Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 6
Stutt spjall viðAra Kristinsson leikstjóra og handritshöfund um mynd hans Stikkfrí og norrœnar barnamyndir Anarkistar í eðli sínu Stikkfrí eftirAra Kristinsson sprettur beint upp íslenskum hversdagsveruleika, þar sem einstœðar mœður sinna bömunum meðan feðumirflakka á milli kvenna og eru gjarnan fjarlægir í lífi barna sinna. Fjölskyldutmgsl og ímynd barnanna affullorðinslífinu erpvíoft nokk.uð flókin fyrirþau að hmda reiður á. En Stikkfrí er blessunarlega ekki aðeins raunsœisstúdía á ráðvilltum tímum heldur einnig svolítið œvintýri og sprell Jsgrímur Sverrisson heyrðiofan í leikstjórann oghandritshöfundinn. - Er einhver þörf á því Ari að búa til sérstakar myndir fyrir börn? Er þetta ekki bara einhver pedagógísk uppfinning og vceri ekki eins gott að láta þau horfa á myndimar sem okkur hinum eldri eru œtlaðar? ARI: Það er mjög mikilvægt fyrir evrópska kvikmyndagerð að ala upp kynslóð áhorfenda sem ekki er með innbyggða fordóma gagnvart öðrum menningarheimum en þeim ameríska. Þessa kynslóð þarf að ala upp frá blautu barnsbeini til að hún fái jákvæða ímynd gagnvart okkar menningu. Við sjáum t.d. hvað hefur gerst í leikhúsinu hér, ein besta minning okkar sem eldri erum eru t.d. leikrit Thorbjörn Egners, Kardimommubœrinn og Dýrin í Hálsaskógi og einnig verk Astrid Lindgren, lína Langsokkur og Emil í Kattholti o.fl. Þannig hefur verið búið til jákvætt viðhorf barna til leikhúss og bókmennta og þá sér í lagi norræns leikhúss og bókmennta. - En nú má segja að verkEgners ogLindgren séu á skjön við það sem Skandinavar hafa verið að senda firá sér um langa hríð og hefur einkennst af hundleiðinlegu félagslegu raunsœi og þólitískri rétthugsun. Er ekki einfaldtega báið að stórskaða áhuga barna á norrœnum barnamyndum með þessum skelfilega hversdagsleika - taka œvintýrið frá þeim? ARI: Það er alveg hárrétt enda hafa þær barnamyndir sem ég hef gert, Paþþírs-Pési og jafnvel Stikkfrí lent í vandræðum í Skandinavíu, þ.e. gagnvart dreifingaraðilunum sem hafa fundist þær full anarkískar í hugsun. Ég tók t.d. eitt sinn þátt í barnamyndaseríu skand- inavískra sjónvarps- stöðva og þar var hópur af fólki sem fór yfir handritin. Þeim fannst að ekkert vafasamt mætti vera í handrit- unum því börnin áttu að trúa því að þessar ríkissjónvarpsstöðvar væru með gott efni sem þau gætu treyst og þar sem engar rangar skoðanir kæmu fram. Það er auðvitað mjög hættulegt að ala börn upp í því að allt sem ríkið - stóri bróðir - segi þeim sé satt og rétt. Börn verða að læra að meðtaka hlutina með ákveðnu gagnrýnu hugarfari. Það er því rnjög mikilvægt að þau fái sem fyrst eitthvað til umhugsunar, svo þau læri að taka sjálfstæða afstöðu. Þessi skandinavíska forsjárhyggja kemur í veg fyrir að börnin myndi sér sjálfstæðar skoðanir og gerir þau varnarlausari gagnvart allskyns rugli annarsstaðar frá. Hún er sem betur fer á undanhaldi og Stikkfrí hefur t.d. lagst ágætlega í skandinavísk börn. Fyrir mér sver hún sig meira í ætt við anarkískar sögur eins og Emil í Kattholti og aðrar sögur Astrid Lindgren, sem börn hafa liaft mjög gaman af. Börn eru nefnilega anar- kistar í eðli sínu. - En nú er sögusvið Stikkfrí byggt á frekar raunsœislegum félagslegum aðstœðum, með einstœðum mceðrum, fjarstöddum feðrum o.þ.h., þó að vissulega komi barnsránið ofaná sem nokkuð anarkískt element. ARI: Já, en myndin fjallar í sjálfu sér ekki um þessar félagslegu aðstæður, þær eru fyrst og fremst í bakgrunni. Meira en helmingur barna í dag yngri en 10 ára tengist fjölskyldum sem eru sundraðar og því er kannski auðveldara fyrir þau að finna samsvaranir við !íf sitt ef sögunni er stillt svona upp. - Þctnnig að þú vilt ekki kannast við að Stikkfrí sé angi af þessum skandinavísku raunsœis- ARl KRISTINSSON: „Það skemmtilega við að gera myndir fyrir böm er að þau eru svo örugg með það sem þeim finnst skemmtilegt eða leiðin- legt“. myndum og að þú hafir stillt upp þessu umhverfi tií að uppfylla markaðs- kröfurnar? ARI: Það er auð- vitað ekki hægt að standa í því að gera aðrar myndir en þær sem seljast. Hinsvegar ltefði ég ekkert viljað gera þessa mynd öðruvísi. Það skemmtilega við að gera myndir fyrir börn er að þau eru svo örugg með það sem þeim finnst skemmtilegt eða leiðinlegt. Það er bara annaðhvort. Þegar þau komast á unglingsárin fara þau meira að velta því fyrir sér hvað þeim ætti að finnast, hvað öðrum finnst og svo framvegis. Börnin koma hinsvegar bara með sínar eigin langanir og vilja skemmta sér vel. Þannig fær maður umsvifalaust hreinskibn og heiðarleg viðbrögð. - Hvaðan kemur sagan tilþín? ARI: Hún kemur úr tveimur áttum. Hrafn Gunnlaugsson sagði mér eitt sinn sögu af ungri stúlku sem rændi hálfsystur sinni til að fá athygli föðurs síns sem hafði ekki haft samband við hana. Síðan hef ég sjálfur tekið eftir því með vini og kunningja dóttur ntinnar að þau skilja gjarnan ekkert í foreldrum sínum, sem eru kannski fólk sem hefur skilið þrisvar fjórum sinnum og er alltaf að leita að einhverju sem það aldrei finnur. Mér þótti þetta svolítið fyndinn bakgrunnur, þessi frústreraða kynslóð sem er upptekinn af sjálfri sér og tekur ekki eftir börnunum sem horfa forviða á og skilja alls ekki hvað vandamálið er. Þessi íslenski raunveruleiki finnst mér svolítið skemmtilegur og ætla í framtíðinni að leika mér rneira að þessu hversdagslífi. - Sérðu sjálfan þig halda áfram að gera myndir um ogfyrir börn í nœstu framtíð? ARI: já, mér finnst gaman að börnum, því þau eru enn að reyna að átta sig á tilverunni út frá sjálfum sér. Það er alltaf heillandi að fylgjast með þeim skoða heiminn frá sjónarhóli sakleysis. 6 Land&sryra>

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.