Fókus - 15.08.1978, Page 11
Síonvarp
en fimm voru ettir islenska höfunda, meðal
þeirra Maður og kona (14) og Hrólfur (15).
Síðan hefur fjöldi viðfangsefna árlega að með-
altali verið nálægt 8, þótt ekki hafi sú tala ver-
ið stöðug frá ári til árs. Kemur þar tii bæði
mjög misjöfn stærð verkefna og misgóð fjár-
hagsstaða stofnunarinnar. En hlutur íslenskra
leikrita hefur vaxið mjög. Frá og með 1970
hafa verið tekin upp og flutt í sjónvarp 43 ís-
lensk leikrit og 11 erlend, en á tímabilinu öllu
frá upphafi Sjónvarpsins eru íslensku leikrit-
in 51 og hin erlendu 21. Sum árin hafa öll
sjónvarpsleikritin verið íslensk, svo sem árið
1971, er þau voru 9 talsins, og 1973, þegar 8
íslensk leikrit voru flutt.
Nokkur hin stærstu þessara verka teljast til
sígildra íslenskra leikbókmennta eða byggjast
á vel þekktum bókmenntaverkum. svo sem
Maður og kona og Hrólfur, sem áður voru
nefnd, Galdra-Loftur (29), Kristrún í Hamra-
vík (31), í Skálholti (38), Brekkukotsannáll
(47), Vér morðingjar (54) og Lénharður fógeti
(62). Sum þessi verk mega teljast nýsmíði í
þessari gerð, og önnur hafa verið samin beint
fyrir Sjónvarpið eða a.m.k. birst fyrst þar. Slík-
ar frumsýningar hafa að meðaltali verið um 4 á
ári síðan 1970 og nálgast 30 á öllu tímabilinu,
síðan Sjónvarpið tók til starfa. Þær eru auð-
kenndar með stjörnu í eftirfarandi skrá.
Langflest leikrit Sjónvarpsins hafa verið tekin
upp á myndsegulband í sjónvarpssal. En oft
hafa verið felld inn í þau kvikmynduð atriði
(einkum útiatriði), og einstaka verk hafa verið
að öllu leyti unnin á filmu. Mest þeirra eru sjón-
varpskvikmyndirnar Brekkukotsannáll, sem er
í tveimur hlutum, og Lénharður fógeti. Einnig
hafa verið gerðar tilraunir með myndsegul-
bandsupptökur undir berum himni (36 og 50).
Eitt leikrit hefur verið tekið upp á sviði Þjóð-
leikhússins (56).
Samvinna við leikhús höfuðborgarinnar hefur
yfirleitt verið mjög góð. Sjónvarpið hefur að
vissu marki notið starfskrafta þeirra leikara og
leikstjóra, sem við leikhúsin starfa, og hefur
einatt verið sýnd tilhliðrunarsemi af hálfu leik-
húsanna, þegar upptökur hafa staðið yfir f
Sjónvarpinu. Nokkur leikrit hafa verið flutt af
sviðum leikhúsanna í sjónvarpssal og tekin þar
upp til útsendingar (t.d. 14, 23, 26, 46). Einnig
hefur verið tekin upp á þennan hátt sýning frá
Leikfélagi Akureyrar (60).
Leikstjórar, sem starfað hafa fyrir Sjónvarpið
eru nær 30 talsins. Flestum sýningum hafa
stjórnað þeir Gísli Alfreðsson, Baldvir. Halldórs-
son, Helgi Skúlason, Sveinn Einarsson, Guðrún
Ásmundsdóttir og Klemenz Jónsson. Leikarar,
sem komið hafa fram í siónvarpsleikritum,
munu losa hundraðið, auk ,,statista", og ýmsir
FRH. I NAíTfl IbLABÍ