Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 3

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 3
Úthlutun Kvikmyndasjóðs 1998: önnur sjónarmið Stórfelld endurnýjun Böðvar Bjarki Pétursson veltir vöngum yfir nýju landslagi Það vom 114 umsóknir sem bárust Kvikmyndasjóði að þessu sinni og alls fengu 16 umsœkj- enaur styrki eða vilyrði um styrki. Samkvœmt því eru um 14% líkur á því að fá úthlutun ur sjoönum. Það er nú kannski ekki svo lágt hlutfall nema ef til vill í augum þeirra 98 setn ekki fengu styrk. Sérstaklega í Ijósi þess ao sá hóþur allur telur sig vera jafnhœfan ( eða hafari) til að meðhöndla hið oþinbera fjánnagn. Það erþví ekki hjáþví komist að tilfinn- ingaþrungin umrteða og gagnryni fari í gang í hvert sinn sem úthlutnn á sér stað. f þessari saraantekt er ætlunin að hefja hluta af þessari umræðu upp á yfirborðið jafnfrarat því að skoða úthlutunina ahnennt. Það skal tekið fram áður en lengra er haldið að undirritaður telur alla styrkþega vera vel að styrkjum komnir, og efast ekki um að úthlutunarnefnd hefur starfað af fyllstu vandvirkni. Samtals tók úthlutunarnefnd ákvörðun um sldptingu 84,3 milljóna, sem skiptast á árin ‘98 og ‘99. Almennt má segja um úthlutunina að hún virðist sýna jafnrétti, bæði miUi greina og kynja (6 konur - 8 karlar). Allar greinar fá stuðning: Handritagerð, bíómyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. HlutfaU miUi greina er að heimildar- og stuttmyndir fá 10 milljónir samtals eða um 12% á móti bíómyndastyrkjum. Það er heldur í lægri kantinum rniðað við það sem hefur tíðkast til jafnaðar gegnum árin og engin merki eru um það að úthlutunarnefnd hafi viljað bæta framleiðendum heimildarmynda upp það að þeir fengu enga styrld á síðasta ári. Það sem er athyglisvert þegar skiptingin er skoðuð er hve margir byrjendur, þ.e. fólk sem h'tið eða ekkert hefur fengist við kvikmyndagerð, fær styrki. Mér telst til að af 16 umsækjendum séu 9 sem kalla mætti byrjendur aUa vega í þeim greinum sem þeir fá styrki til. Þetta er mjög hátt hlutfall og hefur verið gagnrýnt af þeim sem reyndari eru. Þeir segja að hér sé um miklu meira en eðlilega endurnýjun að ræða hér sé verið að skipta út fólki í stéttinni. Það vekur þó athygli að í heimildarmyndunum eru engir nýUðar. Það hefur einnig verið gagnrýnt að óreyndum mönnum sé kastað út í að gera bíómyndir án þess að þeir hafi beinb'nis sannað sig sem ícvikmyndagerðarmenn, með gerð stuttmynda eða heimildarmynda. Þetta sé dýr Ulraunastarfsemi. Handritaþróunarverkefninu sem hófst í fyrra er framhaldið á þessu ári. Því hefur verið fagnað að reglubundinn stuðningur er nú við handritaskrif. Einnig að Kvikmyndasjóður hefur ekki sleppt hendinni af handritshöfundum heldur hefur látið þá vinna með handritasérfræðingum. Tvennt hefur verið gagnrýnt varðandi þessa handritastyrki. í fyrsta lagi hvort útsláttarkerfi svipað og í íþróttakeppni, sé rétta fyrirkomulagið við skapandi handritaskrif. Auk þess sem engin tengsl eru á milli þeirrar vinnu sem rnenn þurfa að leggja í handritin og upphæðarinnar sem þeir fá greidda. í öðru lagi þá hafa sumir allt á hornum sér gagnvart handritaráðgjöfum. Máh sínu til stuðnings benda þeir á að nokkrar af nýjustu bíómyndunum hafi greinilega verið eyðilagðar með of mikilíi „þróun". Einn kostur við þessa úthlutun sem tengdur er handritaverkefninu, er að myndir sem fengu handritastyrki í fyrra fá svo framleiðslustyrki nú í ár. f gegnum tíðina hefur það verið galh í starfsemi Kvikmyndasjóðs að engin tengsl hafa verið á milli handrita- og framleiðslustyrkja. Það er hins vegar hætt við því að úthlutunarnefnd komist fljótlega í vandræði, ef það á verða regla að handritin sem vinna „kejtpnina" fái síðan styrki. Ahrif bókmenntanna eru ótvíræð á íslenska kvikmyndagerð. Nánast án undantekninga eru einhverjar af þeim bíómyndum sem fá framleiðslustyrki byggðar á bókum. Af þeim þremur myndum sern fá styrki nú er tvær þeirra byggðar á bókmenntaverkum. Hvort þetta sýnir á einhvern hátt vantrú manna á frumsömdum kvikmyndahandritum skal ósagt látið, en þetta er athyghsvert. Hér eru tvær samtímasögur úr Reykjavík og ein söguleg mynd sem gerist úti á landi. Skipting sem kannski er eðlileg. Það eru einnig þrjár heimildarmyndir sem fá styrki, tvær náttúruk'fsmyndir og ein söguleg heimildarmynd. Þar sakna menn bæði mynda sem fást við samfélagið í dag og einnig að sjá ekki ný nöfn. En 10 milljónir eru nú varla til skiptanna. Og það er einkennilegt að styrkhlutfall heimildarmynda miðað við kostnaðar- áætlun