Víkurfréttir - 08.03.2018, Síða 31
31ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.
„Sakna Villabars“
Elías Már Ómarsson er uppalinn Keflvíkingur og leikur knattspyrnu með
IFK Göteborg. Hann hefur leikið með landsliðinu í knattspyrnu og vonast
til að fá fleiri tækifæri með því í framtíðinni. Leiktíðin í sænsku deildinni
hefst þann 1. apríl næstkomandi og ætlar Elías sér að vinna sig inn í byrj-
unarliðið fyrir fyrsta leik.
„Bikarkeppnin er byrjuð hjá okkur og
við höfum unnið alla leikina í henni
hingað til, persónulega hefur mér
gengið mjög vel á þessu undirbún-
ingstímabili,“ segir Elías.
Hann kann vel við sig í Svíþjóð, býr á
þægilegum stað í Gautaborg þar sem
allt er mjög nálægt honum.
Elías hefur leikið með A-landsliði Ís-
lands í knattspyrnu sem er draumur
flestra ungra knattspyrnuiðkenda.
„Það er alltaf góð tilfinning að spila
fyrir landsliðið og mikill heiður. Ég
vona bara að ég fái að spila oftar fyrir
Íslands hönd í framtíðinni.“
Elías Már byrjar daginn snemma
og er vaknaður rétt um áttaleytið.
„Fljótlega eftir að ég vakna fer ég
á æfingasvæðið þar sem að ég
fæ mér morgunmat, æfingin
sjálf byrjar svo um hálfellefu
og eftir hana borða ég hádegismat,
sem er líka á æfingasvæðinu. Ég er
oftast kominn heim um eittleytið.
Einu sinni til tvisvar í viku eru tvær
æfingar sama daginn og þá er ég
yfirleitt kominn heim um þrjú-hálf-
fjögur. Eftir það hef ég tíma til að
gera eitthvað annað.
Framundan er sænska deildin en nú
er rétt um mánuður í hana og Elías
vinnur að því að kappi núna að vinna
sér fast sæti í byrjunarliðinu. Elías
var spurður að því hvar hann sæi
sig fyrir sér eftir fimm ár og því var
auðsvarað. „Eftir fimm ár sé ég mig
í stærri deild í Evrópu.“
Kærasta Elíasar og hann voru að
koma á legg netverslun þar sem þau
selja sínar eigin snyrtivörur undir
merkinu E & T Cosmetics og er því
óhætt að segja að atvinnumaðurinn
sitji ekki auðum höndum í Svíþjóð.
Þegar Elías er spurður að því hvort
hann sakni einhvers á Íslandi er því
auðsvarað. „Maður saknar fjölskyldu
og vina mest, en reyndar sakna ég
Villabars og bakarísins líka.“
Elías Már
leikur knattspyrnu
í Svíþjóð
„Ég keppi allt-
af með tyggjó“
Björk Gunnarsdóttir leikur körfuknattleik með Njarðvík en
að hennar sögn er skemmtilegasta sagan af ferlinum þegar
þær tryggðu sér annað sætið í Maltbikarnum í janúar sl. Björk
svaraði nokkrum Sportspjalls-spurningum fyrir Víkurfréttir.
Fullt nafn: Björk Gunnarsdóttir.
Íþrótt: Körfubolti.
Félag: Njarðvík.
Hjúskaparstaða: Einhleyp.
Hvenær hófst þú að stunda þína
íþrótt? Þegar ég var um 7 ára.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Guðni Erlendsson.
Hvað er framundan? Framundan
er að klára tímabilið í körfunni og
einnig er ég að klára fyrsta árið mitt
í verkfræði.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferl-
inum? Örugglega þegar ég var að
spila með U18 ára landsliðinu og
við lentum í 4. sæti á Evrópumóti
sem haldið var í Bosníu. Held að
það sé einn besti árangur sem U18
ára landslið kvenna hefur náð á
Evrópumóti.
Uppáhalds...:
...leikari: Julia Roberts.
...bíómynd: Ég er lúmskur Harry Potter aðdáandi.
...bók: Engin ein sem sker sig úr.
...alþingismaður: Ég hef ekki hugmynd.
...staður á Íslandi: Ég er mjög heimakær svo ég verð að segja heima.
