötunni eftir með
því að spila í því bæjarfélagi þar sem
maður hefur átt bensín til að drífa í.
Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir
Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir
að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“
benediktboas@365.is
Gamalt lag sem
fékk nýjan hljóm
Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, hefur gefið út lagið Flóttamaður sem mun
hljóma á sólóplötu hans. Hann stendur á tímamótum því hann er vanur að hafa
heila hljómsveit fyrir aftan sig en nú stendur hann einn á stóra sviðinu.
Stefán á rjúpum í Mývatnssveit þar sem hluti textans fæddist við lagið Flóttamaður sem nú hljómar á útvarpsstöðvum landsins.
Þetta eru reynslumiklir
menn úr bransanum
sem hafa snert á miklu og hafa
grunn í að vera skapandi í allar
áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín
því þeirra hugmyndir eru
yfirleitt miklu betri en mínar.
Stefán Jakobsson
Alþýðusamband Íslands, heildar-samtök íslenskra stéttarfélaga, var stofnað þennan dag árið
1916. Félagsmenn eru hvort tveggja
starfsmenn á almennum vinnumark-
aði og hjá hinu opinbera. Þau félög
sem stóðu að stofnuninni voru Verka-
mannafélagið Dagsbrún, Hásetafélagið,
Verkakvennafélagið, Prentarafélagið,
Bókbindarafélagið, Verkamannafélagið
Hlíf og Hásetafélag Hafnarfjarðar.
Á vef Alþýðusambandsins segir að til-
gangur stofnunarinnar hafi verið að auð-
velda baráttu verkamanna fyrir bættum
kjörum. Samhliða kjarabaráttu líðandi
stundar hafi alla tíð verið lögð áhersla á
að byggja upp fyrir næstu kynslóðir og
horfa til framtíðar.
Á stofnþingi var Ottó N. Þorláksson
kjörinn forseti en Jón Baldvinsson tók
við sem forseti. Núverandi forseti ASÍ er
Gylfi Arnbjörnsson.
Samhliða stofnun ASÍ var Alþýðu-
flokkurinn stofnaður, en árið 1940 var
lögum ASÍ breytt og flokkurinn skilinn
frá til að mynda breiða samstöðu vinn-
andi manna óháð flokkspólitík. ASÍ
hóf þó aftur afskipti af stjórnmálum
við stofnun Alþýðubandalagsins í apríl
1956.
Þ ETTA G E R ð i ST 1 2 . M A R S 1 9 1 6 :
Alþýðusamband Íslands stofnað
Mynd/ LjóSMyndaSaFn ReykjavíkuR
1 2 . m a r s 2 0 1 8 m Á N U D a G U r14 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð
tímamót
1
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
2
A
-6
4
7
8
1
F
2
A
-6
3
3
C
1
F
2
A
-6
2
0
0
1
F
2
A
-6
0
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K