Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 12
FJÁRMÁLAUMHVERFI HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTUNNAR Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mánudaginn 5. mars kl. 13.30 DAGSKRÁ 13.30 - 13.40 Setning málþings Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna 13.40 - 13.55 Ávarp frá formanni fjárlaganefndar Willum Þór Þórsson 13.55 - 14.10 Greiðslur og kröfur í heilbrigðisþjónustu Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu 14.10 - 14.25 Barnið vex en brókin ekki - þróun eftirspurnar og fjárveitinga María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans 14.25 - 14.40 Upplýsingar og stefnumótun Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ 14.40 - 14.55 Sjúkratryggingar og nýju lögin um opinber fjármál Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands 14.55 - 15.10 Erum við að mæta þörfum sjúklinga með því að fjármagna stofnanir? Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Íslandi Að framsögum loknum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri: Erna Indriðadóttir, fjölmiðlakona Málþingið verður haldið á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, mánudaginn 5. mars nk. kl. 13.30-15.45. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Pétur Magnússon Ásgerður Th. Björnsdóttir Willum Þór Þórsson Steingrímur Ari Arason Eybjörg Hauksdóttir Svanbjörn Thoroddsen María Heimisdóttir Erna Indriðadóttir Stjórnmál „Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins í gær. Logi var endurkjörinn með öllum greiddum atkvæðum. Heiða Björg Hilmisdóttir var endurkjörin varaformaður. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitar- stjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylk- ingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hefði verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hefði flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitar- stjórnarfólkið hefði haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitar- félögum víða um land og þá hafa full- trúar okkar í minnihluta sýnt hressi- legt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgar- stjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkur- listans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Þessa þróun sagði Logi ekki bara skynsamlega af fjárhagslegum ástæð- um. Borgin væri orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaðurinn gagnrýndi ríkis- stjórnina hart fyrir að hafa ekki eflt félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi að vopnaflutning- ur til stríðshrjáðra landa væri heimil- aður en framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði Logi þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dóms- málaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“ jonhakon@frettabladid.is Reykjavík breyst úr úthverfisbæ í iðandi og nútímalega borg Einar Logason, formaður Samfylkingarinnar, segir þrekvirki hafa verið unnið við að reisa flokkinn aftur upp á hnén eftir mikið reiðarslag. Samfylkingin og R-listinn hafi breytt Reykjavík úr umkomulitlum út- hverfabæ í nútímalega borg. Samfylkingin eigi að verða „aftur sá burðarflokkur sem almenningur þarfnist“. Formaður Samfylkingarinnar segir getuleysi ríkisstjórnarinnar til að fjár- magna bætt kjör almennings vera ömurlegt. Fréttablaðið/Ernir dómSmál Allir fimm sakborningarn- ir í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis voru fundnir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, var hins vegar ekki gerð refsing. Þetta kom fram á frettabladid.is í gær. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Þrír starfsmenn eigin við- skipta bankans hlutu skilorðs- bundna dóma. Jónas Guðmundsson hlaut tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, Valgarð Már Valgarðs- son níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og Pétur Jónasson sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Enginn ákærðu var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Fimmmenn- ingarnir voru ákærðir fyrir mark- aðsmisnotkun en Lárus var einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðalmeðferð málsins fór fram í janúar. Ákæruvaldið fór fram á allt að átján mánaða fangelsi yfir starfs- mönnum eigin viðskipta, en krafðist ekki refsingar yfir Lárusi því hann hefur náð hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum, sem er sex ára fangelsi. Jóhannes Baldursson hafði áður hlotið fimm ára fangelsi. – sks Dæmdir sekir um umboðssvik lögmenn mættu án sakborninganna til dómsuppsögu. Fréttablaðið/StEFán Stjórnmál Þórólfur Árnason, for- stjóri Samgöngustofu, sagði við frettabladid.is í gær að engin lög hefðu verið brotin er flugfélaginu Atlanta var heimilað að flytja vopn til Sádi-Arabíu. Sérfræðiþekking á málaflokknum væri þó takmörkuð hjá stofnuninni. „Það hafa engin lög verið brotin og það hefur verið farið eftir öllum reglugerðum. Allir flutnings aðilar hafa staðið sína plikt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum,“ sagði Þórólfur. Hins vegar séu breytt viðhorf til alþjóðamála. Þórólfur sat í gær sameigin- legan fund utanríkismálanefndar Alþingis og samgöngunefndar, þar sem rætt var um flutning vopna frá Íslandi til Sádi-Arabíu, sem heimil- aður var af íslenskum stjórnvöld- um. Sagði Þórólfur að skilningur allra hefði verið sameiginlegur – breyta ætti verkferlum, þannig að málaflokkurinn myndi framvegis heyra undir utanríkisráðuneytið, ekki samgönguráðuneytið. Aðspurður sagði Þórólfur ýmis- legt mega betur fara. Til dæmis væri sérfræðiþekkingu á vopnum hjá Samgöngustofu talsvert ábóta- vant. Stofnunin hefði reynt eftir bestu getu að setja sig inn í málin. Þórólfur hefur engin gögn viljað afhenda um málið, og Samgöngu- stofa neitað að tjá sig. Hann kvaðst ekki vilj baka Samgöngustofu mögulega skaðabótaskyldu. „Ég persónulega treysti mér ekki til þess að veita upplýsingar út á við nema að fyrir liggi einhvers konar úrskurðir,“ sagði Þórólfur. – sks Brutu ekki lög í vopnaflutningi Þórólfur árnason, forstjóri Sam- göngustofu. 3 . m a r S 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -B 8 8 8 1 F 1 D -B 7 4 C 1 F 1 D -B 6 1 0 1 F 1 D -B 4 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.