Hvað vitum við ekki um þig? Ég
keppi alltaf með tyggjó. Ég byrjaði
á því þegar Margrét Sturlaugsdóttir
var þjálfarinn minn, mig minnir að
hún hafi sagt að þetta myndi auka
vatnsframleiðsluna í munninum,
hef verið háð því að keppa með
tyggjó síðan.
Hvernig æfir þú til að ná árangri?
Ég mæti á allar æfingar með það
hugarfar að leggja mig 100% fram,
svo reynir maður að æfa aukalega
eins mikið og maður getur.
Hver eru helstu markmið þín?
Ég stunda nám í verkfræði við
Háskólann í Reykjavík, langar að
klára það nám samhliða því að spila
körfubolta.
Skemmtilegasta sagan af ferl-
inum? Svo margar skemmtilegar
sögur, en sú nýlegasta er örugglega
þegar við lentum í 2. sæti í Maltbik-
arnum, þar sem enginn hafði trú á
okkur en við sýndum loksins hvað
í okkur býr.
Skilaboð til upprennandi íþrótta-
manna: Alltaf gera sitt besta og
muna að það er aukaæfingin sem
gerir góðan leikmann að frábærum
leikmanni.
UTANVALLAR
PURIFYING & CLEANSING BODY FOAM er þétt og rík hreinsifroða sem gefur húðinni mýkt.
Froðan slípar húðina, fjarlægir dauðar húðfrumur, frískar og jafnar áferð húðarinnar.
INSTANT SMOOTHING & MOISTURIZING BODY TREATMENT er létt líkamsgel sem gefur
samtundis raka. Það er einstaklega frískandi, mýkir, róar og rakanærir húðina.
FIRMING & RECOVERY BODY EMULSION kremið er kælandi, styrkjandi og þéttir húðina.
Gefur frískandi og góðan raka. Inniheldur kamforu sem hjálpar þreyttum og stífum vöðvum
með verkjastillandi og bólgueyðandi eiginleikum
FULLKOMNAÐU LÍKAMSRÆKTINA MEÐ STINNARI OG FALLEGRI HÚÐ.
CANDICE SWANEPOEL
EXPERIENCE
THE STRONGEST REBIRTH
Discover our exclusive massage ritual on www.biotherm.com
MEÐAN ÞÚ SEFUR,
GERAST KRAFTAVERKIN
MASKINN RÓAR HÚÐINA, DREGUR ÚR ROÐA
OG STREKKTRI HÚÐ. HÚÐIN VERÐUR
ÞÉTTARI OG LJÓMAR FALLEGA.
MASKI SEM RÓAR, GRÆÐIR,
ENDURNÝJAR OG KÆLIR
LIFE PLANKTON TM
HEIL LÍNA AF RÓANDI OG STYRKJANDI VÖRUM
ÁN ALKAHÓLS, LITAREFNA OG PARABENA
SPA BURSTI SEM
BIOTHERM HEFUR
EINKALEYFI Á
BIOTHERM DAGAR
Í LYFJU REYKJANESBÆ 7.-10. MARS.
SÉRFRÆÐINGUR FRÁ BIOTHERM VERÐUR Í LYFJU FÖSTUDAGINN 9. MARS.
Glæsilegur kaupauki fylgir þegar keyptar eru Biotherm vörur fyrir 7.800 krónur eða meira, á meðan birgðir endast.
A F S L Á T T U R A F
Ö L L U M D Ö M U - O G H E R R AV Ö R U M
F R Á B I O T H E R M20%
KEFLAVÍK SEMUR VIÐ
ÁSTRALSKAN MARKVÖRÐ
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur
samið við markvörðinn Jonathan
Faerber og mun hann leika með
liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.
Jonathan er fæddur árið 1988 og
verður þrítugur síðar í mánuðinum
en hann stóð á milli stanganna í
marki Reynis í Sandgerði á síðasta
tímabili.
Keflavík kynnti Jonathan til
leiks á heimasíðu sinni:
Jonathan Mark Faerber gerði samn-
ing við Keflavík út 2018. Hann er stór
og mikill markvörður og mun veita
Sindra Kristni samkeppni um mark-
varðarstöðuna. Jon er fæddur 1988
og er frá Ástralíu. Hann pilaði með
Reynir frá Sandgerði sl sumar.