Víkurfréttir - 08.03.2018, Page 27
27MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.
VETRARFUNDUR
FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Á REYKJANESI
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis
en skrá þarf þátttöku á markadsstofareykjaness.is
» Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs
Sambands íslenskra sveitarfélaga
» Rakel Theodórsdóttir, markaðsstjóri Friðheima
» Sveinn Waage, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og
skapandi greina hjá Íslandsstofu
» Afhending viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark
bjóða til morgunverðarfundar um ábyrga ferðaþjónustu og
markaðssetningu í Hljómahöll fimmtudaginn 15. mars kl. 8:30-10:30.
Bókasafnið er
samverustaður
– Bókasafn Reykjanesbæjar 60 ára
Bæjar- og héraðsbókasafn Kefla-
víkur var formlega opnað þann
7. mars árið 1958 á efri hæð íþrótta-
húss Barnaskólans í Keflavík, nú
Myllubakkaskóli. Fyrsti bæjar-
bókavörður var Hilmar Jónsson
og gegndi hann því starfi til ársins
1992. Árið 1974 fékk safnið nýtt
húsnæði að Mánagötu 7, þar var
safnið til ársins 1993 en þá var það
flutt í Kjarna að Hafnargötu 57.
Hulda Björk Þorkelsdóttir tók við
sem forstöðumaður árið 1992 og
lét af störfum í lok árs 2013. Tók
þá undirrituð við starfi forstöðu-
manns og hefur gegnt því síðan.
Um mitt ár 2013 flutti safnið í nú-
verandi húsnæði í Ráðhús Reykja-
nesbæjar, húsnæði sem skiptist í
tvær hæðir. Það var upphaflega
byggt fyrir banka og því þurfti að
aðlaga safnið að húsinu. Hugmynda-
fræðin á bak við flutninginn var að
öll kjarnaþjónusta bæjarins væri
undir einu þaki. Safnið er í opnu
rými þar sem þjónustuver Reykja-
nesbæjar er á sama stað auk þess
sem Ráðhúskaffi er skemmtileg við-
bót í húsinu. Á neðri hæð safnins
er upplýsingaþjónusta, almenn
fræðirit, lessalur og hópavinnuborð.
Á aðalhæð safnins er afgreiðsla,
barnadeild, tímarit, skáldrit og ævi-
sögur. Gamla peningageymslan er
orðin að Átthagastofu sem varð-
veitir sögulegan fjársjóð um Reykja-
nesbæ auk sýningarrýmis.
Bókasafnið er menningar-, upplýs-
inga- og þekkingasetur bæjarbúa. Í
safninu er lögð áhersla á að bjóða
upp á fjölbreyttan safnkost til að
geta þjónað öllum almenningi, sinnt
fræðslu og menningarviðburðum.
Bókasöfn nútímans eru oft kall-
aðir þriðji staðurinn; griðastaður
í amstri dagsins, þar sem hægt er
að njóta, læra, taka þátt og styrkja
andann. Staður til þess að hitta
fólk, lesa, læra, sækja viðburði og
fræðslu á eigin forsendum og frum-
kvæði. Á síðasta ári komu tæplega
10.000 manns á skipulagða viðburði
í Bókasafninu. Þá er frátalið fólk
sem sækir sér bækur, kíkir í tímarit
eða kemur til að læra.
Bókasöfn 21. aldar eru að þróast í
öflug menntunar- og menningar-
setur. Söfnin eru ekki lengur bara
fyrir bækur heldur eru þau hlut-
lausir staðir fyrir samskipti fólks
og þekkingaröflun í sinni fjöl-
breyttustu mynd. Þau eru lifandi
menningarstofnanir sem eru að
þróast í takt við breyttar þarfir
íbúa og bókasöfn eru staðir þar
sem hjartað slær í samfélögum.
Bókasafnið býr yfir fjölhæfum
starfsmönnum með breiðan bak-
grunn og er það einn helsti styrk-
leiki safnsins. Safnið er á vefnum og
á samfélagsmiðlum.
Haldið verður upp á 60 ára afmæli
Bókasafns Reykjanesbæjar miðviku-
daginn 7. mars milli kl. 15 og 18. Við
fögnum því með súkkulaðiköku,
kaffi og djús fyrir alla. Til hamingju
bæjarbúar með safnið okkar allra,
við vonumst til að sem flestir bæjar-
búar mæti og taki þátt í gleðinni.
