Víkurfréttir - 08.03.2018, Qupperneq 14
14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.
Reykjanesbær
Skólastjóri Holtaskóla
Capacent — leiðir til árangurs
Holtaskóli er heildstæður 450
barna grunnskóli. Kjörorð
skólastarfsins eru virðing,
ábyrgð, virkni og ánægja. Þau
eru höfð að leiðarljósi við öll störf
sem aðilar skólasamfélagsins
koma að. Í skólanum er unnið
eftir hugmyndafræði PBS
um heildstæðan stuðning við
jákvæða hegðun. Holtaskóli
hefur á að skipa vel menntuðu
og hæfu starfsfólki og er
stöðugleiki í starfsmannahaldi.
Mikilvægt er að skólastjóri sé
tilbúinn að viðhalda góðum
skólabrag og hafi ánægju af
því að vinna með nemendum,
starfsfólki og foreldrum.
Laun eru samkvæmt
kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Upplýsingar og umsókn
capacent.is/s/6373
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og
menntunarfræða.
Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í
skólastarfi.
Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og
samstarfshæfileikar.
Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
Umsóknarfrestur
11. mars
Starfssvið
Veita skólanum faglega forystu.
Móta framtíðastefnu skólans innan ramma laga og
reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og
menntastefnu Reykjanesbæjar.
Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
skólans.
Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Holtaskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir
leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í
framtíðina.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. maí 2018.
Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykja-
nesbæ fagnaði 10 ára afmæli á
dögunum. Skólinn hóf starfsemi
sína árið 2008 en síðan þá hefur
mikið vatn runnið til sjávar.
Þegar skólinn tók til starfa voru nem-
endur 80 talsins en nú áratug síðar
eru þeir að nálgast þriðja hundraðið
„og má segja að mikill fjölbreytileiki
einkenni nemendahópinn okkar en í
skólanum telst okkur til að séu nem-
endur frá um það bil 25 löndum. Það
kom því að sjálfu sér að í upphafi
skólaárs var ákveðið að leggja aukna
áherslu á fjölmenningu og þróa fjöl-
menningarlega kennsluhætti með
því að nýta þann fjölbreytta tungu-
mála- og menningarbakgrunn sem
nemendur bera með sér í skólastarfið
og þá má ekki gleyma því að íslensku
nemendurnir okkar búa yfir ólíkri
reynslu hvað varðar búsetu á Íslandi,“
sagði Anna Sigríður
Guðmundsdóttir,
skólastjóri Háa-
leitisskóla í ávarpi
sem hún flutti í
afmælishátíð sem
haldin var í skól-
anum.
„Það má seg ja
að „enginn sé frá
Ásbrú“ Í Háaleitis-
Nokkrir starfsmenn sem hafa verið frá stofnun skólans. Þeir eru: Anna Sigríður Guðmundsdóttir skólastjóri,
Árdís Lára Gísladóttir, Margit Lína Hafsteinsdóttir, Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir og Tone Solbakk. Á mynd-
inni er einnig Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Enginn á heimavelli
í Háaleitisskóla
skóla. Eng-
inn er á
heimavelli
í þ e i r r i
merkingu
að hann sé
hér fæddur
og uppalinn og
eigi jafnvel for-
eldra sem gengu
í sama skóla. Ég tel
þetta vera styrkleika
skólans og hafa margir sem hér starfa
haft orð á því hversu vel nemendur
taki á móti nýjum nemendum og að
þeir eigi auðvelt með að aðlagast,“
sagði Anna Sigríður.
Starfsmannahópurinn hefur líka
stækkað og dafnað á þessum áratug
sem liðinn er og nú starfa 44 starfs-
menn við skólann. Þegar skólinn opn-
aði haustið 2008 var einungis notaður
lítill hluti skólabyggingarinnar. Næsta
haust mun Háaleitisskóli nýta allt
skólahúsið og þar á meðal húsnæðið
sem Heilsuleikskólinn Háaleiti hefur
haft afnota síðustu 10 ár.