Myndmál - 01.10.1983, Síða 17

Myndmál - 01.10.1983, Síða 17
myndajöfrar skrifa nánast engir sín eigin handrit. Fellini t.d. stendur oft með þremur eða fjórum öðrum nöfnum. Hann hefur áhrif á efnisvalið og fylgist með handritaskrifun- um, skrifar kannski kafla og kafla sjálfur. Þó byrjaði hann í kvikmyndunum sem hand- ritshöfundur. Hann var einn þeirra þriggja sem skrifuðu handritið að fyrstu Neoralísku myndinni, Róm, Opin Borg, sem Rosselini stjórnaði. Þannig að þessi goðsögn um leikstjórann sem bæði stjórnar og skrifar, hefur valdið því að hæfir handritaskrifarar hafa flæmst frá kvikmyndunum eða aldrei fengið tækifæri til að skrifa kvikmyndahandrit og að þeir sem kunnað hafa að skrifa og síðan verið falið að stjórna, hafa alls ekki kunnað til verka á þvi sviði. En auðvitað eru klárir menn inná milli. Við getum nefnt Hans Alfredsson sem gerði Ein- falda Morðingjanum, nú Bo Widerberg stendur alltaf fyrir sínu sem og Jan Troell. Svo er Bergman auðvitað í broddi fylkingar þannig að það er ekki allt rusl sem verið er að framleiða þarna en hinsvegar er það of mikið. Svíar halda því síður en svo fram að þeir hafi fundið hina einu réttu aðferð til að gera kvik- myndir, þeim finnst leiðinlegar sænskar myndir alveg jafn leiðinlegar og okkur“. Lárus Ýmir Ptóblemin Annar Dans var tekin í svart/hvítu, að sögn Lárusar til að halda utan um ákveðinn heildartón. ,,Að mínu viti hefði ekki verið hægt að gera svona mynd í Iit“ segir hann, inntur eftir frekari útskýringum. „Hún hefði bara orðið eitthvað allt annað. í öllum mynd- um gildir þetta meira eða minna, að halda ut- an um einhvern grunntón. Algengasti feillinn sem maður sér í kvikmyndum yfirleitt, er að ekki hefur tekist að gefa myndinni heildar- svip“. En sökum þess hve vinnsla svart/hvítrar filmu er fátíð nú á tímum komu upp ýmiskon- ar vandamál. Filmuframleiðendur leggja áherslu á vandaða framleiðslu litfilma en þar sem eftirspurn eftir svart/hvítri filmu er margfalt minni, eru þeir ekki eins nákvæmir. í Andra Dansen var notast við tvennskonar filmu, annarsvegar PIus-X 125 asa útifilmu og hins vegar Double-X 250 asa innifilmu. Það kom í ljós að útifilman var illa stönsuð sem kallað er, þannig að það spændist uppúr götunum þegar grípararnir á myndavélinni gripu í filmuna til að draga hana áfram. Þetta hafði þær afleiðingar að filman stöðvaðist og slitnaði. Fyrst var talið að um vélarbilun væri að ræða og var oft skipt um myndavélar eða pöntuð ný stykki í þær. Þannig komu langir biðtímar og aukakostnaður sem af þessu hlaust nam um 300.000 sænskum krónum. Útúr þessu kom mikiðóöryggi.aukakostnað- ur, andleg áreynsla og pirringur“ segir Lárus. Kvikmyndatökumaður Lárusar var annar félagi hans sem unnið hafði með honum að Fugl í Búri, Göran Nilsson. ,,Ég lít á hann sem einhvern efnilegasta tökumann sem völ er á yfirleitt“ staðhæfir Lárus, ,,en eina manneskjan í hópnum sem var fagmaður frammí fingurgóma var skriftan. Hún hefur unnið með Bergman að mörgum myndum og gerði mér ljóst hvað góð skrifta er óskaplega mikils virði“. Framtíðin Um þessar mundir vinnur Lárus við að yfir- fara og endurskoða science-fiction thriller eftir Tomas Borström, á vegum Sænsku Kvikmyndastofnunarinnar. „Sagan fjallar um aðra þá stóru hættu sem steðjar að mann- kyninu í dag“ segir Lárus þegar hann er beð- inn að ljóstra upp efninu. „Annarsvegar er það atómsprengjan en svo er verið að eiga við hálfgerða atómsprengju líka, á nokkrum