Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 112
3. mars 2018
Sýningar
Hvað? Sýningaropnun: Náttúru-
skynjun eftir Þórunni Báru
Hvenær? 14.00
Hvar? Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14
Gallerí Fold kynnir með stolti sýn-
inguna „Náttúruskynjun“ eftir Þór-
unni Báru Björnsdóttur. Þórunn
hefur mikinn áhuga á sambandi
manns og náttúru, hvernig við
skynjum og upplifum náttúruna og
áhrif á líkamlega og andlega heilsu
okkar. Verk Þórunnar eru oft stór
og litrík með óræðum formum,
vill hún með þeim sýna okkur að
með því að stoppa eitt augnablik
muni það draga úr streitu í innra
samtali manns við hversdagslega
náttúru. Verk hennar vekja áhuga á
umhverfisheimspeki og mannkyn-
inu eins og það kemur fyrir. Það er
vaxandi vitund um að menn séu
óaðskiljanlegur hluti náttúrunnar,
þar sem bæði maðurinn og nátt-
úran hafa slæm og góð áhrif hvort
á annað. Þau hrikalegu áhrif lofts-
lagsbreytinga á umhverfi okkar
er gott dæmi um slæm áhrif sem
maðurinn hefur haft á náttúruna í
samanburði við þau góðu grös og
lækningarmátt sem náttúran hefur
gefið okkur í gegnum aldir. Þórunn
Bára brýnir fyrir áhorfandanum
að raddir listamanna eru þörf til
að framkvæma eða leggja áherslu
á þessar staðreyndir til að betrum-
bæta hugsun okkar hvers annars
í garð.
Viðburðir
Hvað? Matarmarkaður Búrsins
Hvenær? 11.00
Hvar? Harpa
Matarmarkaður Búrsins í Hörpu
alla helgina. Bændur, sjómenn og
smáframleiðendur samankomin í
Hörpu með alls konar matarhand-
verk víðsvegar af landinu. Uppruni,
umhyggja og upplifun.
Hvað? Strandarhreinsun
Hvenær? 15.00
Hvar? Faxaskjól
Sjálfboðaliðar ætla að hittast og
hreinsa strandlínuna við Ægisíðu.
Hún er full af rusli.
Hvað? Hjólreiðaferð á laugardegi
Hvenær? 10.15
Hvar? Hlemmur
Laugardagsferðir Landssamtaka
hjólreiðamanna og Hjólafærni
frá Hlemmi. Hist á Hlemmi kl. 10
og hjólað af stað um 10.15. Hjól-
aðar eru mismunandi leiðir um
borgina og höfuðborgarsvæðið
eftir rólegum götum og stígum í um
1-2 tíma. Markmiðið er að hittast
og sjá og læra af öðrum hjólreiða-
mönnum hversu auðvelt er að hjóla
í borginni.
Ferðin er ókeypis og allir velkomn-
ir. Farið í kaffi í lok ferðar.
Hvað? KaKó súkkulaði danspartí
Hvenær? 20.08
Hvar? Yogavin
Það verður sannkallað KaKó partí. Í
boði verður 100% hreint súkkulaði
frá Gvatemala sem kitlar hjartaræt-
ur og gefur okkur rými til að stíga
algjörlega inn í kraftinn sem býr
innra með okkur. Einnig verður í
boði að fá andlitsmálingu til að fylla
fögnuðinn með litum. Tónlistar-
maðurinn Óli Hrafn, aka Óló, mun
stýra tónlist kvöldsins með seiðandi
tónum sem eiga eftir að leiða þig
inn í DansAndi töfra. Slepptu
takinu á öllu sem þjónar þér ekki
lengur og leyfðu flæði dansins að
færa þig inn á við. Að lokum verður
boðið upp á slökun með heilandi
tónum gongs, shaman-trommu og
kristalssöngskála. Mælt er með að
fasta 2-3 tímum fyrir viðburðinn.
Komdu í þægilegum fötum sem þér
finnst gott að dansa í. Kvíða- eða
þunglyndislyf fara ekki alltaf vel
með kakóinu. Viðburðurinn kostar
1.500 krónur. Hægt er að borga við
innganginn, aðeins með reiðufé.
Hvað? Grettissaga Einars Kárasonar
Hvenær? 20.00
Hvar? Landnámssetrið, Borgarnesi
Einar Kárason mun koma fram á
Söguloftinu í Landnámssetrinu í
Borgarnesi og flytja Grettissögu.
Einar er sá listamaður sem hefur
verið með flestar frumsýningar í
Landnámssetrinu. Þetta verður
hans sjötta sýning hjá okkur, en
mörgum er í fersku minni frábær
flutningur hans á Skáldinu Sturlu og
Óvinafagnaði. Hann er fyrir vikið
orðinn jafn virtur sem sögumaður
og rithöfundur. Nú ætlar hann að
segja okkur eina vinsælustu Íslend-
ingasöguna, söguna um ógæfu-
manninn Gretti Ásmundsson.
Miðaverð kr. 3.500 og 3.000 fyrir
hópa 10+, eldriborgara. námsmenn
og börn.
Hvað? Háskóladagur HÍ
Hvenær? 12.00
Hvar? Háskóli Íslands
Bragðlaukaþjálfun, örnámskeið
í rússnesku, mögnuð sýning hjá
Sprengjugenginu og jarðskjálfta-
borð sem hermir eftir Suðurlands-
skjálftanum 2008 auk kynningar
á um 400 námsleiðum í grunn- og
framhaldsnámi er meðal þess sem
í boði verður í Háskóla Íslands
þegar Háskóladeginum verður
fagnað. Háskólinn opnar dyr sínar
upp á gátt fyrir landsmönnum
öllum á Háskóladeginum og býður
upp á ótal viðburði, kynningar
og uppákomur sem sýna nám,
nýsköpun, rannsóknir og vísindi í
litríku og lifandi ljósi. Á staðnum
verða vísindamenn, kennarar
og nemendur úr öllum deildum
háskólans sem svara spurningum
um allt milli himins og jarðar.
