Fókus - 15.08.1978, Page 4

Fókus - 15.08.1978, Page 4
SAGA LJÖSNIYNDA M. é 6/s. 3 hrxðskotariffill og var hann ætlaður til að kanna hreyf- ingar manna og dýra. Riffill þessi er fyrirrennari kvik- myndatökuvélarinnar, mun hann hafa tekið 15 myndir á sekúndu en nútima kvik- myndatökuvél tekur 24 myndir (ramma) á sekúndu þegar eðlilegur hraði er tekinn. Heiðurinn af þessum riffli á franski ljósmyndarinn Jules Etienne Marey og er riffillinn smiðaður i kringum ■1880. í byrjun tuttugustu aldar- innar byrjar áhugaljósmyndun að breiðast út. Framfarir og umbætur komu i flóð- bylgjum, nú gátu fleiri en rika fólkið farið að stunda ljós- myndun. Myndavélin sem átti einna mestan þátt i þvi að breiða áhugaljósmyndun út til fleiri en riks fólks var kassamyndavélin sem East- mann Kodak lét á markaðinn rétt fyrir aldamót. Sú vél hélst næstum óbreytt á mark- aðinum i 50 ár. Kassavél frá KODAK sem hélst á markaðinum í meira en 50 ár. Árið 1914 byrjaði fyrri heimsstyrjöldin, þá tók ljós- myndatæknin kipp. Þá varð not fyrir meiri tækni og meiri hraða, nýjungarnar voru iðnvæddar og allir ljósmynd- arar nutu góðs af. Á milli- striðsárunum hélt þróunin áfram, áhugaljósmyndun var i miklum blóma og mynda- vélar tiltölulega ódýrar. En svo kom áfallið. Seinni .heimsstyrjöldin stöðvaði alla |framleiðslu og ljósmynda- iðnaðurinn lagðist i lágdeyðu að öllu leiti að einu atriði lundanskildu. Við teikni- Jjorðin sátu framsýnir menn ig gerðu áætlanir. Það var ekki fyrr en sex árum eftir striðslok að áætlanir þessara manna fóru að verða að veru- leika. Uppúr 1950 fór ljós- myndatæknin að taka á sig þá mynd sem nú er. Að sjálf- sögðu heldur þróunin áfram og má nefna vasamvndavélar og reflex vélar sem helstu nýjungar siðustu ára. í þessari grein hefur verið stiklað á stóru í sambandi við sögu ljósmyndanna, en ég vil svona i lokið eindregið hvetja menn til að nota ljós- myndatæknina sem mest. Á siðustu tiu árum hefur almenn myndavélaeign tvöfaldast. Nú er myndavél á svo að segja hverju heimili, gallinn bara sá að þessar heimilisvélar eru grátlega litið notaðar. Sparið ekki filmuna, mynd er góð minning. HH.

x

Fókus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fókus
https://timarit.is/publication/1277

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.