Stefanía Gunnarsdóttir,
forstöðumaður.
OPNAR SÝNINGU OG HELDUR
NÁMSKEIÐ Í BÓKASAFNINU
Teiknarinn og söngkonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
er með mörg járn í eldinum um þessar mundir.
Lóa Hlín gerir teiknimyndasögur undir nafninu Lóa-
boratoríum og syngur með hljómsveitinni FM Belfast
sem hún stofnaði ásamt Árna Rúnari árið 2005.
Í byrjun janúar var sett upp verk
eftir hana í Borgarleikhúsinu. „Leik-
konan María Heba Þorkelsdóttir og
leikhópurinn Sokkabandið komu
til máls við mig og spurðu hvort ég
vildi taka þátt í verkefni með þeim og
skrifa leikrit upp úr myndasögunum
mínum. Ég sagði já og svo hófust hug-
myndavinna og handritaskrif.“ Leik-
ritið fjallar um samskipti, mæðgur
og systur sem eiga ekki frábær sam-
skipti. Ákveðin atburðarrás fer svo af
stað og konurnar neyðast til að kynn-
ast betur. Lóa Hlín er strax komin
með fleiri leikverk í kollinn en segir
það allt á hugmyndastigi.
Það er í mörgu að snúast hjá lista-
konunni og þegar hún er innt eftir
því hvernig gangi að sameina mynd-
listina, tónlistina, leikhúsið og móður-
hlutverkið stóð ekki á heiðarlegum
svörum. „Þetta gengur
misvel. Stundum vinn ég
allt of mikið. Ég er einmitt
í þessum töluðu orðum að
reyna að greiða úr flækjum
sem ég hef sjálf skapað,“
segir Lóa Hlín kímin á svip.
Það er ekki eingöngu leik-
húsið sem á allan hug Lóu
um þessar mundir en sýning
á teiknimyndasögum hennar
opnar í Bókasafni Reykjanes-
bæjar fimmtudaginn 8. mars.
Sýningin heitir Gamandrama
og verður í unglinga- og teikni-
myndasöguhorni safnsins.
„Ég hef verið með svipaða
sýningu í Borgarbókasafninu
í Grófinni. Þar fékk ég líka að
leggja undir mig veggplássið í
myndasögudeildinni.“
Lóa Hlín lærði myndskreytingu
við Parsons í New York en hún
byrjaði ung að teikna eða frá því
að hún uppgötvaði að það væri hægt
eins og hún segir sjálf. Hún hefur
verið atvinnumanneskja síðan árið
2005 en eftir hana hafa komið út þrjár
bækur: Alhæft um þjóðir (2009), Lóa-
boratoríum (2014) og Lóaboratoríum:
Nýjar rannsóknir hafa mögulega leitt
eitthvað í ljós (2015). Myndasögur
eftir hana hafa komið út víða, m.a. í
Grapevine, ÓkeiPiss, Mannlífi og Very
Nice Comics.
„Elsta myndasagan í mínum fórum
er síðan ég var átta ára og fór á nám-
skeið þar sem við áttum að skrifa
myndasögur. en ég byrjaði að vinna
við þetta meðfram öðrum verkefnum
árið 2005.“
Í kjölfar sýningarinnar í Bókasafni
Reykjanesbæjar mun Lóa Hlín bjóða
upp á námskeið í teiknimyndasögu-
gerð í safninu laugardaginn 17. mars
milli klukkan 12.00 og 16.00. Nám-
skeiðið er opið fyrir alla og kostar
ekkert, það eina sem þarf er að skrá
sig á námskeiðið.
Lóa Hlín hefur margsinnis verið
með námskeið af þessu tagi, m.a. í
Myndlistaskóla Reykjavíkur, Listahá-
skóla Íslands, Bókasafni Kópavogs, í
ýmsum grunnskólum, þar á meðal í
Garði í tengslum við verkefnið Skáld
í skólum. „Það eina sem fólk þarf til
að koma á námskeiðið er áhugi og
almenn forvitni. Ímyndunarafl sakar
ekki. Teiknikunnátta er góð en hún
er ekki nauðsynleg. Ég hvet alla til
að koma, bæði til að prófa eitthvað
nýtt og njóta þess að vera innan um
teiknandi fólk. Það er svo huggulegt,“
segir Lóa Hlín að lokum.
Áhugasamir geta fengið allar nánari
upplýsingar á heimasíðu Bókasafns
Reykjanesbæjar:
sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn