Myndmál - 01.10.1983, Qupperneq 5
Clark Kent finnur hamingjuna hjá
Lönu Lang. Christopher Reeve og
Annette O’Toole.
Það mun hafa verið fyrir ca.
100 árum að þýski heimspeking-
urinn Friedrich Nietzsche setti
fram hugmyndir sínar um að
rækta sérstakan stofn Ofur-
menna. Austurrískur húsamálari
tók ástfóstri við þessar hugmynd-
ir og hóf tilraunastarfsemi í þessa
átt þegar hann hófst til vegs í
Þýskalandi. Og svo var það árið
1938 að tveir Kanar fengu þá
flugu í höfuðið að búa til teikni-
myndasögu um Ofurmennið, sem
hversdags var mannfælinn og
nærsýnn blaðamaður hjá stór-
blaðinu Daily Planet í höfuð-
borginni Metropolis, en eftir
vinnutíma hafði hann fataskipti,
gjörðist Ofurmenni og einbeitti
sér að baráttu gegn glæpum og
spillingu. Hann hafði þá fágætu
náttúru að geta flogið á ofsa-
hraða (í Superman I sáum við
hann snúa Jörðinni afturábak,
þ.e.a.s. hann fór aftur í tímann,
breytti gangi sögunnar til að
endurheimta Lois Lane úr klóm
dauðans. Að vísu hlaut hann bágt
fyrir hjá föður sínum (Marlon
Brando) sem vítti hann fyrir að
hafa brotið allar hraðatakmark-
anir). Einnig hafði hann augu
sem sáu allt sem þau vildu sjá
(innan marka siðgæðiseftirlits)
og gátu þar að auki varpað frá sér
röntgengeislum i margskonar
hagnýtum tilgangi. Það var svo
eftir öllu öðru að sársauki var fyr-
irbæri sem Ofurmennið þekkti
aðeins af afspurn. T.d. höfðu
byssukúlur sem ætlaðar voru
honum, alveg þveröfug áhrif á
við það sem ætlast var til, því þær
hrukku til baka að þeim sem
baunaði. Svo þegar smá hlé gerði
Ofurmennið f lýgur enn á
ný fyrir frelsi, réttlæti og
ameríska háttu!
í þriðja sinn ber Of-
urmennið/Clark Kent
fyrir augu bíógesta.
Hann er kominn sömu
erinda og áður, til að
berjast fyrir sannleik-
ann, réttlætið og am-
eríska háttu, hvernig
sem það allt fer nú
saman...
á hasarnum við bófa og ræningja,
sinnti Ofurmennið smáfuglun-
um, hjálpaði gömlum konum yfir
götur, bjargaði köttum úr trjám,
forsetaflugvélum frá hrapi eftir
vængbrot og lestum frá hrapi of-
an í gil með því að gerast lestar-
teinn eina heppilega augnabliks-
stund.
Sem sagt, Ofurmennið var og
er, þekktur um víða veröld fyrir
manngæsku og hjartahlýju.
Árið 1978 frumsýndu svo
bræðurnir Alexander og Ilya
Salkind stórmynd sína um Ofur-
mennið. Superman, the movie
var metnaðarfull skemmti-
myndaframleiðsla þar sem ekkert
var til sparað að gera upplifun
áhorfandans sem stórkostlegasta.
Myndin skartaði stórstjörnum á
borð við Marlon Brando og Gene
Hackman ásamt Christopher
Reeve sem sló í gegn sem ótrúlega
trúverðugt Ofurmenni. Aldrei
áður í sögu kvikmyndanna hafði
nokkur flogið jafn eðlilega á
hvíta tjaldinu enda var belli-
bragðadeildin í essinu sínu.
Myndin kostaði all væna fúlgu,
eða um 54 milljónir dollara sem
gerði Superman, the movie að
einni dýrustu kvikmynd sem
framleidd hefur verið. Ekki síst
var svo fyrir að þakka Marlon
Brando sem fékk all ríflegan hlut
af þessari upphæð.
Superman, the movie sagði frá
uppruna Ofurmennisins og
hvernig það vildi til að hann kom
til Jarðarinnar. Hann var alinn
upp í bandarískum smábæ en
uppkominn hélt hann til höfuð-
borgarinnar Metropolis og fékk
þar starf sem blaðamaður á stór-
blaðinu Daily Planet, undir heit-
inu (og útlitinu) Clark Kent. Þar
varð hann ástfanginn af Lois
Lane, dugmikilli blaðakonu sem
dýrkaði Ofurmennið en var frek-
ar lítið um Clark Kent gefið. En
Ofurmennið þurfti einnig að
kljást á öðrum vígstöðvum. Erki-
Ekkert jafnast á við flugferö með Ofurmenni, eða hvað? Richard Pryor
treystir Cristopher Reeve fyrir lifi sínu.
þrjóturinn Lex Luthor hugði á
heimsyfirráð en slíkt tók auðvitað
engu tali. Ofurmennið háði því
mikla orrustu við Lex og tókst að
lokum að veita honum ávítur fyr-
ir tiltækið.
í Superman II kemst Lois Lane
að því að Ofurmennið og Clark
Kent eru einn og sami maðurinn.
Og Ofurmennið ákveður að
hætta starfi sinu sem verndari
sannleika, réttlætis og amerískra
hátta og gerast óbreyttur Clark
Kent. En þá þarf auðvitað það
versta að ske. Glæpahyski, sem
gert hafði verið útlægt frá plánet-
unni Krypton (þar sem Ofur-
menni fæddist) var komið til
Jarðarinnar og notaði kraft sinn
til illra verka gegn Jarðarbúum.
Ofurmenni varð því að fresta hin-
um jarðbundnu fyrirætlunum
sínum og fljúga til móts við þessa
þokkalegu þrenningu. Óneitan-
lega var lokabardaginn nýstár-
legur því stríðandi aðilar grýttu
m.a. strætisvögnum á milli sín.
Allt fór þó vel að lokum, nema
hvað áætlun strætisvagna fór
nokkuð úr skorðum þann daginn
í Superman III, sem sögð er
skemmtilegust þeirra allra, er
meira líf í tuskunum en nokkru
sinni fyrr. Fégráðugur milljóna-
mæringur, Ross Webster (Robert
Vaughn) vill leggja undir sig kaffi
og olíumarkaði jarðarinnar og
hefur sér m.a. til fulltingis, risa-
tölvu með sjálfstæða hugsun sem
er svo kraftmikil að hún megnar
að breyta Ofurmenni í versta óvin
sinn (!) Grínarinn góðkunni
Richard Pryor heldur uppi
húmornum á svæðinu, hann
leikur Gus Gorman, auðnuleys-
ingja sem fyrir tilviljun kemst að
því að hann er tölvuséní. Webster
fær veður af þessu og Gorman
gerist liðsmaður hans, fyrir ein-
hvern misskilning þó að talið er.
Ofurmenni tekst að lokum að yf-
irvinna sinn verri mann og stöðva
ill áform auðjöfursins. Eftir það
getur hann notað tímann til ým-
issa nytsamlegra hluta eins og að
hugsa um nýju vinkonuna sína,
Lönu Lang (takið eftir því að
upphafsstafirnir LL virðast hafa
einhverskonar aðdráttarafl hvað
kvenfólk varðar hjá Ofurmenni)
sem Annette O’Toole leikur.
Þeir Salkind-bræður segja að
ekki sé von á fleiri myndum um
Ofurmennið. En ekki neita þeir
orðrómi um að Súperkonan
kunni að birtast á hvíta tjaldinu
innan skamms . . .
MYNDMÁL 5