Fókus - 15.08.1978, Blaðsíða 18

Fókus - 15.08.1978, Blaðsíða 18
FUJICA—AX100 Fujica AX 100 er án efa sú lang einfaldasta kvikmyndatökuvél sem tii er i heiminum i dag. Nákvæmlega engin stilling er á vélinni. Það eina sem þarf að gera er að láta filmuna iog byrja aðskjóta. Linsan á AX 100 er óvenju Ijósnæm 1.1 f. 13 mm sjálfvirkur fókus. Það þarf þvi ekki að nota lýsingu inni ef góð lýsing er fyrir. Og með 200 ASA filmu getur hún tekið i myrkri næstum þvi svo framarlega sem p.s. Hér á þessari siðu átti að vera þáttur þar sem lesendur gaetu látið i sér heyra. En ein og gefur að skilja hafa okkur ekki borist nein lesendabrég borist nein lesendabréf þar sem þetta er fyrsta tölu- blað af Fókus. þitt eigið auga greinir eitthvað. En þessu öllu fylgir nokkuð stór ókostur. Lokinn á vélinni (shutterinn) er hvorki meira né minna en 230 gráður sem kemur óneitanlega mikið niður á skarpleika fókusins. Miðað við bestu 8 mm vélar þá virðist sem venjuleg taka i þessari vél sé hreint og beint ekki i fókus. Svo að „takes everything in the dark which the eye can see’’ er við nánari athugun engin stórkostleg bylting svo ekki sé meira sagt. En Fujica AX 100 er eins og áður sagði svo einföld að næstum hver sem er getur tekið myndir á hana. Hún er töluvert einfaldari en vasamyndavélar en tekur álika pláss. Semsagt: ekki til einfaldari vél. „Varúðí búðum” Full ástæða þykir til að benda lesendum á að sýna fulla varkárni i ljósmyndavöru- verslun vitt og breytt um landið og athuga málin vel áður en nokkuð er keypt. Aðeins til gamans ætla ég að segja litið dæmi um mis- ' munandi verðlag á sama hlutnum: Ég fór inn i Hans Petersen á Laugaveginum og spurði: — Hvað kostar pakki af linsu- pappir. —Tvöhundruðopiu. — Ég ætla að fá einn. —Tvöhundruðogtiutakk. Ég labbaði út i góða veðrir með linsupappirinn minn i hendinni og tók stefnuna á Týli i Austurstræti. Þegar ég kom inn þar byrj- aði ég strax að skoða mig um eins og min var von og visa, allt i einu kem ég auga á linsupappir i afgreiðslu- borðinu nákvæmlega eins og minn, ég spurði af rælni hvað pakkinn kostaði. — Hundraðogsextiu. — HUNDRAÐ OG SEXTÍU? -Já. — Heyrðu, hjá hvaða heildsala fáið þið þetta. Ég meina hver flytur þetta inn. — Nú afhverju, er það dýrara hér eða...? — Það er ódýrara. — Bara....gamlar birgðir. Ég tek þetta litla dæmi af linsupappirnum vegna þess hvað það er dæmigert fyrir ljósmynda og kvikmyndamark- aðinn. Siðustu þrjár setn- ingarnar sýna lika augljós- nokkuð sem ég ætla að láta ónefnd og láta les- andann um að dæma. Við viljum eindregið hvetja lesendur til að senda okkur linu og þá helst nafn og heim- ilisfang með. Utanáskriftin er: Fókus lesendaþáttur, Arnarhrauni 37, 220 Hafnarfirði.

x

Fókus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fókus
https://timarit.is/publication/1277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.