Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 4

Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 4
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg. Söfn á Suðurnesjum bjóða í tíunda sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 10. – 11. mars n.k. og kallast þessi árlegi viðburður Safnahelgi á Suðurnesjum. Markmiðið hefur frá byrjun verið að kynna fyrir landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Þetta er liður í menningarferðaþjón- ustu svæðisins og upplagt fyrir íbúa höfuðborgarinnar að renna í bíltúr hingað suður eftir um helgina og upplifa eitthvað af því fjölmarga sem hér verður í boði. Íbúar Suðurnesja eru að sjálfsögðu líka hvattir til að kíkja við og endi- lega að taka með sér gesti. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og margir skemmtilegir viðburðir verða á döfinni. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin að þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað nema annað sé tekið fram. Sveitar- félögin fimm á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Sjá má alla dagskrána á safnahelgi.is. Dagskráin er afar fjölbreytt; alls kyns sýningar, tónleikar, fyrirlestrar og margs konar uppákomur. Söfn, safn- vísar og sýningar nálgast á annan tuginn og fjölbreytni safnanna er í raun einstök á ekki stærra svæði. Sjósókn og vinnsla sjávaraflans er kynnt á þremur söfnum í þremur mismunandi bæjarfélögum, Byggða- safninu í Garði, Kvikunni í Grindavík og Bátasafninu í Duus Safnahúsum. Náttúran er áberandi í Þekkingarsetri Suðurnesja og í Gestastofu Reykja- ness jarðvangsins í Duus Safnahúsum og að sjálfsögðu í Orkuverinu Jörð í Reykjanesvirkjun. Í Duus Safna- húsum eru átta sýningarsalir með fjölbreyttum sýningum um sögu, listir og náttúru og þar verða t.d. leiðsagnir og gjörningar í tengslum við tvær sýningar á sunnudeginum. Óhætt er líka að nefna Slökkviliðsminjasafn Ís- lands í Safnamiðstöðinni í Ramma og sýningar Páls Óskars og Bjögga í Rokk- safninu í Hljómahöllinni. Nokkur einkasöfn verða líka opin almenningi m.a. í Sandgerði og Garðinum og mál- þing um Stefán Thorarensen tónskáld verður haldið í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Menningarvika Grindavíkur hefst þessa sömu helgi og þar verður fjöldi viðburða alla helgina og er öllum m.a. boðið á opnunarvið- burðinn í Grindavíkurkirkju á laugar- deginum. „Við bjóðum alla velkomna og hvetjum fjölskyldur til að koma og njóta þess sem í boði er. Fjöldi góðra veitinga- og kaffihúsa er í bæjunum og víða er list- og handverksfólk einn- ig með sölu á munum sínum,“ segir í tilkynningu sem menningarfull- trúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum sendu út. - Sjá nánari dagskrá á safnahelgi.is. Tveir skemmtilegir viðburðir verða í listasal Duus Safnahúsa á sunnudag kl. 15 sem enginn listá- hugamaður ætti að láta framhjá sér fara. Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Hjartastaður sem sett var upp í tilefni 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar gefur að líta einstakt úrval málverka af Þingvöllum eftir marga helstu myndlistarmenn Ís- lands á 20. öld en verkin eru öll í eigu safnarans Sverris Kristinssonar. Hvernig hlutu Þingvellir þann sess sem þeir skipa í hjörtum okkar Ís- lendinga og hefur myndlistin haft þar áhrif á eða hvað? Þeir sem ekki hafa heyrt í Aðalsteini ættu að grípa tækifærið því hann er margfróður og mjög skemmtilegur á að hlýða. Á sunnudaginn fer einnig fram einstakur listviðburður í listasal þegar portrett málarinn Stephen Lárus Stephen málar portrett af lifandi módeli á staðnum og eru allir velkomnir að fylgjast með. Stephen, sem er