Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 1

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 1
Meðal efnis: arkistar IJTHLUTUN KVIKMYNDASJÓÐS 1998: Fjölbreytt verkefni á árinu Spjallað viðAra Kristinsson um my nd hans Stikkfrí og stöðuna í norrœnum barnamyndum Þorkell Harðarson fjallar um hin kröppu kjör starfsmanna í bíómyndum utfiim Anna Th. Rögnvaldsdóttir skrifar um,Approaching the doc“ og aðra fjármögnun heimildar- mynda ÓlafurH. Torfason skrifar um svipfrœðin, þessi fornu útlits-vísindi sem enn halda áfram að rugla mannkynið í ríminu EinarÞór Gunnlaugsson spáir íþað og skoðarýmsar leiðir sem hœgt vœri að fara ef viljinn vœrifyrir hendi BöðvarBjarki Pétursson veltirfyrir sér úthlutun Kvikmyndasjóðs Ogþá er kvótaáríö í kvik- myndagerðinni hafið! Með úthlutun úr Kvikmyndasjóði, 26. febrúar, hefur ýmislegt skýrst varðandi landslagið t íslenskum kvikmyndaheimi nœstu misserin. Líkt og undanfarín ár er úthlutunin eiginlega tvískipt;þ.e. útgreiðslur á þessu árí og síðan vilyrði til neesta átrs, sem ekki koma til greiðslu nema framleiðendum takist að fjánnagna verkeftii sín. EFTIR ÞORFINN ÓMARSSON. Nú er ljóst, að vil- yrðin þrjú frá síð- asta ári verða öll að styrkjum á þessu ári. Þannig hljóta verkefnin Myrkrahöfðinginn, eftir Hrafn Gunnlaugs- son, Ettglar alheims- ins, eftir Friðrik Þór Friðriksson, og Óska- börtt þjóðarinnar, eftir Jóhann Sigmarsson, öll styrki til framleiðslu á þessu ári. Þetta lá reyndar ljóst fyrir áður en úthlutað var, og því var helsta eftirvæntingin eftir vilyrðum til framleiðslu á næsta ári. Ákveðið var að veita vilyrði sem nema samtals 80 milljónum króna, en nánast óhugsandi er að sinna öllum tegundum kvikmynda - og þar með lagalegum skyldum Kvikmyndasjóðs - með svo lága fjárhæð til úthlutunar. í stuttu máli voru veitt vilyrði til þriggja leikinna kvikmynda í fullri lengd (70 milljónir), þriggja heimildamynda (7 milljónir) og tveggja stuttmynda (3 ntillj- ónir). Umbi hlýtur að nýju vilyrði til framleiða Vng- frúna góðtt og htísið, en sem kunnugt er af- salaði fyrirtækið sér vilyrði fyrir tveimur árum vegna erfiðleika við fjármögnun. Eftir það hefur hagurinn vænkast talsvert og er nú orðinn verulegur áhugi á verk- efninu erlendis. Guðný Halldórsdóttir skrifaði handritið eftir sögu Hall- dórs Laxness og hehir orðið vart við mikinn áhuga erlendra fjölmiðla á kvikmynd eftir sögu Nóbelskáldsins. Halldór Þorgeirsson og Snorri Þórisson framleiða í samvinnu við erlenda aðila, en ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í tökur á myndinni. Vilyrði Kvikmyndasjóðs nemur 30 milljónum króna, eða 20% af áætluðum framleiðslukostnaði. Tveir „nýliðar“ á sviði kvikmynda- leikstjórnar hlutu vilyrði til framleiðslu á næsta ári, þ.e. þeir Baltasar Kormákur og Ragnar Bragason. Þeir tóku báðir þátt í handritaþróunarverkefni síðasta árs og hefur svo mikil svörun líklega komið ýmsum á óvart. Segja má, að það sé nánast tilviljun, því vitaskuld var ekki „lagt upp með“ að veita verkefnum úr handrita- verkefninu brautargengi fremur en öðrum. Öll verkefni sátu við sama borð hvað þetta varðar. Baltasar Kormákur hefur fært skáldsögu Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, yfir í kvikmyndahandrit, sem ber vinnuheitið Symbiosa. Fyrirtæki Baltasars og Ingvars Þórðarsonar, 101 ehf., framleiðir í samvinnu við íslensku kvikmyndasam- steypuna og erlenda aðila. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær myndin verður tekin, en þeir, sem lásu bókina, muna að jól og áramót koma nokkuð við sögu. Framleiðslu- kostnaður er áætlaður 133,5 milljónir króna, en vilyrði Kvikmyndasjóðs er 20 milljónir, eða 16% af kosmaði. íslenska kvikmyndasamsteypan er framleiðandi k\'ikmyndar Ragnars Braga- sonar, Fíaskó, sem hann skrifaði eftir eigin hugmynd. Þórir Snær Sigurjónsson og Friðrik Þór Friðriksson eru framleiðendur á því sem höfundurinn kallar „svarta kómedíu um venjulegt fólk í Þinghol- tunum.