Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Side 2

Víkurfréttir - 08.03.2018, Side 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg. Rósa Víkingsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og móðir langveiks barns, sendi opið bréf til Svandísar Svavars- dóttur, heilbrigðisráðherra í síðustu viku í Morgunblaðið. Í bréfinu talar hún um hversu mikið álag er á for- eldra sem eiga langveik börn. Jenný, dóttir hennar er með arf- gengan efnaskiptasjúkdóm sem ræðst á taugakerfið og nefnist Batten Di- sease, en líftími einstaklinga með sjúkdóminn er 20 til 30 ár. Jenný er blind og flogaveik og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Jenný hefur verið með liðveislu frá öðrum bekk en þá greindist hún með augnbotnahrörnun sem varð til þess að hún varð blind. Seinna greinist hún með sjúkdóminn eftir að hún fékk flogaköst tólf ára gömul. Þá var ljóst að hún þurfti meiri umönnun. „Sóla- hringsummönnun hófst í september á síðasta ári en búið er að útbúa fram- tíðarbúsetu í bílskúrnum heima þar sem að starfsfólk hefur aðstöðu en þar er meðal annars bað og eldhús. Það er mikilvægt að það sé metnaður settur í mönnun þeirra sem sinna umönnun.“ Rósa segir að það sé mikil óvissa í framtíðinni, sú óvissa tengist meðal annars því hvort hún geti haldið áfram að sinna sínu starfi, hvort að sumarfrí sé möguleiki og hvort það sé hægt að lifa eðlilegu lífi með fjöl- skyldunni. „Home in Home“ er ný stefna, hún snýst um það að hafa börnin sín sem lengst heima af því að auðvitað vill maður hafa þau sem lengst hjá sér í því umhverfi sem þeim líður vel í.“ Tjáir tilfinningar sínar með svipbrigðum Eins og fram hefur komið hér að ofan getur Jenný ekki tjáð sig og þarf aðstoð við að sinna sínum dag- legu þörfum. „Hún er með besta móti þannig séð, er andlega kát en það þarf að hjálpa henni að fá nær- ingu og sinna daglegu þörfum. Hún þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, þarf flutning úr rúmi í stól. Hún hefur ekki mikið úthald á sama stað í einu, kannski klukkutíma í senn. Hún hlustar á DVD-myndir, við lesum fyrir hana og spjöllum við hana. Hún notar eitt og eitt orð, tjáir tilfinningar sínar með svipbrigðum og með brosi, en hún er mjög kát þessa dagana.“ Jenný hefur verið í fjóra mánuði að heiman og dvelur núna á HSS en Rósa og fjölskylda hennar eru að bíða eftir því að fá fullnægjandi mönnun til þess að Jenný komist heim. Óvissan er verst Sjúkdómurinn hennar Jennýjar gerir engin boð á undan sér en hann er í jafnvægi í nokkra mánuði og svo ágerist hann en að lokum kemur hún til með að missa alla færni. „Hún veiktist í Noregi í fyrra en hún hafði áður veikst 2016, hún var búin að vera á góðu róli á lyfjunum sínum þar til 2016 og svo líður rúmt ár þar til að sjúkdómurinn ágerist. Það var í nóvember í fyrra í Noregi. Það er óvissan sem er verst í þessu, maður vill fá að lifa sem eðlilegasta lífi. Ég vinn 50% vinnu í heimahjúkrun og vil geta farið til hennar og veitt henni umhyggju sem foreldri eftir vinnu, ekki sem umönnunaraðili, því að starfsfólk og foreldri eru ekki það sama. Mér finnst líka mikilvægt að hafa hana heima í sínu umhverfi.“ Rósa segir að það sé mikilvægt að fá fólk til starfa í umönnun og það þarf að benda á hvað starfið er gefandi og lærdómsríkt. Hún segir einnig að ríki og bær þurfi verklagsreglur og framtíðarstefnu um það hvernig eigi að sinna langveikum börnum. rannveig@vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & um- brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM „Óvissan er verst“ Rósa Víkingsdóttir á langveikt barn: - Segir mikilvægt að foreldrar fái að sinna sínu hlutverki „Það er mikilvægt að það sé tryggt að við getum verið í okkar hlutverki sem foreldrar, ég vil sjá um- ræðuna fara í þann farveg og benda á það.“ Rósa Víkingsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ásamt Jenný dóttur sinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi Mestar hækkanir á fasteigna- mati er í Reykjanesbæ þegar tillit hefur verið tekið til breytinga, fráveitugjöld í fjölbýli hækka um 27% í Njarðvík og 28% í Keflavík. Hækkunin er þó minni í sérbýli í Njarðvík og Keflavík eða 15%. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ sem kannaði þær breytingar sem orðið hafa á álagningu á fasteigna- gjöldum og útsvari milli áranna 2017 og 2018 í fjölmennustu sveitar- félögum landsins. Í Njarðvík eru næst hæstu gjöldin fyrir 75fm fjölbýli á landinu eða 226.049 kr. Þegar 100 fm fjölbýli eru skoðuð eru næst hæstu gjöldin í Keflavík eða 279.224 kr. Fasteignagjöld fyrir 120 fm fjölbýli eru hæst í Keflavík eða 344.517 kr. Munurinn á hæstu og lægstu gjöld- unum í þessu tilfelli er 140.194 kr. eða 69%. Næst lægstu gjöldin eru í Selja- hverfi, Reykjavík á 208.824 kr. en þau næst hæstu í Njarðvík á 314.633 kr. Meiri munur er á fasteignagjöldum milli sveitarfélaga í sérbýli en munur- inn á hæstu og lægstu gjöldunum fyrir 150 fm sérbýli er til að mynda 194.466 kr. eða 76%. Þannig eru fasteignagjöld í Keflavík fyrir þessa gerð af húsnæði hæst á 450.207 kr. Fyrir 200 fm sérbýli er Keflavík með hæstu gjöldin eða 508.052 kr. Reykjanesbær er eina bæjarfélag landsins sem breytir útsvarsprósentu sinni en hún hefur verið lækkuð um 3,52 %, áður hafði útsvarið hækkað vegna slæmrar fjárhagstöðu sveitar- félagsins Þegar tekið er tillit til hækkana á lóðamati hækkar hún hins vegar í flestum bæjarfélögum, mest í fjölbýli á Reykjanesi um 33,9% í Keflavík og 30,9% á í Njarðvík. Þegar tillit hefur verið tekið til breyt- inga á fasteignamati má sjá mestar hækkanir í Reykjanesbæ en þar hækka fráveitugjöld í fjölbýli um 27% í Njarðvík og 28% í Keflavík. Hækk- unin er öllu minna í sérbýli í Njarðvík og Keflavík eða 15%. Nánar má lesa um verðlagseftirlitið á heimasíðu ASÍ. MESTAR HÆKKANIR FASTEIGNAMATS Í REYKJANESBÆ

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.