er ekkert hærra en þeirra leiknu. Þær raddir gerast nú æ háværari sem segja að það verði að breyta starfsháttum Kvikmyndasjóðs varðandi úthlutanir. Þetta sambandsleysi milli umsækjenda og úthlutunarnefndar gangi ekki, þar sem menn eyða gríðarlegri vinnu í handritaskrif og fjármögnun án þess að hafa hugmynd um hvort þeir hafi nokkra möguleika hjá nefndinni. Það þurfi að breyta þessu verulega. Meira um það síðar. ÞRAINN BERTELSSON UM SIGUR “MAGNUSAR” í ÚTSLÁTTARKEPPNIÍSLENSKRA BÍÓMYNDA “Lífið er dásamlegt” I'síðasta tölublaði L&S bar kvikmyndin Magnús eftir Þráinn Bertelsson sigur úr býtum í ósvíhnni útsláttarkeppni íslenskra bíómynda. Ekki reyndist unnt að ná tah af Þráni fyrir útkomu þess tölublaðs, en nú höfum við bætt úr því. Hann var inntur eftir því hvernig honum liði á þessum merku tímamótum. “Lífið er dásamlegt” sagði leikstjórinn glaður í bragði, “og það er um að gera að njóta stundarinnar. Mat á kvikmyndaverkum eru sífehdum breytingum háð, þau detta inn og út úr tísku. Gott dæmi um það var sú velþóknun sem ríkti í garð 79 af stöðinni hjá þáttakendum, kannski verður Magnús síðar léttvæg fundin. Mér þótti líka gantan að sjá hversu Nýtt líf náði langt og fannst vænt um þau ummæli sem féllu í greininni að eftilvill yrðu Lífsmyndirnar einhverntíma síðar notaðar sem heimildarefni um sinn samtíma. Það var ekki hvað síst ætlun mín með gerð þeirra, auk þess auðvitað að græða óhemju peninga og vekja öfund og gremju hjá félögum mínum í kvikmyndagerðinni”. Aðspurður um hvað hann væri að fást við núna svaraði Þráinn því til að hann væri að undirbúa “Guðríðar sögu”, um Guðríði Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis og móður Snorra Þorhnnssonar. “Konan sú gekk til Rómar á sínum tíma og var áður búin að leita að sjálfri sér á Grænlandi og Vínlandi en fann sig loks í Glaumbæ í Skagahrði. Þetta verður stór og dýr mynd, enda hnnst mér korninn tími til að fara að tapa stórum peningum í stað þess að vera týna smápeningum af og til”. samansett froðu- snakk. PREMIERE Upprunnið í Frakklandi en kemur jafnframt út í Banda- ríkjunum og Bret- landi. Frönsku út- gáfuna þekki ég ekki vel en hún virðist byggjast á umfjöllun um nýjustu mynd- irnar. Bandaríska útgáfan gerir sér nokkuð far um að kíkja bakvið tjöldin í Hollywood og ýmislegt skondið sem kemur út úr því en of mikil áhersla er því miður á stjörnuviðtölin þar sem mildð er sagt um ekki neitt. Breska útgáfan sver sig í ættina en er þó öllu kaldhæðnara, auk þess sem gagnrýnendur blaðsins eru all hvassir og beittir. Að auki fær blaðið meiri breidd með umfjöllun sinni um breska (og jafnvel evrópska) kvik- myndagerð. SIGHT AND SOUND Þessi gamli stríðshestur Bresku kvikmyndastofnunarinnar gekk í endurnýjun lífdaganna fyrir um átta árum. Hafði þá orðið nokkuð hlé eftir margra áratuga útgáfu. Útliti blaðsins var gjörbreytt til hins betra og er óhætt að kalla það eitt best heppnaða tímarit á markaðnum í fagurfræðilegum skilningi. Áherslan er lögð á fræðilega umfjöllun og vangaveltur um stefnur, strauma, einstaka leikstjóra og hið félagslega erindi kvikmynda. Auk þess er ítarleg gagnrýni um hverja einustu bíómynd sem birtist á breskum kvik- myndatj öldum. Margt er vel gert og athyglisvert í blaðinu og það er í raun ómissandi fyrir þá sem vilja skoða miðilinn frá mörg- um hliðum. FILM COMMENT Annar jálkur, en að þessu sinni bandarískur og ekki alveg jafn aldraður. Útgefandi er The Film Society of Lincoln Center sem jafnframt stendur fyrir hinni árlegu kvikmyndahátíð í New York. Kvikmyndaklúbbur þessi varð til í umróti og gerjunartíma sjöunda áratugsins og stóð meðal annars fyrir því að kynna evrópsku snillingana þess tíma fyrir bandarískum áhorfendum. Þá var heitt í kolunum í New York og menn ungir og reiðir. í dag einkennist blaðið af fræðilegum stúdíum og vangaveltum sem um margt eru ágætar en einhvern neista vantar. Þunglamalegt útlit þess er líka mínus. CINEASTE Alvörugefið og efnismikið tímarit sem einnig er afsprengi ‘68 kyn- slóðarinnar. Sjálfir eru þeir ekkert nema hógværðin og kalla sig aðeins “America’s leading magazine on the art and politics of the cinema”. Frómt frá sagt stendur blaðið undir hverjum staf. Gagnrýnin umfjöllun um bandaríska kvikmyndaiðnaðinn, mikil áhersla á “óháða” geirann og alþjóðlega kvikmyndagerð, vel unnin viðtöl við kvikmyndagerðarmenn um allan heim og líflegar deilur gera Cineaste að einu áhugaverðasta kvikmyndatímariti sem kemur út í heiminum. LanO&syrur 3

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.