“ Áætlaður kostnaður er 100 milljónir króna, en vilyrði Kvikmyndasjóðs er 20 milljónir króna. Nokkuð sjálfgefið var að halda áfram með handritaþróunarverkefni Kvikmynda- sjóðs, sem hófst í fyrra. Framkvæmd verkefnisins er með nokkuð svipuðu sniði, en styrkir til höhtnda eru þó eitthvað lægri, enda nýtur Kvikmyndasjóður ekki lengur aðstoðar Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Þrátt fyrir það kom ekki til greina að láta staðar numið. Hver hinna átta höfunda sem hlutu styrki njóta auk þess aðstoðar Clare Downs við dramatíska uppbyggingu. í sumar verða síðan fjórir höfundar valdir til að halda verkefninu áfram og í haust fá tveir lokastyrk. Ilæsta vilyrði til gerðar heimildarmyndar fer til Hvíta fjallsins-Niflunga vegna kvikmyndar Þórs Elísar Pálssonar, Heimskautalöndin unaðslegu, sem fjallar um Vilhjálm Stefánsson og ferðir hans. Vilyrðið nemur 3,5 milljónum, en kostnaður er áætlaður 24 milljónir. Þá Frá vinstri: Ragnar Bragasott, Baltasar Kormákur og Guðný Halldórsdóttir fá vilyrði vegna framleiðslu bíómynda sinna. hlýtur Kvik hf. 2,5 milljónir til að framleiða mynd Páls Steingrímssonar, Selurinn hefur mannsatigii Gert er ráð fyrir að myndin kosti 8 milljónir í framleiðslu. Auk þess hlaut Þorhnnur Guðnason vilyrði uppá eina milljón króna til að undirbúa heimildamyndina Tófa. Þá voru gehn út tvö vilyrði til stuttmynda: Dagur Kári Pétursson, nemandi í kvikmyndaleikstjórn í Kaup- mannahöfn, hlýtur 2 milljónir til að gera Old Spice, og Katrín Olafsdóttir eina milljón til áð gera Slurpinn & Co. Gagnrýnar raddir Gagnrýni á úthlutun úr Kvikmyndasjóði hefur ekki verið hávær að þessu sinni miðað við oft áður. Engu að síður hafa verið skiptar skoðanir um ýmis atriði, enda væri eitthvað verulega bogið við íslenskan kvikmyndaheim ef svo væri ekki. Umsækjendur eru gífurlega margir og úthlutun úr Kvikmyndasjóði hefur úrslitaáhrif á líf og störf margra kvikmynda- gerðarmanna næstu misserin sem endranær. Heyrst hefur, að þau þrjú verkefni, sem hlutu vilyrði til framleiðslu á leiknum kvikmyndum, hljóti allt of litla styrki og það sé allt að því glapræði að halda af stað með slíka fjárhæð á milli handanna. Hlutur Kvikmyndasjóðs í þessum þremur kvikmyndum er aðeins 70 milljónir, en framleiðslukostnaður þeirra er áætlaður samtals 386 milljónir króna. Þannig styrkir Kvikmyndasjóður þessi þrjú verk að meðaltali aðeins um 18% af framleiðslu- kostnaði og er mér til efs að hlutfall sjóðsins hafi nokkurn tíma verið svo lágt áður, sem er út af fyrir sig hættuleg afturför. Því geta líklega allir tekið undir þessa gagnrýni, en orsökin er vitaskuld eingöngu fjársvelti Kvikmyndasjóðs, sem býr við óbreyttan hag frá fyrra ári. Með þessari úthlutun er vonast til að verulegt fjármagn komi erlendis frá til að brúa bihð, sem er auðvitað allt að því óeðlileg krafa af hálfu ríkisvaldsins. Því er afar vafasamt að skella skuldinni á úthlutunarnefnd eða stjórn Kvikmyndasjóðs við þessar aðstæður. Auðvitað hefði verið mögulegt að veita aðeins tvö vilyrði til framleiðslu á leiknum kvikmyndum. En afleiðingarnar hefðu ekki síður orðið viðsjárverðar; þ.e. veruleg fækkun hlutfallslega á framleiddum kvikmyndum, færri störf fyrir fagfólk í greininni, og í kjölfarið yrði íslensk kvikmyndagerð minna sýnileg erlendis, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum næstu misserin. Sjá nánari útlistun á styrkþegnm KvikmyndasjóÖs á síðu 2.

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.