sonur myndlistarkonunnar góðkunnu Karólínu Lárusdóttur, sýndi í Listasafninu árið 2014 ásamt nafna sínum Stefáni Boulter þar sem þeir tefldu saman mannamyndum á sýningunni Mannlegar víddir. Gjörningur Stephens verður í gangi á meðan á leiðsögn Aðalsteins stendur og því geta gestir slegið tvær flugur í einu höggi á sunnudag. Leikþáttur, leiðsögn og tón- leikar í Duus Safnhúsum Þeir sem enn eiga eftir að kynna sér sýninguna Reykjanesbær – verndar- svæði í byggð? í Duus Safnahúsum verða hreinlega að nýta Safnahelgi á Suðurnesjum til þess. Á sýningunni er skoðað með hvaða hætti byggð þróaðist á svæðinu og það sem mikilvægara er, spurningum varpað til gesta um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðarásýnd ýmissa svæða í bænum og hvort ástæða sé til að vernda einhver þeirra. Á sýningunni eru bæjar- búar hvattir til að láta í ljós skoðun á því hvernig þeir vilja t.d. sjá svæðið í kringum Duus Safnahús þróast og einnig til að koma með ábendingar um önnur svæði, svo sem í Njarðvík, Höfnum og á Ásbrú, sem þeir telja ástæðu til að vernda eða huga að með einhverjum hætti. Á sunnudag kl. 14 verður Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður byggðasafns Reykjanesbæjar með leiðsögn um sýninguna og á sama stað og tíma munu félagar úr Leikfélagi Keflavíkur gera tilraun til að fara með okkur í huganum aftur til fullveldisársins 1918 en í Duus Safnahúsum er þess einmitt minnst um þessar stundir á ýmsan máta að 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þennan sama dag kl. 15 er boðið upp á leiðsögn og listviðburð í listasal en lokaviðburður dagsins eru síðan tónleikar Kvennakórs Suðurnesja kl. 16 í Bíósal og eru þeir öllum opnir. Tónleikarnir eru liður í 50 ára afmælishátíð kórsins en þennan dag lýkur einnig sýningu Kvennakórsins sem spannar sögu hans og staðið hefur í Stofunni s.l. mánuð. SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM 10. OG 11. MARS safnahelgi.is Listamaður í beinni og leiðsögn í Hjartastað Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í tíunda sinn og að vanda er dagskráin fjölbreytt. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 10. mars kl. 16:00. Að þessu sinni er áhersla lögð á það sem sameinar okkur, sama hver bakgrunnur okkar er. Dagskrá Menningarviku er að finna á vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is. Nemendur leikskólanna hafa unnið með Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur myndhöggvara undir merkjum fjölmenningar og ákváðu að í stað þess að horfa á það sem gerir okkur mismunandi á einn eða annan hátt, horfum við á hvað það er sem við eigum sameiginlegt óháð uppruna, kyni eða aldri. Sýning á verkum þeirra verður í Kvikunni og áhuga- vert að sjá hvað það er sem þeim finnst sameina fólk og við eiga sameiginlegt. Sýningin heitir Hjart- sláttur og gott fyrir fullorðna að hlusta á skilaboð unga fólksins okkar og hlusta um leið og við skoðum. Fjölbreyttir viðburðir verða í Grunn- skólanum og nemendur Tónlistar- skólans standa fyrir fjölbreyttri dag- skrá. Áhersla er lögð á unga fólkið og listsköpun þeirra og á opnunar- hátíðinni stíga ungir söngvarar á stokk og leyfa íbúum að njóta færni sinnar en þau hafa verið á námskeiði frá byrjun árs. Auk tónleikanna á opnunarhátíð Menningarviku halda þau tónleika í Kvikunni þar sem hóp- arnir fimm sem sótt hafa námskeiðið flytja dagskrá sína. Veitingastaðir bjóða Grindvíkingum til mikillar veislu og auk síns hefð- bundna góðgætis heimsækja fjöl- margir tónlistarmenn veitingin heim á Menningarvikunni. Í Kvennó verður litið til fortíðar þar sem sagt verður frá ævi og störfum fjögurra einstaklinga sem bjuggu