Víkurfréttir - 08.03.2018, Blaðsíða 19
19MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.
Grindvíkingarnir og tónlistarfólkið Sólný Pálsdóttir og Sveinn Ari Guðjóns-
son fóru ásamt elsta syni sínum, Guðjóni, og næstelsta syni þeirra, Sighvati,
í fyrsta sinn í tónlistarsiglingu fyrir þremur árum síðan. Siglingin er fyrir
tónlistarfólk sem leikur og hlustar á Progressive Rock-tónlist og eru um 2500
manns um borð í skemmtiferðaskipi í fimm daga að spila tónlist og ræða
saman. Þau hafa farið saman í siglinguna í þrjú ár og stefna að því að halda
því áfram en að eigin sögn er þetta sannkölluð tónlistarveisla. Guðjón þurfti
þó að sannfæra foreldra sína töluvert að koma með sér í siglinguna og valdi
hann það að fara frekar í hana heldur en útskriftarferð eftir að hann út-
skrifaðist úr Verslunarskóla Íslands. Þau eru öll sammála því að þau sjá ekki
eftir þessari ákvörðun í dag. Víkurfréttir hittu þau í heimastúdíóinu þeirra eitt
rigningarkvöld í Grindavík og við fengum þau til að segja okkur frá ferðunum.
Segið mér aðeins frá ævintýrinu ykkar.
Sveinn: „Hvar á ég að byrja, þetta er
í þriðja sinn sem við förum í svona
siglingu, með nánast sama fólkinu.“
Guðjón: „Ég sá þessa siglingu aug-
lýsta, ákvað að fara og spurði hvort
þau vildu koma með mér. Þetta er
tónlistarhátíð á sjó þar sem að tón-
listin sem er spiluð er svokallað Pro-
gressive Rock. Hljómsveitirnar koma
héðan og þaðan, margir frá Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð en það
er allur gangur á því. Líka frá Japan,
Argentínu eða bara héðan og þaðan.
Þetta er svipaður markhópur sem
er um borð, við getum a.m.k. orðað
það þannig.“
Sveinn: „Hljómsveitirnar og flytj-
endur þurfa að falla undir þau gildi
að vera Progressive Rock-hljómsveitir.
Það er í rauninni ákveðið form tón-
listar, ekki of þung en sumt svolítið
flókið, taktbreytingar og kaflaskipti.“
Guðjón: „Þetta er kannski ákveðið
formleysi. Tónlist án takmarkana.
Það er ekki mikið um svona hljóm-
sveitir hérna á Íslandi, ég held ég geti
talið um tíu hljómsveitir hér á landi.“
Sólný: „Þetta er svolítið sérstakt,
þarna safnast saman um 2500 manns
sem koma saman um borð, víðsvegar
úr heiminum, sem eiga það sam-
eiginlegt að hlusta á þessa tónlist.
Ég heyrði það um borð að það væru
ekki nema um 5% af heiminum sem
hlusta á þessa tónlist en það er samt
erfitt að segja til um það. Það eru að
minnsta kosti ekki mjög margir. Þann-
ig að það má segja að þetta sé veisla
fyrir okkur að fara þangað og hlusta
á allar þessar hljómsveitir sem við
höfum verið að fylgjast með í mörg
ár. Þarna eru bæði eldri hljómsveitir
og nýjar sem koma saman, það er ein
hljómsveit sem er svokölluð „grunn-
hljómsveit“ sem heitir Yes sem margir
kannast örugglega við sem heldur
utan um þetta og fær til sín bönd.“
Hefur þróast gegnum árin
Dagskrá ferðarinnar eða uppstill-
ing atriða um borð hefur þróast frá
því að farið var í fyrstu siglinguna.
