Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 96
3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r44 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð
tímamót
Það er söngkonuhljómur í rödd Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur þegar hún svarar símanum enda er hún félagi í kór Breiðholtskirkju. Svo er hún líka formaður
kórsins og hennar hlutverk er að halda
fólki við efnið. Yfirleitt segir hún vel
mætt á æfingar. „Reyndar setti flensan
rosalegt strik í reikninginn í vetur, það
var bara eins og kórinn væri tannlaus á
tímabili, en nú eru allir að verða hressir,“
segir hún.
Það er líka eins gott því nú á að halda
veglega tónleika klukkan 17 í dag til að
fagna tvennum tímamótum, þrjátíu ára
vígsluafmæli kirkjunnar og fjörutíu og
fimm ára afmæli kórsins. Í efnisskrá tón
leikanna er nokkrum trúarlegum verk
um Jóns Leifs fléttað inn í hina frægu
sálumessu eftir Gabriel Fauré. „Þetta
eru allt verk sem eru þrungin miklum
tilfinningum,“ upplýsir Ágústa.
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tón
skáld samdi lag fyrir kórinn fyrir fjörutíu
ára afmælið, Rennur upp um nótt, nefn
ist það. Nú segir Ágústa unnið að útgáfu
á því. Höfundurinn syngur með kórn
um, Ágústa segir hann einn af máttar
stólpunum í bassanum. „Við erum rík
af tónskáldum því auk Hróðmars Inga
eru þrír félaganna í tónsmíðanámi.“
Fjöldinn í kórnum er í kringum tuttugu
og fimm að hennar sögn. „Svo erum við
með stúlknakór til að syngja með í einu
verkinu, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirs
dóttur. Þar var hóað saman dætrum og
frænkum kórfélaga, svo hann er nokkurs
konar afurð,“ segir Ágústa glaðlega.
Einsöngvarar á tónleikunum eru
Ágúst Ólafsson, Marta Guðrún Hall
dórsdóttir og Ásta Sigríður Arnardóttir
og hljóðfæraleikarar eru Elísabet Waage
á hörpu og Steingrímur Þórhallsson á
orgel. Kórstjóri er Örn Magnússon.
Breiðholtskirkja er eitt af kenni
leitum Bakkanna neðst í holtinu. „Ég
segi stundum að hún sé eins og félags
heimilið í myndinni Með allt á hreinu,
hún er miklu stærri að innan en að utan,
því það er svo góður salur í kjallaranum,“
segir Ágústa. „En fækkað hefur í söfnuð
inum með árunum enda hefur margt
fólk í öðrum trúfélögum hreiðrað um
sig í Bökkunum.“
Tónleikana ber upp á sama dag og
Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ekki telur
Ágústa þá viðburði þó stangast á, heldur
þvert á móti. „Tónleikarnir eru ágæt upp
hitun fyrir kvöldið og ef fólk jafnar út
áhrifin af þeim og keppninni held ég að
gott jafnvægi skapist í sálinni.
gun@frettabladid.is
Upphitun fyrir kvöldið
Tímamót í tjaldkirkjunni er yfirskrift tónleika í Breiðholtskirkju síðdegis í dag í tilefni
þess að hún á þrjátíu ára vígsluafmæli á árinu og kórinn verður fjörutíu og fimm ára.
„Þetta eru allt verk sem eru þrungin miklum tilfinningum,“ segir Ágústa um efni tónleikanna í dag. Fréttablaðið/anton brink
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðfinna Snæbjörnsdóttir
fv. ellimálafulltrúi,
Löngulínu 2, Garðabæ,
lést að Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni
28. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá
Vídalínskirkju þann 9. mars kl. 15.00.
Snæbjörn Tr. Össurarson María H. Baldursdóttir
Guðrún H. Össurardóttir Brynjólfur Steingrímsson
Bjarni S. Össurarson Britt Augustson
Birgir Össurarson
Ómar Össurarson Steinunn Geirsdóttir
Hulda S. Össurardóttir Markús Jóhannesson
Margrét Össurardóttir Albert Þórðarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
Salómon Gunnlaugur
Gústaf Kristjánsson
Erluhrauni 9, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
líknardeildinni í Kópavogi 26. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 7. mars kl. 13. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu minnast hans er
bent á Ljósið og Krabbameinsfélagið.
Ingibjörg Kjartansdóttir
G. Margrét Salómonsdóttir Júlíus Jóhannesson
Hulda S. Salómonsdóttir Steingrímur Ólason
Kjartan F. Salómonsson Kolbrún K.B.
Alexandersdóttir
og barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Helga Ívarsdóttir
Hátúni 8,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
22. febrúar. Útför hennar fer fram í
Langholtskirkju þriðjudaginn 6. mars nk. kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á SKB, Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.
Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir Sigurður V. Gunnarsson
Sólrún Ása Guðjónsdóttir Rúnar Friðgeirsson
Vignir Guðjónsson Guðný Atladóttir
Hraunfjörð
Guðjón Guðjónsson Margrét Grétarsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
FALLEGIR LEGSTEINAR
til 15.mars
af öllum legsteinum
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Afsláttur
0
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
1
D
-E
0
0
8
1
F
1
D
-D
E
C
C
1
F
1
D
-D
D
9
0
1
F
1
D
-D
C
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
8
s
_
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K