Víkurfréttir - 08.03.2018, Side 16
Garður
Einkasafn Ásgeirs Hjálmars-
sonar í Græna bragga
Hvar: Skagabraut 17 í Garði (á horni
Skagabrautar og Nýja lands).
Opið: Laugardag og sunnudag 12:00–
17:00.
Lýsing á sýningu: Ásgeir hóf þá
vinnu sem varð að Byggðasafninu
á Garðskaga og hefur nú sett upp
einkasýningu á munum sem ýmist
eru tengdir sjósókn, landbúnaði og
lífinu í Garðinum.
Byggðasafnið á Garðskaga
Hvar: Út á Garðskaga.
Opið: Laugardag og sunnudag 12:00–17:00.
Lýsing á sýningu: Byggða- og sjóminjasafn. Þar eru ríflega
sextíu gangfærar vélar úr gömlum bátum sem heiðursborgari
Garðs Guðni Ingimundarson gerði upp.
Fyrirlestur í Byggða-
safninu í Garði
Einar Ásgeirsson fyrrum skipstjóri flytur fyrirlestur með
myndefni, sem hann nefnir Max Pemberton. Fyrirlesturinn
verður fluttur laugardaginn 10. mars 2018, hefst kl. 14:00.
Flutningur tekur um eina klukkustund.
Einkasafn Hilmars Foss
Hvar: Iðngörðum 2 í Garði
(gengið inn á hlið hússins,
í portinu).
Opið: Laugardag og sunnu-
dag frá kl. 12:00–17:00.
Lýsing á sýningu: Hilmar
hefur sett upp einkasýn-
ingu á munum sem eru
sérstakir og sögulegir
fyrir flugvéla- og bílasögu
á Íslandi.
Ævintýragarður-
inn í Garði
Hvar: Urðarbraut 4
Opið: Laugardag og sunnudag
12:00–17:00.
Lýsing á sýningu: Listamaður-
inn Helgi Valdimarsson, íbúi í
Garði, hefur byggt ævintýra-
garð á lóð sinni með glæsilegri
hönnun lóðarinnar og gerð
fjölda listaverka sem prýða
lóðina.
SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 10.–11. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN
Reykjanesbær
Söfn og setur:
Duus Safnahús
Hvar: Duusgötu 2–8, Keflavík.
Opið: Laugardag og sunnudag kl. 12:00–17:00.
duusmuseum.is
sofn.reykjanesbaer.is
Sjö ólíkar sýningar í sjö sýningarsölum
Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar
Rúmlega 100 bátalíkön úr skipa-
flota landsmanna sem Grímur
Karlsson fyrrverandi skipstjóri
og líkanasmiður hefur gert.
Viðburður: 10.mars kl. 15.00:
Félag harmonikkuunnenda á
Suðurnesjum leikur sjómannalög.
Gryfjan: Verndarsvæði í byggð
Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ vegna menn-
ingarsögulegs mikilvægis? Íbúum gefst kostur á að koma með
tillögur um framtíðarásýnd áhugaverðra svæða í bæjarlandinu.
Viðburður: 11.mars kl. 14.00: Leiðsögn um sýninguna.
Einnig verður Leikfélag Keflavíkur með lifandi gjörning í
sýningunni.
Listasalur: Hjartastaður
Listasafn Reykjanesbæjar sýnir Þingvallamyndir eftir
marga helstu listamenn þjóðarinnar. Sýningin er framlag
Reykjanesbæjar í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi.
Viðburður: 11.mars kl. 15.00: Leiðsögn sýningarstjóra um
sýninguna. Einnig verður myndlistargjörningur í salnum á
sama tíma.
Bíósalur: Íslensk náttúra
Listaverk í eigu Listasafns Reykjanesbæjar sem spanna yfir
100 ára sögu náttúrumyndlistar á Íslandi.
Viðburður: 11.mars kl. 16.00: Tónleikar Kvennakórs Suðurnesja.
Gestastofa Reykjanesjarðvangs
Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans, lífríki og
náttúrufar. Reykjanes Geopark er á jarðvangaskrá UNESCO
ásamt 119 öðrum svæðum í heiminum.
Stofan:
Afmælissýning Kvennakórs Suðurnesja
Sýning sem Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur sett upp í
samstarfi við Kvennakór Suðurnesja til að minnast 50 ára
afmælis kórsins en Kvennakór Suðurnesja er elsti starfandi
kvennakór landsins. Síðasta sýningarhelgi.
Miðloft: Þyrping verður að þorpi
Grunnsýning Byggðasafns
Reykjanesbæjar á Miðlofti í
Bryggjuhúsi þar sem stiklað
er á stóru um sögu svæðisins
frá níundu öld til miðrar síð-
ustu aldar.
Grindavíkurbær
Kvennó:
SÖGUSLÓÐIR
Saga Grindavíkur skoðuð út frá persónusögu fjögurra einstakl-
inga sem bjuggu í Grindavík á fyrrihluta 20. aldar. Sýningin
er opin 13–17 Safnahelgina og alla daga í Menningarviku
10.–18. mars.
Sýning: 10. og 11. mars kl. 13:00–17:00.
Framsóknarhúsið:
ÞORPIÐ
– ÞÓRKÖTLUSTAÐAHVERFI
Sýning á ljósmyndum Sólveigar M. Jóns-
dóttur, ljósmyndara. Hér fáum við að
skyggnast inní líf íbúanna og mannlífið
í Þórkötlustaðahverfi. Sýningin er opin
13–17 um Safnahelgina og alla daga í
Menningarviku 10.–18. mars.
Sýning: 10. og 11. mars kl. 13:00–17:00.
Kvikan:
Hjartsláttur – Fólkið sem byggir jörðina
Á sýningunni eru sýnd verk unnin í samvinnu Önnu Sigríðar
Sigurjónsdóttur, myndhöggvara og leikskólabarna í Grindavík,
á leikskólanum Króki og Laut.
Sýningin er opin 13–17 um Safnahelgina og alla daga í Menn-
ingarviku 10.–18. mars.
Sýning: 10. og 11. mars kl. 13:00–17:00.
Víðihlíð:
Blítt og létt
Sönghópurinn Blítt og létt frá Vestmannaeyjum, heimsækir
eldri borgara í Víðihlíð.
Tónleikar: 10. mars kl.14:00.
Grindavíkurkirkja:
Opnunarhátíð Menningarviku 2018
Menningarvikunni ýtt úr vör með opnunarhátíð í Grinda-
víkurkirkju. Ungir grindvískir söngvarar flytja gestum tón-
list, bæjarlistamaður Grindavíkur verður útnefndur og eftir
dagskrána verður boðið uppá veitingar í safnaðarheimilinu.
Viðburður: 10. mars kl. 16:00.
Salthúsið:
Blítt og létt
Sönghópurinn Blítt og létt frá Vestmannaeyjum efnir til
mikillar söngskemmtunar þar sem allir geta tekið undir.
Tónleikar: 10. mars klukkan 22:00.