Myndmál - 01.10.1983, Qupperneq 20
KVKMTCAHQSIN A NCSTUmi
Jessica Lange var tilnefnd til
Oskarsverölauna fyrir leik sinn í
FRANCES
sem væntanleg erí Regnbogann.
Regnboginn sýnir innan tíðar
kvikmyndina Frances með Jess-
icu Lange í titilhlutverkinu.
Lange var tilnefnd til Óskarsverð-
launa 1983 fyrir leik sinn í þessari
mynd sem leikstýrð var af
Graeme Clifford.
Frances segir sögu Hollywood-
leikkonunnar Frances Farmer
sem var leikkona á fimmta ára-
tugnum. Lange, sem áður hafði
hlotið mikið lof fyrir hlutverk sitt
i kvikmyndinni The Postman
Always Rings Twice og fleiri
myndum, leit á þetta hlutverk
sem „nokkur sem ég hefði jafnvel
drepið fyrir“ svo notuð séu henn-
ar eigin orð. Hún var tekin fram
yfir stórstjörnur eins og Jane
Fonda, Sissy Spaeck, Diane
Keaton og Goldie Hawn. Graeme
Clifford, sem þreytti frumraun
sína sem leikstjóri i þessari mynd,
varði tveimur árum í rannsóknir á
ævi Frances Farmer. „Ég vildi
gera mynd þar sem staðreyndirn-
ar sætu í eins miklu fyrirrúmi og
kostur væri“ sagði hann. „Einnig
vildi ég ná sannri tilfinningu fyrir
persónuleika Frances, sem aðeins
var hægt að nálgast með því að
tala við fólk sem þekkti hana ná-
ið“.
16 ára hlaut Frances verðlaun i
skólanum fyrir ritgerð sína „Guð
deyr“. Yfirvöldunum þóknuðust
þessar ritsmíðar lítt og flokkuðu
undir hneykslanlegt athæfi. Um
23 ára aldur fer stjarna hennar
hækkandi sem leikkona á sviði og
i kvikmyndum og hún vekur að-
dáun fyrir fegurð og hæfileika.
En nokkrum árum síðar fara
hlutirnir að ganga henni í óhag og
keðja atvika verður til þess að
hún er handtekin og síðar dæmd
á geðveikrahæli, ekki síst fyrir til-
verknað móður sinnar. Það hlýt-
ur Frances grimmilega meðhöndl-
un s.s. barsmíðar, heilaþvott og
raflost. Um síðir er henni þó
sleppt af hælinu og hún eygir
bjartari tíma með vini sínum
Harry York (Sam Shephard).
Þegar Frances lenti i þessum
erfiðleikum hlaut hún almenna
fordæmingu Hollywood-maskín-
unnar og það er raunar ekki fyrr
en á allra síðustu árum að myndir
hennar koma nú fyrir sjónir al-
mennings. Látum Jessicu Lange
hafa síðasta orðið þar sem hún
segir frá því sem vakti einna mest-
an áhuga hennar á hlutverkinu:
„Það sem kom fyrir Frances
Farmer, gæti allt eins komið fyrir
mig. Einn eða tveir hlutir fara úr-
skeiðis, boltinn byrjar að hlaða
utan á sig og skyndilega er skollin
á martröð“.
Laugarásbíó tekur brátt til sýn- færið fyrir gamla og góða Bítla-
inga eina bestu tónlistarmynd aðdáendur að leggja leið sína í
sem gerð hefur verið, en það er Laugarásbíótilaðrifjauppþessa
engin önnur en A Hard Day’s tíma, svo ekki sé minnst á þá kyn-
Night eftir Richard Lester og Bítl- slóð sem aldrei hefur átt mögu-
ana. leika á að sjá myndina.
Nú sýnd í Laugarásbiói og í
Dolby stereo!
A Hard Day’s Night var gerð
árið 1964 þegar Bítlaæðið náði
hámarki. Reyndar voru UA,
framleiðendur myndarinnar,
dauðhræddir um að ekki tækist
að ljúka myndinni áður en vin-
sældir þeirra tækju að dvína og
því hröðuðu þeir gerð hennar sem
mest þeir máttu. Sá hraði var þó
heldur betur ástæðulaus því Bítl-
arnir áttu eftir að halda vinsæld-
um sínum í fjölmörg ár til viðbót-
ar. Myndin náði feykilegum vin-
sældum þ.á.m. hér á landi og
lögðu menn á sig ótrúlegasta
erfiði til að verða sér úti um miða,
jafnvel aftur og aftur. En nú hef-
ur myndin verið endurhljóðsett í
Dolby stereo svo að nú er tæki-
A Hard Day’s Night lýsir
brambolti hljómsveitarmeðlima
þar sem þeir þeytast á milli tón-
leikasala og sjónvarpsstúdíóa og
þurfa þess á milli að kljást við
brjálaða aðdáendur sem helst
vildu éta þá lifandi. Einnig kemur
við sögu, afi Pauls sem fylgir lífs-
reglunni: Að deila og drottna.
Hann gerir því allt til að koma
sjálfum sér og öðrum í hin marg-
víslegustu vandræði. Vin kynn-
umst líka Norm, framkvæmda-
stjóra þeirra sem vinnur á við tíu
til að halda hlutunum í skorðum
en það dugar hvergi til.
Það þarf ekki að efa að bíógest-
ir eigi góða stund undir þessari
bráðskemmtilegu mynd.
Háskólabíó sýnir stuömynd ársins
Meðal þeirra sem reglulega
stunda kvikmyndahúsin, verður
ársins 1978 helst minnst fyrir
,,fárið“, þ.e. Laugardagsnætur-
fárið (Saturday Night Fever) þar
sem John Travolta plataði mann-
skapinn uppúr skónum í bókstaf-
legri merkingu, í trylltum dansi
við tónlist þeirra Bee Gees
bræðra. Myndin varð tekjuhæsta
mynd i sögu Paramount kvik-
myndafélagsins og skaut
Travolta rækilega upp á stjörnu-
himininn, þaðan sem hann brosti
til milljóna aðdáenda i ,,fári“ um
allan hinn vestræna heim.
Nýlega sendi Paramount frá
sér aðra dans og söngvamynd sem
spáð er sömu velgengni og „fár-
inu“. Þetta er kvikmynd breska
kvikmyndaleikstjórans
Adrian Lyne, Flashdance. Sagan
er um ægifagra logsuðukonu (!) í
Pittsburgh, sem á kvöldin fremur
æsandi danssýningu á einum
barnum í nágrenninu en dreymir
um að fá starf við ballettinn á
staðnum.
Flashdance er um þessar mund-
ir ein vinsælasta myndin i Banda-
ríkjunum. Platan með lögunum
úr myndinni seldist í 700.000 ein-
tökum á fyrstu tveim vikunum og
jók svo söluhraðann uppí 100.000
eintök á dag. Það er því óhætt að
segja að Kanar hafi kunnað að
20 MYNDMÁL