Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 24

Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 24
24 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg. Reykjanesbæ var á dögunum afhent stór gjöf sem komin er úr dánarbúi hjónanna Áka Gränz og Guðlaugar S. Karvelsdóttur. Áki var lengi einn af forsvarsmönnum Njarðvíkinga, sat þar m.a. lengi í bæjarstjórn og hann og Guðlaug tóku þátt í bæjar- lífinu af lífi og sál á sínum tíma. Gjöfin samanstóð af fjölda lista- verka, ýmsum skjölum og bréfum og fjölbreyttu steinasafni ásamt nokkrum fágætum fuglum. Áki var lengi einn af virkustu listamönnum Reykjanesbæjar og gjöfinni fylgdu alls 158 listaverk af margvíslegu tagi; teikningar, málverk og vatnslita- myndir. Er þetta stærsta einstaka gjöf sem Listasafni Reykjanesbæjar hefur borist og lét forstöðumaður safnsins þess getið að þetta væri góður fengur fyrir sögu myndlistar á svæðinu. Skjöl og ljósmyndir fór til Byggðasafns Reykjanesbæjar og náttúrugripirnir verða sýndir í Duus Safnahúsum í sumar. Sonur Áka og Guðlaugar, Karvel Gränz afhenti gjöfina fyrir sína hönd og tveggja systkina sinna, þeirra Guð- rúnar F. Gränz og Carls B. Gränz heitins en þetta var þeirra arfhluti úr dánarbúi foreldranna. Formaður menningarráðs Guðbjörg Ingi- mundardóttir ásamt safnstjórunum Sigrún Ástu Jónsdóttur og Valgerði Guðmundsdóttur tóku á móti gjöfinni en Ásbjörn Jónsson settur bæjarstjóri í forföllum Kjartan Más Kjartans- sonar og Gunnar Þórarinsson bæjar- fulltrúi í Reykjanesbæ voru einnig viðstaddir og vottuðu gjörninginn. Voru fjölskyldunni færðar góðar þakkir fyrir höfðingsskapinn. Kvenfélag Grindavíkur gaf Grindavíkurkirkju brúðuleikhús sem notað er í sunnudagaskólanum og eru þær Kristín Pálsdóttir og Margrét Þorláksdóttir, umsjónarmenn sunnudagaskólans hæstánægðar með gjöfina. Sunnudagaskólinn fékk einnig að gjöf nokkur ásláttarhljóðfæri frá kvenfélaginu. Meðfylgjandi myndir voru teknar í sunnudaga- skólanum þegar gjafirnar voru afhentar. Frá afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri: Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi, Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns, Karvel Granz, Guðbjörg Ingimundardóttir formaður menningarráðs, Ásbjörn Jónsson staðgengill bæjarstjóra, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og forstöðumaður Listasafns Reykjanesbæjar. Reykjanesbæ afhentur fjöldi listaverka Leikfélag FS, VoxArena-listanefnd FS, mun nk. föstudagskvöld, 9. mars kl. 20:00, frumsýna nýjan söngleik í Andrews Theatre. Bur- lesque er heiti verksins og hafa bæði núverandi og fyrrverandi nemendur FS æft stíft undanfarnar vikur að þessari uppsetningu. Helga Ásta Ólafsdóttir, eigandi Danskompaní, samdi dansana af sinni alkunnu snilld en leikstjórn er í höndum fyrrum nemanda FS, Brynju Ýrar Júlíusdóttur og er þetta frumraun hennar í leikstjórn. Það þarf ekki að taka það fram hversu mikil vinna liggur að baki uppsetningu sem þessari og því er það skylda okkar Suðurnesjamanna að koma og styrkja ungviði okkar með því að koma og sjá sýninguna. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar sem þarna sýna sitt besta í leik, söng, dansi og gleði. Aðeins verða sex sýningar í boði svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst. Allar upplýsingar um sýningar og miðakaup er að finna á Facebooksíðu NFS Bur- lesque, segir í tilkynningu. Vox Arena sýnir Burleque Í A N D R E W S T H E A T R E KVENFÉLAG GRINDAVÍKUR FÆRÐI KIRKJUNNI GJAFIR AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum fer fram föstudaginn 9. mars 2018 kl.16:00 á Nesvöllum. Venjuleg aðalfundastörf. Boðið upp á kaffi og meðlæti. Eldir borgarar hvattir til að mæta. Stjórnin.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.