í Grindavík á fyrri hluta 20. aldar og settu öll mark sitt á samfélagið. Stór og glæsi- legur karlakór kemur alla leið frá Manchester á Englandi og flytur fjöl- breytta dagskrá, Sævar Helgi skoðar himingeiminn með gestum Bóka- safnsins, kynntar verða bækur sem snerta Grindavík og Grindvíkinga og á morgnana verður hægt að hlusta á áhugaverðar frásagnir á Bryggjunni. Lokatónninn er svo sleginn á sunnu- dag, 18. mars með tónleikum Eyjólfs Ólafssonar í Grindavíkurkirkju og á laugardeginum heimsækja félagar í leikhópnum Lottu Grindavík með sýninguna Galdrakarlinn í Oz. Allir ættu sannarlega að finna eitthvað við sitt hæfi á Menningarvikunni. Sem fyrr er uppistaðan í Menningar- vikunni framlag heimamanna auk þess sem fjöldi landsþekktra lista- manna og skemmtikrafta sækja Grindvíkinga heim. Undanfarin ár hefur Menningarvikunni verið vel tekið og Grindvíkingar duglegir að taka þátt og njóta þess fjölbreytta úrvals viðburða sem í boði er. Allir leggjast á eitt við að bjóða uppá fjöl- breytta og skemmtilega dagskrá og eru Grindvíkingar hvattir til að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menn- ingarviðburðina. Menningarvikan er skipulögð af Björgu Erlingsdóttur, sviðsstjóra frístunda- og menn- ingarsvið en fjöldi fólks aðstoðar og leggur til hugmyndir, húsnæði og krafta sína. MENNINGARVIKA Í GRINDAVÍK Frá hafi til hafnar er sýning sem haldin verður á heimili Jónatans Jó- hanns Stefánssonar í Miðhúsum í Sandgerði á laugardag og sunnudag kl. 13-16. Á sýningunni verða skipslíkön, myndir og minningarbrot frá ævi sjómannsins. Margir merkilegi munir eru þar til sýnis frá ævi Jónatans. Náttúrugripasýning með yfir 70 uppstoppuðum dýrum verður í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 13-17 Sýningin er um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoi- pas? og áhöfn við Mýrar 1936 er einnig í Þekkingarsetri Suðurnesja og er opin á sama tíma. Nánar um sýningar á safnahelgi í miðopnu Víkurfrétta í dag. FRÁ HAFI TIL HAFNAR OG MARGT ANNAÐ Í SANDGERÐI Jónatan Stefánsson er með líkan af Titanic á heimili sínu. Einka- söfn opin í Garði Einkasafn Ásgeirs Hjálmarssonar í Græna bragga að Skagabraut 17 í Garði (á horni Skagabrautar og Nýja lands) verður opið á laugardag og sunnudag kl. 12-17 báða dagana. Ásgeir hóf þá vinnu sem varð að Byggðasafninu á Garðskaga og hefur nú sett upp einkasýningu á munum sem ýmist eru tengdir sjósókn, land- búnaði og lífinu í Garðinum. Einkasafn Hilmars Foss að Iðngörðum 2 í Garði (gengið inn á hlið hússins, í portinu) verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 12:00–17:00. Hilmar hefur sett upp einkasýningu á munum sem eru sérstakir og sögulegir fyrir flugvéla- og bílasögu á Íslandi. Ævintýragarðurinn í Garði að Urðar- braut 4 verður opinn laugardag og sunnudag kl. 12- 17. Listamaðurinn Helgi Valdimars- son, íbúi í Garði, hefur byggt ævin- týragarð á lóð sinni með glæsilegri hönnun lóðarinnar og gerð fjölda listaverka sem prýða lóðina. Nánar um safnahelgina í Garði í mið- opnu Víkurfrétta í dag. Blaðauki með dagskrá Safnahelgar á Suður- nesjum fylgir Víkurfréttum í dag. Blaðaukinn er í miðju blaðsins og er tilvalið að taka hann út úr blaðinu og hafa með sér á ferð um Suðurnes þegar njóta skal þeirra fjöl- mörgu viðburða sem eru í boði á Safnahelgi á Suðurnesjum. SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 10.–11. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA Garður Sandgerði Hafnir Reykjanesbær Vogar Grindavík Sjá dagskrá á safnahelgi.is Reykjanestá Suðurstrandarvegur Reykjanesbraut Keflavíkurflug- völlur Blaðauki

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.