Í byrjun var spilað frá klukkan tíu
á morgnanna til ellefu á kvöldin og
síðan settust flytjendur saman við
píanóbarinn og spiluðu saman langt
fram eftir nóttu. Þannig myndaðist
ákveðin partýstemning og á öðru ári
var ákveðið að hafa opið svið. Fyrsta
árið sem Sólný, Sveinn og Guðjón tóku
þátt í, var ákveðið að breyta aftur
til og þurfti fólk að sækja um þátt-
töku. En undirbúningsferlið er ansi
skemmtilegt.
Sólný: „Ég ákveð kannski eitthvað
ákveðið lag sem mig langar að syngja
og óska eftir einhverjum til að spila
með mér og þá fæ ég bassaleikara,
trommuleikara og svo framvegis til
að spila með mér. Svo æfum við okkur
heima en það skemmtilega við þetta
er að við mætum og hittumst kannski
í fyrsta sinn á sviðinu, æfum ekki
saman, heldur eru allir í sínu horni
að æfa heima áður en þeir mæta um
borð. Þetta er ótrúlega magnað og
skemmtilegt, svo kemur þú upp á svið
og þá gerist eitthvað magnað, það er
eiginlega ekki hægt að lýsa því.“
Sveinn: „Já það er gríðarlega mikil
spenna í gangi til að sjá hvernig allt
gengur.“
Guðjón: „Það gengur ekki alltaf allt
upp og það kemur alveg fyrir að menn
fara út af sporinu.“
Sólný: „Það sem er skemmtilegt við
þetta er að tónlist hjá atvinnufólki
er orðin mjög vönduð og flutningur
og annað orðið mjög fullkomið eða
það mætti segja sem svo, þannig að
fegurðin við þetta er að þú mátt gera
mistök og eins og þeir feðgar segja að
stundum tekst það og stundum ekki.“
Sveinn: „Auðvitað gerir maður allt
til að lágmarka mistökin sín og sem
betur fer eru þau ekki mörg þegar
allt kemur til alls. Svo er það fallega
við þetta eins og þarna um borð að
tónlistarmenn sem ég hef verið að
fylgjast með í mörg ár eru þarna og
maður sest bara niður með þeim með
kaffibolla og spjallar. Fer yfir tón-
listina og plöturnar þeirra. Svo er
það líka skemmtilegt að körlunum
úr stóru hljómsveitunum finnst pró-
grammið okkar svo skemmtilegt að
þeir eru farnir að spila með okkur
þannig að við erum búin að spila með
fullt af meðlimum úr stóru hljóm-
sveitunum.“
Sólný: „Það er eiginlega óskráð regla
að ef einhver vill syngja eða spila sitt
lag úr stærri hljómsveitunum þá leyfir
maður þeim það eða þarf að víkja.
Maður er kannski búinn að vera æfa
það lag heima í langan tíma og svo
allt í einu dettur þú út.“
Guðjón: „Já, þegar meðlimur hljóm-
sveitarinnar sem þú ert að spila lag
með/eftir vill syngja eða spila þá þarft
þú að víkja.“
Sólný: „Í fyrra þá gerðist það að einn
bassaleikari vildi ekki gefa lagið sitt
eftir, þannig að það voru tveir bassa-
leikarar á sviðinu. Þetta er gríðar-
lega mikil spenna og oft á tíðum pínu
hlátur og grátur. Þetta er alveg þannig
og eins og til dæmis fyrsta skiptið sem
við komum þrjú saman á sviðinu var
stór stund. Að koma öll saman á stóru
Rannveig Jónína
Guðmundsdóttir
rannveig@vf.is
VIÐTAL
Fjölskylda úr Grindavík fer árlega í rokksiglingu
„Lífið er eitt ævintýri
og maður þarf að
taka þátt í því“
Hljómsveitirnar koma
héðan og þaðan, margir
frá Bandaríkjunum, Bret-
landi og Svíþjóð en það er
allur gangur á því. Líka
frá Japan, Argentínu eða
bara héðan og þaðan.
Guðjón á útgáfurtónleikum Ring of Gyges.
Sólný, Fjölnir, Sveinn og Sighvatur.