stöðum í heiminum. Þá á ég við þessar of- boðslega víggirtu lífefnarannsóknastöðvar þar sem verið er að vesenast með erfðamassa mannsins og allskyns vírusa og efni sem gætu valdið hrikalegum hörmungum ef þau kæm- ust útí náttúruna, jafnvel orðið öllu mann- kyni að fjörtjóni. Sagan gerist semsagt að mestu á stórri tilrauna- og rannsóknastofu þar sem allt fer meira og minna úrskeiðis. Ég hef aðeins tekið að mér að snyrta þetta hand- rit til. Svo er óvíst hvort úr frekari fram- kvæmdijrn verði“. Lárus hefur margsinnis lýst því yfir að hug- ur hans standi til vinnu á íslandi. Því var ekki úr vegi að spyrja hann hvort einhverjar hug- myndir væru á lofti.,, Jújú. Ég er bara orðinn hálfþreyttur á að segja frá því sem óvíst er hvort verður úr, sbr. Skýrsluna og Blind- ingsleik sem hvort tveggja voru prýðishandrit og hefðu orðið fjandi góðar filmur ef fjár- magn hefði fengist til að gera þær. Það er ekkert útilokað að þessar myndir verði ein- hverntíma gerðar en hitt er svo annað mál að í hverjum mánuði koma fram nýjar hug- myndir og nýtt fólk sem er að tala við mig um að gera eitthvað. Framtíðin verður bara að skera úr um hvað verður ofaná“. DavidMveii hiki-kki í byrjun ágústmánaðar lést einn frægasti leikari Bretlands, David Niven. Hér fer á eftir örstutt yfirlit yfir feril þessa geðþekka leikara en lesendur mega eiga von á frekari umfjöllun í næsta blaði. Niven fæddist árið 1910 í Kirremuir í Skot- landi. Hann hugðist verða atvinnuhermaður og gekk í þeim tilgangi í Sandhurst herskól- ann. Einnig verði hann nokkrum árum hjá fótgönguliðssveitum skosku hálandanna en að lokum komst hann að þvi að hermennskan var honum ekki að skapi. Hann hélt því til Ameríku og vann þar margskonar störf, allt frá byggingavinnu til blaðamennsku. í Hollywood fékk hann síðan statistahlutverk og hóf þar með kvikmynda- feril sinn sem átti eftir að spanna u.þ.b. fimm áratugi. Frumraun hans í kvikmyndaleik var í kvik- myndinni Barbary Coast sem gerð varð árið 1935. Af öðrum kvikmyndum sem hann lék í á þessum upphafsárum kvikmyndaferils síns má nefna Thank You, Jeeves (1936), Dodsworth (1936), The Prisoner of Zenda (1937), Bachelor Mother (1939) og Raffles (1940). Árið 1940 sneri Niven til Bretlands og gekk í herinn. Þar vann hann sig uppí ofurstatign og tók m.a. þátt í innrásinni í Normandí. Fáir áttu von á því að Niven tækist að hefja leik í kvikmyndum að nýju eftir stríðið. En ferill hans var rétt að byrja. 1944 lék hann í kvikmyndinni The Way Ahead og eftir það tókst honum að vinna sér öruggan sess sem kvikmyndaleikari. Meðal mynda sem hann lék í um ævina má nefna Carríngton V.C. (1955), Around the World in Eighty Days (1956), Seperate Tables (1958), The Pink Panther (1964), The Brain (1969), King Queen Knave (1972), Murder by Death (1976), No Deposit, No Return (1976) og Candleshoe (1977). Niven hlaut óskarsverðlaun árið 1958 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Seperate Tables undir leikstjórn Delbert Mann. Hann skrifaði tvær sjálfsævisögur, The Moon’s a Balloon og Bríng On the Empty Horses, auk þess sem hann sendi frá sér skáld- söguna Go Slowly, Come Back Quickly. Bæði gagnrýnendur og almenningur taldi þessi skrif til sóma en bæði þær og allur sá fjöldi kvikmynda sem Niven kom fram í um ævina munu halda minningunni um þennan holdgerving breska séntilmannsins á lofti um ókomin ár. MYNDMÁL17

x

Myndmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.