Margþætt þjónusta skólans, félags-
líf og starfsemi verður kynnt og
hægt að skoða rannsóknarstofur,
tæki og búnað.
Hvað? Kynjaþing 2018
Hvenær? Laugardag kl 12
Hvar? Tækniskólinn
Samráðsvettvangur samtaka sem
starfa að jafnrétti og mannrétt-
indum. Þingið er haldið í Tækni-
skólanum á Skólavörðuholti og
hefst dagskrá klukkan 12. Kynja-
þingið er lýðræðislegur og femín-
ískur vettvangur fyrir almenning.
Dagskrá þingsins er skipulögð af
félagasamtökum og grasrótarsam-
tökum og hugmyndin er sú að auka
samræður milli okkar sem er annt
um jafnrétti í heiminum og gefa
almenningi tækifæri til að kynnast
því helsta sem er að gerast í femín-
ískri umræðu.Ókeypis aðgangur
er að kynjaþingi og öll velkomin.
Fjöldamörg samtök standa fyrir
viðburðum á Kynjaþingi: Aflið, Blátt
áfram, Femínistafélag HÍ, Femínísk
fjármál, Kvennahreyfing Viðreisnar,
Kvennaráðgjöfin, Kvennasögusafn
Íslands, Kvenréttindafélag Íslands,
Landssamband Sjálfstæðiskvenna,
#metoo hópur kvenna af erlendum
uppruna, Myndin af mér, Rótin,
Samtök launafólks: ASÍ, BHM, BSRB
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Laugardagur
hvar@frettabladid.is
Tónlistarskólar halda uppskeruhátíð sína í Eldborg.
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-19
Mömmubíó : Florida Project 14:00
Mömmubíó : Call Me By Your Name 14:00
Mömmubíó : Antboy og Rauða refsinornin 14:00
Montparnasse Bienvenúe ENG SUB 18:00
The Florida Project 17:45
Redoubtable ENG SUB 20:00
What Will People Say Q&A ENG SUB 20:00
Óþekkti hermaðurinn 20:00
A Gentle Creature ENG SUB 22:00
Before We Vanish ENG SUB 22:30
Woman Of Mafia ENG SUB 2230
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr. 254.995 m/hálfu fæði o.fl.
Innifalið: Flug og flugvallarskattar til og frá Agadir, innrituð 23 kg
taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hótelum í 11 nætur m/
hálft fæði innifalið. Hádegisverður daga 2, 3, 4, 6 og 8. Akstur og
kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun. Íslensk fararstjórn miðað við
lágmarksþátttöku 20 manns.
Íþessari ferð gefst farþegum tækifæri til að skyggnast inn í framandi heim Marokkó. Komdu með og upplifðu
borgirnar Marrakech, Essaouira og Agadir í Marokkó!
Marrakech er forn konungsborg sem á rætur sínar að rekja
til 11. aldar en dvalið er þar fyrstu 5 næturnar. Í dag er
borgin fjórða stærsta borg Marokkó eftir Casablanca, Fez
og Tanger. Í borginni er mikið um að vera, þá sérstaklega á
miðbæjartorginu Djemaa El Fna en þar er einstök stemming.
Sagt er að hvergi í Marokkó finnist betur þessi samruni
gamla tímans og nútíma en í Marrakech, borgin dáleiði, töfri
og kryddi upplifun þess sem sæki hana heim! Frá Marrakech
er ekið til sjávarþorpsins Essaouira, þar sem gist er í 3 nætur.
Essaouira er ein af elstu hafnarborgum Marokkó og í
borginni er að finna vel varðveitt borgarvirki frá 18. öld sem
er á heimsminjaskrá Unesco. Á slóðum Essaouria fóru fram
tökur Orson Welles á kvikmyndinni Óþelló og upp úr 1970
fóru hippar að flykkjast í borgina. Í bænum er gaman að rölta
um gamla bæjarhlutann en ólíkt Marrakech er auðvelt að
rata um borgina. Essouira er einnig þekkt fyrir áhugaverðar
verslanir og hér hefur þróast sérstakur s.k. „naive“ myndstíll
sem kallast Gnawa og finna má á markaðnum og í galleríum.
Eftir dvölina í Essaouria er svo ekið til Agadir.
Agadir borgin er við strandlengju Marokkó en Agadir er
stærsti sólstrandarstaður Marokkó. Við dveljum síðustu
3 næturnar í Agadir og þegar komið er til borgarinnar
heimsækjum við „Kasbah“ sem eru rústir af borgarmúr
sem byggður var árið 1540 til varnar Portúgölum. Frá
borgarmúrnum er gott útsýni yfir alla borgina. Í Agadir er
bæði upplagt njóta alls þess sem borgin hefur upp á að
bjóða ásamt því að slaka á í sólinni, fara í arabískt Hammam
nudd / gufubað og njóta góða veðursins!
TÖFRANDI BORGIR
MAROKKÓ
Agadir – Marrakech – Essaouira
Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir
9. maí í 11 nætur
Frá kr.
254.995
m/hálfu fæði o.fl.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
86
14
3
Allt að
10.000 kr.
afsláttur á mann
3 . m a r S 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r60 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
0
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
1
D
-9
A
E
8
1
F
1
D
-9
9
A
C
1
F
1
D
-9
8
7
0
1
F
1
D
-9
7
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
8
s
_
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K