Fókus - 15.08.1978, Page 19

Fókus - 15.08.1978, Page 19
Af John Schlesinger Hinn heimsfrægi leikstjóri John Schlesinger situr aldeilis ekki aðgerðarlaus þessa dagana. Hann er nú með eina myndina i takinu og fjallar hún um bandariska hermenn i Bretlandi og er sögusviöiö seinni styrjaldarárin. Shclesinger er nú aftur byrjaður að filma i Breta- veldi eftir sjö ár i Bandarikjunum. Siðasta mynd hans sem barst hingað til lands var Marathon Man ef ég man rétt. Hinn 51 árs gaml ítalski leikstjóri Federico Fellini er nú aó fara a staó meö nýja kvikmynd. Nefnist húnTHE CITY OF WOMEN og er tekin í Cincecittá stúdíóinu I Róm. Ekki tókst aö grafa mikió upp um efni myndarinnar en þó ska þess getiö aó myndin er aó sjálfsögóu kyn- feróislegs eölis.. Þama er verið að filma atriði úr YANKS. Sá sem örin vísar á er sjálfur bossinn, John Schlesinger. En svo haldið sé áfram að tala um YANKS. í litlu þorpi i Yorkshire eru þrjár konur sem finnst tilveran í slappara lagi. En þegar bandarikjamenn koma lifnar allt við og verður léttbærara. Konurnar þrjár eru ieiknar af Vanessu Redgrave, Lisu Eichorn og Wendy Morgan. Fellini er iðinn við kolann. Myndin gengur útá náin samskipti þessara þriggja kvenna og hermannanna bandarisku sem bretar kölluðu YANKS. Fremstur i flokki hermannanna er Richard Gere sem er nokkuð þekktur fyrir leik sinn i myndinni LOOKING FOR MR. GOODBAR eftir Richard Brooks. Ekki er vitað hvenæt YANKS kemur til landsins eða hvaða bió sýnir hana. Á meðan er bara að biða og vona. ÁKS. Schlesinger ásamt Colin Welland, höfundi handrits. 19

x

Fókus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fókus
https://timarit.is/publication/1277

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.