Myndmál - 01.10.1983, Blaðsíða 13

Myndmál - 01.10.1983, Blaðsíða 13
PERSÓNUR OG LEIKENDUR: Daníel Ólafsson: KARL ÁGÚST ÚLFSSON Þór Magnússon: EGGERT ÞORLEIFSSON Víglundur verkstjóri: RUNÓLFUR DAGBJARTSSON Axel bónusvíkingur: EIRÍKUR SIGURGEIRSSON Ási skipstjóri: SVEINN TÓMASSON María Víglundsdóttir: GUÐRÚN KOLBEINSDÓTTIR Sigurður Majones: MAGNÚS S. MAGNÚSSON Handrit og stjórn: ÞRÁINN BERTELSSON Framleiðandi: JÓN HERMANNSSON Kvikmyndataka og klipping: ARI KRISTINSSON Aðstoðarleikstjóri: SIGURGEIR SCHEVING Leikmynd: MAGNÚSS. MAGNÚSSON Förðun og búningar: JÓN KARL HELGASON Búningar Þórs og Daníels: MARTA BJARNADÓTTIR Hljóó: JÓN HERMANNSSON Höfundartónlistar: SIGFÚS HALLDÓRSSON, TAPPI TIKARRASS, ÁSI í BÆ, SVAVAR BENEDIKTSSON, GUÐMUNDUR RÚNAR LÚÐVÍKSSON, ODDGEIR KRISTJÁNSSON, ÁGÚST PÉTURSSON. Tónlistarráðgjöf: MEGAS Aðstoð viö kvikmyndatöku: ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, JÓN KARL HELGASON Aðstoð við hljóðupptöku: JÓHANNES JÓNSSON Asi skipstjóri telur Daníel geta bjargað fiskiriinu með berdreymi. Sveinn Tómasson og Eggert Þorleifsson í hlutverkum sinum í Nýtt Líf. Hvemig fannst þér sjálfum hafa til tekist með þessa mynd? Manni þykir auðvitað vænt um öll börnin sin. En ég held að þessi mynd hafi bæði verið af vanefn- um gerð og vanhugsuð, af mér og öðrum. En það var ánægjulegt að takast á við þetta verkefni. Fólki fannst á sinum tíma þetta vera eitthvað rosalega stórt þó að sú mynd hafi í rauninni kostað skít á Svaðilfarir íslenska kvikmvnda- tökumannsins eru oft með ólíkind- um. HérmyndarAri Kristinsson og útkomuna má m.a. sjá á forsíðu þessa blaðs. priki. Allavega veit ég til þess að einhverjir hafi séð hana sér til ánægju en að öðru leyti er ég ekki mikið að pæla í henni þessa dag- ana. Stórmerkilegt! En hvað um leikritagerð Sjón- varpsins? Er þar ekki eitthvað sem þarf að taka í gegn? Ef að ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að reka Ríkisútvarpið í heild, þar með talið Sjónvarpið, með myndarbrag þá verður að endurskoða málin og kannski loka stofnuninni á meðan. Ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi að hafa menn á fullum launum uppí Sjónvarpi, við að bíða eftir því að peningar fáist til að vinna einhver verkefni. Sjónvarpinu hefur verið haldið í þvílíku fjár- svelti að það er til háborinnar skammar. En ekki er beinlínis við þá að sakast sem stjórna Sjón- varpinu. Ef þeir fengju einhverja peninga til að spila úr væri hægt að athuga hvort þeir væru starf- inu vaxnir. Þetta ástand er öllum til skammar og það er brýn nauð- syn á því að allar stéttir sem af- skipti hafa af Sjónvarpinu, kvik- myndagerðarmenn, leikarar og aðrir, taki höndum saman og reyni að koma þessari stofnun á lappirnar. Það er fyrirsjáanlegt að sennilega þyki nóg að gert að byggja þetta útvarpshús sem þjóðin er að býsnast yfir. Ég hef aldrei vitað til þess að það væru reknar útvarps- og sjónvarps- stöðvar í nokkru landi, án þess að það þætti sjálfsagt mál að þær væru í húsnæði. Þetta þykir aiveg stórmerkilegt hérna og meira að segja umdeilt, hvort þessi starf- semi eigi að hafa þak yfir sér. Efnisemer fcJkinærri Aörir sálmar. Þessi bráð- skemmtilega mynd sem þú hefur sent frá þér. Hvers vegna þetta efni? Sko, sjáðu til. Allur almenn- ingur hefur tekið þessari nýbyrj- uðu kvikmyndagerð vel og látið Karl Ágúst Úlfsson í hlutverki sínu í Nýtt Líf. sig hafa það að sjá hverja mynd- ina á fætur annarri. Það þykir ekkert tiltökumál að þriðjungur eða jafnvel helmingur þjóðarinn- ar komi og sjái íslenskar bíó- myndir. Kvikmyndagerðarmenn mættu vera býsna þakklátir öll- um almenningi fyrir þessar und- irtektir. Mig langaði til að gera einhverja mynd með efni sem stendur fólki nærri. Það eru margar þúsundir sem vinna við þessar undirstöðuatvinnugreinar, fiskveiðar og fiskiðnað og ég vildi koma inná þessi mál, ekki bein- línis til að gera einhverskonar út- tekt á þessum starfsgreinum, heldur að láta kvikmyndina og fólkið í landinu mætast. Mér fannst þetta góð aðferð, Nýtt Líf er létt gamanmynd sem byggir að töluverðu leyti á minni alltof stuttu reynslu af fiskvinnu, eitt sumar í Eyjum. Vestmannaeyjar urðu fyrir valinu vegna þess að þaðan átti ég þessar ágætu minn- ingar og vegna þess að Vest- mannaeyjar eru sú verstöð sem telst hreinræktað fiskipláss, þ.e.a.s. þarna er eingöngu lifað á fiskveiðum en ekki eins og á mörg- um öðrum fiskveiðistöðum sem eru líka þjónustumiðstöðvar fyrir landbúnaðarhéruðin umhverfis. Skammdegi Hvað með framtíðarverkefni? Það er nú fyrst að athuga hvort maður lifir þessa mynd af . . . Þessi bransi er eiginlega full spennandi. En setjum svo að allt fari vel og auðvitað trúir maður því í lengstu lög, þá hefur svona Eggert Þorleifsson „meö allt á hreinu” ásamt blómarós úr Eyjum... Hljómsveitin Tappi Tikarrass er meóal þeirra fjölmörgu sem sjá um I tónlistarveitingar í myndinni. MYNDMÁL f3

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.